Vísbending


Vísbending - 02.03.1988, Side 1

Vísbending - 02.03.1988, Side 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL w 9.6 2. MARS1988 Kjarasamningar og efnahagsaðgerðir Verðbólgan áfram höfuðvandamálið Atburðir undanfarinna daga, kjarasamningar og efnahagsaðgerð- ir ríkisstjórnarinnar, hljóta að valda verulegum vonbrigðum. Enn á ný hefur mistekist að brjótast út úr víta- hring verðbólgunnar, þar sem fyrir- sjáanleg er áfram mörgum sinnum hœrri verðbólga hér en í viðskipta- löndum okkar. Hornsteinn efna- hagsstefnunnar, gengisfestan, hefur látið undan gagnvart launahœkk- unum og hœtt er við að nú reynist erfiðar en áður að skapa efnahags- starfseminni nauðsynlegt aðhald. Gengismálin Ákvörðunin um fastgengisstefnu á sínum tíma var tekin á grundvelli biturrar reynslu margra undanfar- inna ára. Þá voru launasamningar gerðir í þeirri trú að gengislækkun gerði umsamdar Iaunagreiðslur mögulegar og undantekningalítið var gengið svo lækkað í kjölfar kjarasamninga. Þetta þótti eina lausn stjórnvalda til að vinna bug á vaxandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Gengislækkun gerði það jú að verkum að útflutningur gaf meira í aðra hönd og innflutn- ingur varð dýrari. Hins vegar voru kjarasamningar yfirleitt vísitölu- bundnir með einum eða öðrum hætti þannig að viðbótarlauna- hækkanir juku aftur á Iaunakostnað fyrirtækja og hélt við eftirspurn eft- ir innflutningi. Þegar til iengdar lét var vandamálið áfram það sama, þ.e. viðskiptahalli, erlend skulda- söfnun og verðbólga. Það var þessi vítahringur sem reynt var að rjúfa með því að lýsa því yfir að gengið yrði fast. í þessu fólust skilaboð til aðila vinnumark- aðarins um að launasamningar tækju mið af þeim skilyrðum sem fast gengi setur. Aðlögun að breyti- legum ytri aðstæðum yrði m.ö.o. að fara fram innan fyrirtækjanna sjálfra. Nú hefur hins vegar komið á daginn að aðilar vinnumarkaðar- ins hafa ekki trúað stjórnvöldum og það með réttu, sbr. nýfellt gengi og yfirlýsingar fulltrúa stjórnarinnar um að þeir væru eftir atvikum ánæðgir með niðurstöðuna. Trú- verðugleiki er þó það sem öllu máli skiptir í þessu sambandi og ljóst má vera að það verður afar erfitt fram- vegis fyrir stjórnvöld að festa hann í sessi með yfirlýsingum einum saman. Aðrar efnahagsaðgerðir Með fráhvarfi frá fastgengis- stefnunni var jafnframt horfið frá helsta aðhaldstækinu þegar til lengri tíma er litið. Þess í stað hyggjast stjórnvöld draga lítillega úr ríkisútgjöldum, eða um 300 milljónir króna, hækka skatta á er- Efni: Kjarasamningar og efnahagsráðstafanir Verðbólga áfram höfuðvandamál 1 -2 Reynsla Islands og annarra verðbólgulanda 2-3 Erlend fréttabrot 4 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar „Aðhaldsaðgerðir" • Ríkisútgjöld lækkuð um 300 m. kr. • Skattur á erlendar lántökur tvöfaldaður.og hækkun á tekjuskatti félaga (290 m.kr. á árinu). • Erlendar lántökur fjárfestingarlánasjóða og ýmissa annarra aðila lækkaðar um 300 m. kr. • Fiskveiðasjóður fresti lánveitingum. • Sveitarfélög dragi úr framkvæmdum. • Áform um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frestað. „Þensluaðgerðir11 • 6% gengisfelling. • Endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts (587 m.kr.). • Niðurfelling launaskatts í sjávarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar (200 m. kr.). • Skuldbreytingar til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi. • Vaxtamunur vegna gengisbundinna afurðalána lækka um a.m.k. 0,25% og eftirlitsgjald banka lækkað. • 2 % lækkun vaxta Seðlabankans í viðskiptum við innlánsstofnan- ir og 1 % lækkun forvaxta ríkisvíxla. Lækkun raunvaxta á spari- skírteinum ríkissjóðs.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.