Vísbending


Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING urinn varð hærri en 1974. Sveiflur í kaupmætti virðast fylgja nokkuð vel sveiflum í sjávarafla og viðskiptakjör- um. Sum árin, til dæmis 1974 og 1982, hefur kaupmáttur verið hærri en aflatöl- ur og viðskiptakjör gefa til kynna og hefur þá fylgt mikill viðskiptahalli. Lengst af hefur munur á launum iðn- aðarmanna og verkamanna verið svip- aður (laun iðnaðarmanna eru 30% hærri en verkamannalaun). En á þenslutímum, einkum nú síðustu miss- erin, hafa iðnaðarmenn aukið forskot- ið. Laun verkakvenna hækkuðu meira en laun verkakarla fram til um 1980, en síðan hefur munurinn verið svipaður (laun verkakvenna eru nálægt 90% af launum verkakarla). Kaupmáttur heildarlauna______________ Oft er bent á að tímakaup sé mun lægra hér en á öðrum Norðurlöndum þótt landsframleiðsla á mann sé svipuð. Skýringin á þessu er að íslendingar afla mikils hluta tekna sinna með yfirvinnu. Á mynd 2 sést þróun kaupmáttar heild- arlauna á verðlagi í febrúar 1988. Vinnutími styttist töluvert fram til 1977 og því hefur kaupmáttur heildarlauna vaxið enn hægar en kaupmáttur dag- vinnukaups. Árin 1963-1967 jókst kaupmáttur heildarkaups verkamanna um 30%, á meðan landsframleiðsla á mann á föstu verðlagi óx um 125%. Var mismuninum stolið undan? Eða eru einhverja aðrar skýringar á þessum mun? Hér skulu nefndar tvær. a) Nú stundar stærra hlutfall þjóðar- innar vinnu utan heimilis en áður. Fleiri konur eru komnar út á vinnumarkaðinn og börn eru ekki eins stór hluti þjóðar- innar. Landsframleiðsla á ársverk hefur aðeins vaxið um 60% 1963-1987. b) Fólk raðast nú öðruvísi á störf en áður. Fleiri eru í vel launuðum störfum. Samkvæmt manntali árið 1960 unnu 28% launþega ólíkamleg störf en verka- fólk og iðnaðarmenn voru um 72%. Samkvæmt launamiðaskýrslum 1985 voru 47% ársverka launþega ólíkamleg störf, en verkamenn og iðnaðarmenn unnu 53% ársverkanna. Hlutfall ófag- lærðra minnkar, en hlutfall iðnaðar- manna er fremur stöðugt. Fólki með háskólamenntun fjölgar. Tvö atriði einkenna undanfarin 25 ár: -Stórar sveiflur eru í kaupmætti og ráð- ast þær að miklu leyti af breytingum á afla og viðskiptakjörum. -Samfelld kaupmáttaraukning er hæg. Kaupmáttarhorfur___________________ En hverju má spá um þróun kaup- máttar á næstunni? Þjóðahagsstofnun gerir ráð fyrir að aflaverðmæti minnki um 1/2% á þessu ári og reiknar frekar með versnandi viðskiptakjörum. Ríkis- valdið hefur reynt að jafna halla á fjár- lögum og slá þannig á þensluna. En gengisstefnan mun hér einnig hafa mikil áhrif. Verðbólga í útlöndum er lítil og þeir þættir sem hafa mest áhrif á verðlag hér eru því gengi og launakostnaður. Kaupmáttur vex að öllum líkindum ef gengi er haldið stöðugu á meðan kaup hækkar. Fastgengisstefnan á því mikinn þátt í aukningu kaupmáttar upp á síð- kastið. En ef stjórnvöld ákveða t.d. að halda raungengi óbreyttu mun það sennilega ekki hafa mikil áhrif á kaup- mátt hvort samið verður um miklar eða litlar kauphækkanir, því að verðbólgan mun éta þær upp. Hingað til hefur lengst af ríkt sú stefna að láta raungeng- ið hækka þegar viðskiptakjör eru góð og lækka þegar þau eru slæm, en halda því stöðugu þegar til lengdar lætur. Þessi stefna hefur gert vinnuveitendum kleift að velta hvaða launahækkun sem er út í verðlag. Kaupmáttur tímakaups verkafólks er lágur hér miðað við nágrannalöndin. Á 2. ársfj. 1987 var meðaltímakaup verkakarla hér aðeins 60-65% af með- altímakaupi verkakarla í Danmörku. í skýrslu Kjararannsóknarnefndar um laun og launakostnað í fiskiðnaði í Nor- egi, Danmörku, Englandi og á íslandi, sem út kom 1985, segir m.a. um viðhorf norskra stjórnenda til íslenzkrar fisk- vinnslu: “í viðtölum við stjórnendur fyrirtækjanna komu eftirfarandi við- horf fram gagnvart íslenskum fyrirtækj- um, en flestir höfðu þeir skoðað frysti- húsáíslandi. • Vinnuhraði er of lítill • Of margt fólk er í framleiðslunni.. “ Vinnuafl hefur haldizt svo ódýrt hér á landi að menn hafa ekki þurft að spara það eins og í samkeppnislöndum. Festa í gengismálum gæti e.t.v. skapað aðhald, sem færði kaupmátt tímakaups hér nær því sem gerist í nágrenni okkar. Mynd1 Kau pmáttur á höfuðborgarsví Greitt dagvinnukaup á mánuð sundir króna á verðlagi í febrúar eðinu 90 80 70 60 50 40 PU Verkakarlar 1988 Iðnaðarmenn / A / 7=^ \ \ / / / / \ / yv / /X / 20 196 Myr 3 64 6 íd 2 5 66 67 68 69 7 Kau Þúí 0 71 72 73 74 7 pmáttur á hö Heild iundirkrónaávc 5 76 77 78 79 8 fuðborgarsvc arlaun irðlagi í febrúar 0 81 82 83 84 85 86 8 eðinu 1988 7 100 /\ Verkakarlar / \ / / / / 7 / y\ ^ » / / \ £ \ / Z \_ \ _ / / / \ \ ' \ / / / \ ***** **•*. V* 1963 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 7 5 76 77 78 79 £ 0 81 82 83 84 6 5 86 M 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.