Vísbending


Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.03.1988, Blaðsíða 4
VISBENDING 4 Erlend fréttabrot Bandaríkin:_____________________________ Útflutningur hefur tekið við sér, en óvíst um áhrif þess á gengi dollars Á s.l. 12 mánuðum hefur vöruútflutn- ingur frá Bandaríkjunum aukist um 19% á meðan vöruinnflutningur jókst um 5%. Viðskiptajöfnuðurinn er þó enn verulega óhagstæður, en tölur fyrir nóvember og desember á s.l. ári sýndu að hallinn fór minnkandi. Það var eiginlega ekki seinna vænna að fall dollarans færi að slá á viðskiptahall- ann. Dollarinn hafði lækkað svo til stöð- ugt frá febrúar árið 1985, þegar hann var skráður 3.47 þýsk mörk og 263 japönsk yen, þar til í lok s.l. árs. Þá var dollarinn skráður 1.57 mörk og 121 yen. Frá ára- mótum hefur dollarinn heldur styrkst, t.d. um 9% gagnvart bæði marki og yeni, sem að hluta til endurspeglar aðgerðir seðla- banka víða um heim, en einnig minnkandi viðskiptahalla. En hvað um framhaldið? Menn byggja yfirleitt spár sínar um gengisþróun á tveimur tengdum þáttum að gefnum halla á ríkissjóð. Annars vegar á þróun útflutn- ings samanborið við innflutning og hins vegar á líklegum aðgerðum stjórnvalda í peningamálum. Nýjasta hefti „Business Week“, sem helgað er útflutningi frá Bandaríkjunum (“Made in the U.S.A.“), greinir frá vissum grundvallarbreytingum sem eru að eiga sér stað á sviði útflutn- ings. Smærri fyrirtæki eru nú að láta meira til sín taka og sömuleiðis evrópsk og jap- önsk fyrirtæki starfandi í Bandaríkjunum. Að mati blaðsins endurspeglar þessi þró- un aukna samkeppnishæfni Bandaríkj- anna í kjölfar lágs dollaragengis, en hins vegar væri það spurning hversu djúptækt þetta muni reynast. Enn skorti mikið á að stóru fyrirtækin og stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi útflutnings. Þá eru uppi efasemdir um að nýbirtar tölur um minnkandi viðskiptahalla séu vísbending um það sem koma skal. Menn höfðu óttast samdrátt í þjóðarbúskapn- um, en slíkt hefði stuðlað að minni eftir- spurn eftir innflutningi og þar með hag- stæðari viðskiptajöfnuði. En nú virðist ekkert bóla á samdrætti og til marks um það eru nýjar upplýsingar um aukna sölu frá áramótum og hærri verð. Við þetta bætist, að nú er kosningaár í Bandaríkjun- um og þá hafa menn tilhneigingu til að beita tilfækum ráðum, svo sem vaxtalækk- unum, til að örva eftirspurn. Gangi slíkt eftir er ekki við því að búast að viðskipta-1 jöfnuðurinn lagist í bráð og þar með ekki heldur gengi dollars. í byrjun febrúar gekkst tímaritið “Eco- nomist" fyrir könnun á meðal 13 banda- rískra, evrópskra og japanskra banka um þróun dollaragengis. Að meðaltali bjugg- ust þeir við lítilsháttar lækkun dollars gagnvart marki og yeni (1.63 mörk og 125 yen) á næstu 6 mánuðum, en upp úr því færi dollar aðeins að styrkjast. Hins vegar voru spárnar æði mismunandi. Hæsta spáin um gengi dollars að 12 mánuðum liðnum hljóðaði upp á 1.80 mörk og 140 yen; sú lægsta gerði ráð fyrir 1.35 mörkum og 105 yenum. V.Þýskaland:___________________________ Áfram pressað á Þjóðverja að örva eftirspurn heima fyrir, en efasemdir um að slíkt bæri árangur. Misgengi þýsks marks og japansks yens annars vegar og bandaríkjadollars hins vegar hefur leitt til vel þekktra deilna um efnahagsstefnu ríkjanna. Misgengið endurspeglar afgang á utanríkisviðskipt- um V.