Vísbending


Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.03.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING MALTA:______________________________ Nýleg stjórn reynir að glæða erlendar fjárfestingar______________ Malta hefur haft orð á sér fyrir fremur óstöðugt stjórnarfar, jafnvel þótt sami flokkurinn, Sósíalistar, hafi farið með völd samfleytt frá 1971 þar til í maí í fyrra. Pessu hyggst nýi stjórnar- flokkurinn, Pjóðernissinnar, breyta. Höfuðinntak nýju stjórnarstefnunnar er að efla hag einkageirans í atvinnulíf- inu, draga úr viðskiptahömlum og laða erlent fjármagn til landsins til að hægt sé að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf landsmanna. Ríkið er mjög' fyrirferðarmikið á Möltu og hefur t.d. í sinni þjónustu 46% af vinnandi fólki í landinu, en alls búa þar 344.000 manns. Bankar og tryggingarfélög eru þar t.d. í ríkiseign, svo og allir fjölmiðlar og fjarskipta- þjónusta og einnig helsta iðngreinin, skipasmíðar. Hagstjórn hefur einkum miðast við að halda verðbólgu niðri með frystingu launa, og tekist bærilega því hún hefur verið um og innan við 1% að undanförnu. Á hinn bóginn er atvinnuleysi tiltölulega hátt, eða 7% og til viðbótar dulið atvinnuleysi vegna fjölda óarðbærra starfa hjá ríkinu. Þessu á sem sé að breyta smám saman, því ekki er búist við neinum stökkbreytingum á næstunni. Lang- tímamarkmið nýju stjórnarinnar er að gerast aðilar að Evrópubandalaginu, en til að byrja með hefur verið ráðist í her- ferð til að glæða erlendar fjárfestingar. Hafa stjórnvöld í þessu sambandi beint spjótum sínum að fjárfestendum í t.d. Bretlandi, V. Þýskalandi og Ítalíu og boðið þeim ýmsa fyrirgreiðslu, svo sem skattafslætti og hagstæð lán. Er þá mik- ið lagt upp úr að til staðar sé duglegur vinnukraftur, almenn enskukunnátta og að lega landsins sé hagstæð. NIGERIA:____________________________ Efnahagsráðstafanir frá 1986 smám saman að skila sér, en fjárlagahalli veldur áhyggjum____________________________ Árið 1986 voru gerðar víðtækar efna- hagsráðstafanir í Nígeríu, sem fólu m.a. í sér 66% gengisfellingu, afnám innflutningsleyfakerfis, umbætur í tollamálum og afnám verðlagshafta á búvörum. Þá voru einnig lögð drög að mikilli einkavæðingarherferð, þar sem selja átti að hluta eða að öllu leyti um 90 ríkisstofnanir, og hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin. ERLEND FRÉHBROT Á hinn bóginn var viðbúið að ráðstaf- anirnar þrengdu að ýmsum og þrýsting- ur hefur því verið á stjórnvöld að létta undir með þessum aðilum. Þetta hafa svo stjórnvöld gert að einhverju leyti með því að afgreiða fjárlög fyrir 1988, sem hafa halla upp á 7% af landsfram- leiðslu. Nú óttast margir að verðbólga verði 25-30% á árinu eftir að hafa verið 14% 1987. Þetta er síðan líklegt að leiði til gengissigs nígeríska gjaldmiðilsins (naira). Framvindan hlýtur samt að ráðast tal- svert af ytri aðstæðum og þá einkum af þróun olíuverðs. Olíuútflutningur er 75% alls útflutnings frá Nígeríu og verðhækkanir á olíu gætu breytt stöð- unni verulega. Á hinn bóginn gera fjár- lögin ráð fyrir 16 dollara meðalverði á þessu ári og til samanburðar má nefna að olíuverð er um þessar mundir rúm- lega 14 dollarar. JAPAN:___________________________ Umsvif Japanskra fyrirtækja erlendis hafa stóraukist á undanförnumárum__________________ Hátt gengi yensins að undanförnu hefur án efa ýtt undir fjárfestingar japanskra fyrirtækja erlendis. En það er fleira sem kemur til. Innflutningstakmarkanir EB og fyrirhugaður sameiginlegur markað- ur hefur leitt til þess að Japanir sækjast eftir fótfestu þar, og samkomulag Jap- ans og Bandaríkjanna árið 1981 um tak- markanir á bílainnflutningi hefur hvatt til þess að Japanir settu upp bílafyrir- tæki í Bandaríkjunum. Ýmsir bílaframleiðendur hafa sett upp verksmiðjur í Bandaríkjunum í samvinnu við bandaríska bílafram- leiðendur. Toyota hefur samið við Gen- eral Motors; Nissan og Mazda hafa gert samkomulag við Ford um sölustarfsemi og það sama hefur Mitsubishi gert við Chrysler. Svo eru aðrir eins og Honda, sem hafa horfið frá slíku samstarfi og sett upp eigin verksmiðjur. Er nú svo komið, að Honda er stærsta japanska iðnfyrirtækið í Bandaríkjunum. Fyrsta verksmiðjan þeirra hóf starfsemi í Ohio árið 1982 og nú er verið að reisa aðra, einnig í Ohio. Mun framleiðni japan- skra bílafyrirtækja ekki vera síðri en hún er í Japan og mikill hagnaður hjá Honda hefur leitt til þess að önnur jap- önsk bílafyrirtæki eru að koma á fót eig- in verksmiðjum í Bandaríkjunum. Og framleiðslan er ekki aðeins seld í Bandaríkjunum, því talsvert er flutt út og það jafnvel til Japans. Japanskir bílaframleiðendur hafa einnig komið sér fyrir í Evrópu, sem er í rauninn eina færa leiðin til að selja þangað bíla. Evrópubandalagið hefur sett á kvóta fyrir innflutta bíla og þar að auki hafa ýmis lönd innan þess komið á fót viðbótarhindrunum. Þannig útiloka Ítalía og Spánn næstum alla japanska bíla og samkomulag ríkir á milli Breta og Japana um að takmarka innflutning við 11% af markaðinum, og við Frakka um 3%. Japönsk fjármálafyrirtæki (bankar, verðbréfamiðlarar og tryggingarfélög) hafa jafnvel verið enn stórtækari en iðn- fyrirtækin á erlendum vettvangi. Fyrir því liggja ýmsar ástæður auk gengis- þróunarinnar. í fyrsta lagi eru fjármála- fyrirtæki að fylgja japönskum við- skiptavinum sínum eftir; í öðru lagi er gnótt peninga í Japan vegna þess hve sparnaðarhlutfall er þar hátt og vegna afgangs á viðskiptum við útlönd, og þetta ásamt afnámi hafta á gjaldeyr- isviðskipti og frjálsari fjármálastarfsemi hefur ýtt undir þátttöku Japana á heimsmarkaði fjármálaviðskipta. í þriðja lagi er mikill áhugi á því að kynn- ast þeim tegundum fjármálaviðskipta, sem ennþá eru ekki leyfð í Japan. Er nú svo komið að Japanir eiga 7 af 10 stærstu bönkum í heimi, en árið 1980 áttu þeir aðeins 2. Sem dæmi um hve þróunin hefur ver- ið ör má nefna að fjöldi stofnunar nýrra fjármálafyrirtækja erlendis var á bilinu 50 til 80 á árunum 1981 til 1984, fór upp í 164 árið 1985 og í 274 árið 1986. Fjárfest var fyrir samtals 18 milljarða dollara árið 1986 og um þriðjungur fór þá til Norður Ameríku, annar þriðjungur til Evrópu og fjórðungur til Suður Amer- íku. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.