Vísbending


Vísbending - 23.03.1988, Síða 1

Vísbending - 23.03.1988, Síða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTl OG EFNAHAGSMÁL 12.6 23. MARS1988 HORFURA LITLUM BREYTING- UM RAUN- STÆRÐA 1988 / nýútkomnu “Ágripi úr þjóðarbú- skapnum", sem Pjóðhagsstofnun gefur út, eru teknar saman nýjustu upplýsing- ar um afkomu þjóðarbúsins á s.l. ári og jafnframt spáð fyrir um afkomu þessa árs. Er hún m.a. metin á grundvelli nýgerðra kjarasamninga Verkamanna- sambandsins og V.S.Í. og efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. Reynslan sýnir að slíkum spám er oft hœpið að treysta, ekki síður vegna oft óvœntra aðgerða ríkisstjórna heldur en vegna ófyrirsjáan- legra breytinga á ytri aðstœðum. Enda er spáin settfram með ýmsum fyrirvörum. Hér á eftir verður m.a. drepið á það helsta úr Ágripinu. Mikil útgjöld einkenna 1987 Hagvöxtur árið 1987 (6.5%) var mjög svipaður og árið 1986, og afar mikill hvort sem borinn er saman við mörg undanfarin ár eða önnur lönd. Þegar hins vegar einstakir liðir landsfram- leiðslunnar eru skoðaðir kemur í ljós umtalsverður munur á milli ára. Einka- neysla, fjárfesting og innflutningur taka t.d. mikinn kipp upp á við. Einkaneysla jókst um 14% 1987 (6.5% ’86), fjárfest- ing jókst um 12.7% (dróst saman um 2.2% ’86) og innflutningur var 20.5% meiri en árið á undan. (Hér er vel að merkja um að ræða breytingar á föstu verðlagi). Þegar upp er staðið sést að afgangi á viðskiptum við útlönd árið 1986 hefur verið snúið upp í verulegan halla, sem nemur 3.5% af landsframleiðslu ársins eða 7.2 milljörðum. í samræmi við þetta er einnig upplýst, að aukning erlendra skulda til lengri tíma en eins árs hafi numið tæplega 7 milljörðum króna, en skv. lánsfjáráætlun áttu erlendar skuld- ir að aukast um 2 milljarða. Athygli vekur, að vaxtagreiðslur til útlanda voru 6.2 milljarðar króna árið 1987 og af ofansögðu er ljóst að þessi útgjalda- liður mun fara vaxandi að öðru óbreyttu. Aukning þjóðarútgjalda (13.4%) á sér samsvörun í hærri kaupmætti launa, sem hefur hækkað mjög mikið hvort sem miðað er við dagvinnulaun (16%) eða ráðstöfunartekjur (18.5%). Mikil umframeftirspurn var eftir starfsfólki og í október s.l. jafngilti fjöldi lausra starfa 3-4% af mannafla og hafði þre- faldast frá árinu á undan. Horíur á litlum breylingum 1988 í spá Þjóðhagsstofnunar er í rauninni ekki gert ráð fyrir neinum breytingum að telja á helstu hagstærðum. Lands- framleiðsla á að dragast örlítið saman, eða um 0.8%, neysla og fjárfesting og þar með þjóðarútgjöld eiga að standa því sem næst í stað, útflutningur verður óbreyttur og innflutningur á að aukast um 2.8%. Þetta þýðir að heldur hallar meira á viðskiptajöfnuðinn en í fyrra, því reiknað er með að hann verði 4.5% af landsframleiðslu samanborið við 3.5% 1987. Það eina sem breytist verulega á árinu skv. spánni eru launin og verðlag- ið, þ.e. peningalaunin. Verði samið á sömu nótum og kjarasamningar Verka- mannasambandsins og V.S.Í. reiknar Þjóðhagsstofnun með því að atvinnu- tekjur á mann aukist að jafnaði um 23% á milli áranna 1987 og 1988 og að verð- bólga verði 25% á sama tímabili. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar má búast við að mestu óbreyttum ytri skilyrðum, sem hlýtur að fela í sér, að kaupmáttur getur ekki aukist að öðru óbreyttu. Enda ekki gert ráð fyrir öðru hjá stofnuninni. Á hinn bóginn hlýtur það að vera umhugsunar- efni hvers vegna ekki virðist mögulegt að horfast í augu við þá staðreynd án þess að verðbólga fylgi. Það kæmi ekki á óvart þótt bein tengsl væru á milli þessa og þeirrar niðurstöðu að kaup- máttur hefur vaxið afar hægt á síðustu 25 árum, svo sem fram kom í grein Sigurðar Jóhannessonar í síðustu Vís- bendingu. Helstu hagstærðir -breyting frá fyrra ári- 1987 1988 % % Þjóðarútgjöld 13,4 0,2 Þjóðartekjur 8,3 -1,3 Útflutningur 4,1 0,0 Innflutningur 22,6 2,8 Atvinnutekjur á mann (meðalhækkun á milii ára) Verðbólga 39,5 23,0 (meðalhækkun á milli ára) 18,5 25,0 í greininni kemur fram að kaupmátt- ur greidds mánaðarkaups verkamanna og iðnaðarmanna hefur aukist um að- eins 1% á ári að meðaltali undanfarinn aldarfjórðung. Jafnframt segir, að sveifiur í kaupmætti virðast fylgja nokk- uð vel sveiflum í sjávarafla og viðskipta- kjörum og þau ár sem sýna frávik að þessu leyti sýna einnig að þá var við- skiptahalli einnig mikill. Af þessum upplýsingum má augljós- lega ráða að hagræðing hefur ekki verið sem skyldi á undanförnum árum. Færi betur á því að efnahagsmálaumræðan snerist meira um það hvernig auka megi kaupmáttinn með meiri hagræðingu. Tilgangur efnahagsstarfsseminnar hlýt- ur jú að vera sá að auka kaupmátt frem- ur en að hækka peningalaun. Efni: • Horfur á litlum breytingum raunstærða 1988 • Vísitölubinding launa • Var gengisfelling nauðsynleg? • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.