Vísbending


Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Dr. Gudmundur Magnússon Afskipti ríkisvalds af kjarasamningum Ríkisvaldið hefur þá sérstöðu að gegna tvöföldu hlutverki í launa- samningum. Annars vegar semur ríkið sem vinnuveitandi um kaup og kjör starfsmanna sinna. Hins vegar ákveður það í landstjórn- arhlutverki sínu starfsskilyrði at- vinnulífsins. Þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar ýmissa stjórnmála- manna þess efnis að ríkið eigi ekki að blanda sér í kjarasamninga hef- ur það oft tekið þátt í þeim með einum eða öðrum hætti. Hefur þetta borið árangur? Skammgóöur vermir Ef við lítum á þríhliða samning- ana í febrúar 1986 kemur í ljós að það dró úr verðbólgu um hríð en fljótlega færðist í sama horfið aftur, sbr. mynd. Þetta ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, því að aðiljar breyttu ekki hegðun sinni í grundvallaratriðum. Einkageirinn notaði svigrúmið til yfirborgana. Ríkið skar ekki niður útgjöld. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa í mynd vaxandi ríkishalla og viðskiptahalla. Launþegar urðu að slá lán til að kaupa sér bíl í því skyni að ná út kjarabótunum. Svo virðist sem menn hafi rugl- ast á hugtökunum verðlag og verð- bólga. Með samningunum var verðlag lækkað í eitt skipti en verðbólgan hélt áfram. Þetta er eins og að klippa arfann. Hann minnkar í bili en vex fljótt aftur. Ekki spurning um hvort heldur hvernig Ég er ekki að halda því fram að ríkið eigi alveg að halda að sér höndum í kjarasamningum. í reynd er það tæpast hægt. Spurn- ingin er öllu heldur hvenær og hvernig. Ef við gefum okkur að launþegar séu fyrst og fremst að semja um laun eftir skatt og aðstæður séu þannig að fyrirtæki geti velt Iaunahækkunum út í verðlagið er freistandi fyrir aðilja vinnumarkaðarins að leita eftir samningum við ríkið um lækkun skatta. Á sama hátt hefur ríkið áhuga á að vinna gegn verðbólgu. En dæmið gengur ekki upp ef í því er dulbúin þensla. Vinnuveitendahlutverkið Vegna hins tvöfalda hlutverks síns á ríkisvaldið oft óhægt um vik í samningum um kaup og kjör við starfsmenn sína. Það verður að haga sér í samræmi við efnhags- stefnu sína og varast að yfirbjóða einkageirann. Þetta er hinu opin- bera auðvitað til trafala á ýmsan hátt. Það getur ekki leyft sér að yfirborga menn í stórum stíl (a.m.k. ekki fyrir opnum tjöldum) til þess að sinna mikilvægum verkefnum. Þetta leiðir svo aftur til þess að það fær stundum lélegri starfskrafta en ella eða fær of lítið út úr þeim. Ríkið er líka í þeirri aðstöðu á sumum sviðum að geta ákveðið bæði eftirspurn og fram- boð. Samtímis sem það hefur t.d. marga lækna í þjónustu sinni ræð- ur það óbeint hversu margir eru menntaðir til læknisstarfa. (Það ræður að vísu ekki hve margir hafa getu til þess.) Landstjórnarhlutverkið En hvaða aðferðum er unnt að beita til þess að tryggja að gerðir séu raunhæfir kjarasamingar? Ég held að aðferðin sé þveröfug við þær leiðir sem farnar hafa verið og dásamaðar sumar hverjar. Hér er um fleri en eina útfærslu að ræða en allar eiga þær það sameiginlegt að ríkisvaldið gefi aðiljum vinnumarkaðarins til kynna á ótvíræðan hátt að það muni halda sínu striki hver sem útkoma samninga verði og að þeir verði að taka afleiðingunum sjálf- ir. í sumum löndum hefur verið valinn sú leið að miða við peninga- magn í umferð og lýsa því yfir að því verði ekki breytt til að fjár- magna óraunhæfa kjarasamninga. Hjá okkur ætti fast gengi að þjóna svipuðum tilgangi, en eins og þróunun undanfarið sýnir virðast menn lúta illa húsbóndavaldi í þeim efnum. Þriðja Ieiðin er sú að í stað þess að semja um skatta- lækkanir lýsi ríkisstjórnin því yfir að fari samningar yfir tiltekið mark verði tekjuskattur hækkað- ur. Verðbólga þriggja mánaða reiknuð til heils árs fyrir og eftir kjarasamningana í febrúar 1986 15 5 Feb. 1986 De 19 s. 86 jl 1£ lí )86 D( 1£ 3S. 87

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.