Vísbending


Vísbending - 09.03.1988, Page 1

Vísbending - 09.03.1988, Page 1
VISBENDING (f 3 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL W 10.6 9. MARS1988 Island og EB Stööugt meira knýjandi aö taka afstöðu til evrópskrar samvinnu Á þingi Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir, verður vœntanlega tals- vert rœtt um afstöðu Norðurland- anna til Evrópubandalagsins. Petta er tímabær umræða, því með áformum EB um sameiginlegan markað árið 1992 og eftir stækkun þess, vex hættan á því að Norður- löndin að Danmörku undanskildu einangrist. EFTA og EB Aðeins 6 lönd eru nú eftir í Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA), en auk íslands eru þar Noregur, Svíþjóð og Finnland, Austurríki og Sviss. Seinast til að yfirgefa samtökin voru Portúgalir, sem gengu til liðs við EB ásamt Spáni í janúar 1986. EFTA löndin, sem eftir eru, hafa nú einbeitt sér að þreifingum eftir víðtækara sam- starfi við EB og hafa talsverðar vonir verið bundnar við árangur af þessu. Hafa íslenskir ráðamenn m.a. látið að því liggja að þetta væri vænlegasta leiðin til að ísland einangraðist ekki. Nú þegar sameiginlegur markað- ur EB landanna blasir við, markað- ur 320 milljóna manna þar sem fjármagn, vinnuafl og vörur og þjónusta flæða hindrunarlaust yfir landamæri, hafa önnur viðhorf komið upp. Af ráðamönnum EB má skilja að lönd utan Evrópu- bandalagsins munu aldrei geta not- ið sömu kjara og lönd innan þess, þótt semja megi um hitt og þetta. Er þá svo komið, að sterkar hreyf- ingar innan EFTA landanna róa að því öllum árum að lönd þeirra ger- ist aðilar að EB. Vitað er að Aust- urríki er afar nálægt því að gerast aðili, jafnvel innan tveggja eða þriggja ára. Og Norðmenn eru heit- ir, sbr. grein hér á eftir, en þar er nú að fyrnast yfir þær hatrömmu deilur sem fylgdu þjóðaratkvæða- greiðslunni 1972. Það er utanríkispólitíkin, sem helst dregur úr Finnlandi, Svíþjóð og Sviss. Nálægð Sovétríkjanna dregur efalítið úr Finnum og hefð- bundin hlutleysisstefna Svía og Svisslendinga er þeirra þröskuldur. Pó er ljóst, að þessar tvær þjóðir vega nú og meta gaumgæfilega kosti og galla aðildar. Vitað er að atvinnurekendur í Svíþjóð telja afar brýnt að Svíar komist að við- unandi samkomulagi við EB, og náist það ekki blasir aðild við. Enn- fremur er ljóst að Svisslendingar hafa verulegar áhyggjur af fram- vindu mála og nú velta þeir því fyrir sér hvort hefðbundið hlutleysi sé ekki of dýru verði keypt. Þar er þó á brattann að sækja fyrir fylgis- menn aðildar, því Svisslendingar eru ekki einu sinni í Sameinuðu þjóðunum og var tillaga um aðild að þeim felld í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir fáum árum. Umræðan á íslandi Tiltölulega skammt er síðan íslendingar fóru að velta fyrir sér af alvöru stöðu sinni gagnvart þróun- inni í EB. Eins og víða annars stað- ar voru það atvinnurekendur, sem fyrstir tóku við sér. Þeir horfðu t.d. fram á, að hefðbundnir markaðir fyrir vörur þeirra væru að þrengjast, eins og nú hefur sannast áþreifanlega með saltfiskútflutn- ing. Landsnefnd alþjóðaverslunar- ráðsins, þar sem aðild eiga stærstu fyrirtæki landsins, lét taka saman skýrslu árið 1986 um viðskipti íslands og EB og var aðalfundur Landsnefndarinnar það ár helgaður umræðu um samskipti íslands og Bandalagsins. Á s.Í. hausti stóð nefndin svo fyrir því að að einum helsta hvatamanni að “sameigin- lega markaðinum" Lord Cockfield, var boðið hingað til lands. Hélt Cockfield hér fundi um áætlun EB og útskýrði tilgang hennar. Þá hafa bæði öryggismálanefnd og Útflutn- ingsráð safnað saman upplýsingum um þessi mál á s.l. ári. Það var svo ekki alls fyrir löngu, að stjórnmálamenn fóru að láta málið til sín taka, svo sem fram kom í umræðum á Alþingi nú fyrir skömmu. Þar kom fram talsverður áhugi á málinu og skilningur á því að útflutningsmarkaðir væru í hættu ef svo færi sem horfði. Mál- inu var yfirleitt stillt þannig upp, að spurningin snerist um hvað Isíend- ingar gætu teygt sig langt til sam- ræmingar því sem að væri stefnt hjá EB, þannig að þeir fengju notið bestu kjara. Um eitt voru menn ásáttir, aðXútilokað væri að opna fiskveiðilögsöguna fyrir útlending- um. Annar flötur á málinu Það er ekki laust við að það skíni úr umræðunni hér á landi, að aðlögun að því sem væri að gerast í Evrópu væri ill nauðsyn. Við vær- Efni: IslandogEB 1-2 Norðmenn og afstaðan tilEB 2 Verðlag og verðbólga 3 Erlend fréttabrot 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.