Þýskalands og Japans, en halla á utanríkisviðskiptum Bandaríkjanna og deilurnar snúast um hvert landanna eigi að grípa til aðgerða til að jafnvægi komist á. Bandaríkjunum er legið á hálsi fyrir að stuðla að of mikilli þenslu heima fyrir með miklum ríkissj óðshalla og deilt hefur ver- ið á V.Þjóðverja og Japani fyrir að vera of aðhaldssama. Nú hafa Japanir linast eitthvað í aðhaldsseminni, en Þjóðverjar streitast við að því er hefur virst. Hjá Þjóðverjum miðast flest við að halda verðbólgu í skefjum og jafnvel þótt hagvöxtur hafi verið aðeins 1.7% 1987 og verði líklega svipaður eða heldur minni á þessu ári, er ekki að vænta frekari aðgerða til að örva eftirspurn. Fjármálaráðherr- ann, Gerhard Stoltenberg, heldur því raunar fram að hann hafi teygt sig eins og frekast væri unnt með aðgerðum í ríkis- fjármálum til að örva eftirspurn án þess að það kosti verðbólgu. Þegar betur er að gáð kemur líka í Ijós að ríkissjóður var rekinn með umtalsverðum halla í fyrra og hallinn verður enn meiri í ár. Þegar ríki og sveitarfélög eru skoðuð saman var hallinn 2.5% af þjóðarframleiðslu í fyrra og verð- ur væntanlega um 3.5% í ár. Sumir hagfræðingar munu vera þeirrar skoðunar að meiri fjárlagahalli út af fyrir sig megni ekki að örva hagvöxt. Aukin eftirspurn, sem þannig fengist, myndi fara beint út í verðlagið og ekki megna að ýta undir framleiðslu. Ástæðuna segja þeir vera ósveigjanlegur vinnumarkaður, háar atvinnuleysisbætur og strangar reglugerðir sem setji efnahagsstarfseminni viss takmörk. Hátt gengi marksins gagnvart dollar er út af fyrir sig skýring á slökum hagvexti þegar til skamms tíma er litið. Um 10% af útflutningi V.Þjóðverja fer til Bandaríkj- anna og áætlað er að minni útflutningur þangað í kjölfar gengisþróunarinnar dragi úr þjóðarframleiðslu þessa árs um 1%. Til lengri tíma litið er hætt við að ýmislegt annað setji hagvexti skorður, t.d. tiltölu- lega háir skattar og styrkir. Hæsti jaðar- skattur (55%) er nú hærri en víða annars staðar og styrkir samsvara 7% af þjóðarf- ramleiðslu. Bretland:____________________________ Gott efnahagsástand, en óvissa um launasamninga vekur spurningar um gengisfestu Það hefur árað vel hjá Bretum að undanförnu. Hagvöxtur hefur verið á bil- inu 3-4% á síðustu árum og t.d. um 4% í fyrra. Samhliða þessu hefur dregið úr atvinnuleysi í 17 mánuði samfleytt og sömuleiðis verðbólgu, sem var 3% 1987. Yfirleitt ríkir bjartsýni um framhaldið, en þó er óvissa um launasamninga og áhrif þeirra á vexti og gengi. Samningsstaða verkalýðsfélaga hefur óneitanlega batnað vegna minna atvinnuleysis, en spurningin er, hvernig atvinnurekendur munu bregð- ast við og hvernig þeir meta afstöðu stjórnvalda t.d. til vaxta- og gengismála. Gengisfesta hefur verið takmark stjórn- valda um nokkurt skeið, en eftir því sem tímaritið Euromoney Treasury Report segir, benda nýlegir launasamningar hjá t.d. Ford bílaverksmiðjunum til þess að atvinnurekendur vænti gengislækkunar svo að samkeppnisstaðan megi haldast óbreytt. Tímaritið á þó fremur von á því að vextir muni fara hækkandi þegar kemur fram á mitt ár og sjá til þess að gengið haldist áfram stöðugt. Er búist við að gengið gagnvart þýsku marki verði á bil- inu 2.95-3.00, svo sem verið hefur undan- farna 10 mánuði. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.