Vísbending


Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.03.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING yiKURTT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 13.6 30. MARS 1988 TILHÖGUN GENGIS- SKRÁNINGAR: HVERT Á AÐ STEFNA? Á þessum vetri hafa komið fram hug- myndir á Alþingi um tvenns konar fyrir- komulag á gengisskráningu. Önnur í formi þingsályktunartillögu um að ríkis- stjórnin kannaði hvort og með hvaða hætti kœmi til greina að tengja íslenskt myntkerfi við annað stœrra myntkerfi. Hin hugmyndin var íformifrumvarps til laga um uppboðsmarkað á erlendum gjaldeyri. Báðar hugmyndirnar lýsa óáncegju með núgildandi tilhögun, þótt horft séfrá mismunandi sjónarhorni. Núgildanditilhögun Það hefur verið stefna núverandi ríkisstjórnar og raunar þeirrar sem sat við völd 1983-1987, að halda genginu stöðugu. Menn höfðu þá haft misjafna reynslu af fljótandi gengi undanfarinna ára, en sjaldan hafði verðbólga verið meiri en einmitt þetta tímabil. Var þessi stefnubreyting og í anda breytinga á alþjóðlegum viðhorfum, sem kom t.d. fram í stofnun Evrópumyntkerfisins. En stöðugt gagnvart hverju? Þetta hefur verið talsvert á reiki, en ýmist hef- ur verið miðað við svonefnda viðskipt- avog eða myntvog. Viðskiptavog samanstendur af gjaldmiðlum 17 við- skiptaþjóða okkar og fer vægi hvers þeirra eftir vöruviðskiptum landanna. Sömu gjaldmiðlar eru í myntvog, en vægi þeirra ræðst af hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og - sölu bankanna. í báðum tilvikum er byggt á meðaltali þriggja undanfarinna ára og breytist vægi einstakra mynta þannig smám saman í samræmi við breytingar á utan- ríkisviðskiptum. Munurinn á viðskiptavog og myntvog felst í mismunandi vægi dollars. Dollar- inn vegur 26.8% ef miðað er við vöru- viðskipti landanna á árunum 1984-86 (viðskiptavog), en 52.5% ef miðað er við gjaldeyrisviðskipti (myntvog). Skýringarnar á þessum mun eru þær, að dollarinn er notaður sem greiðslumynt í vöruviðskiptum við ýmis önnur lönd en Bandaríkin og þar að auki er hann mik- ið notaður í þjónustuviðskiptum. Á undanförnum árum hefur Seðlabank- inn ýmist notað myntvog eða viðskipta- vog til viðmiðunar, væntanlega í þeim tilgangi að milda áhrifin á afkomu fisk- vinnslu af sveiflum í gengi dollars gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Um þessar mundir er gengi krónunnar miðað við viðskiptavog. Hvernig hefur svo tekist til? Frá upp- hafi ákvörðunar um gengisfestu munu stjórnvöld hafa litið svo á, að í henni fælist aðhald með launa- og verð- ákvörðunum. Fyrirtæki hlytu m.ö.o. að takmarka launahækkanir við getu fyrir- tækjanna sem fastgengisstefnan mót- aði. Ljóst má vera, að þetta markmið hef- ur ekki ennþá náðst. Verðbólgan er ennþá mörgum sinnum hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar og f átt bendir til rekstrarhagræðingar eða aukinnar framleiðni. Er þá ekki að furða að menn leiti annarra leiða til að treysta krón- una, einkum þar sem gengið hefur nú látið undan. "Tillaga um íslenskan Rétt fyrir síðustu áramót fluttu fjórir þingmenn tillögu til þingsályktunar um íslenskan gjaldmiðil sem hljóðar svo: "Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina að skipa nefnd til þess að kanna hvort, og þá með hvaða hætti helst, kæmi til greina að tengja íslenskt mynt- kerfi við annað stærra myntkerfi þannig að íslenskur gjaldmiðill njóti alþjóð- legrar viðurkenningar og varanlegum stöðugleika verði náð í gengismálum hér á landi. Nefndin ljúki störfum svo fljóttsemunnter." í greinargerð segir síðan: "Fast- gengisstefnan hefur reynst haldgóð í þeim tilgangi að ná auknum stöðugleika í efnahagslífinu. En nú virðist mikil spákaupmennska ýta undir þenslu og verðbólgu. Skulu hér nefnd nokkur dæmi: 1. Tiltrú almennings á fastgengis- stefnuna er ekki nægileg. 2. Erlendir aðilar treysta ekki mynt okkar. 3. Verð vöru og þjónustu fer sífellt hækkandi 4. Framkvæmdaaðilar hraða verkum sín- um áður en allt hækkar. 5. Verkalýð- sforustan krefst ríflegra kauphækkana. 6. Of háir vextir endurspegla m.a. liði 1-5. Ennfremur segir: "Aldrei áður hefur verið jafnmikilvægt að ná til langframa stöðugleika í efnahagsmálum hér á landi því að samkeppni fer sífellt harðn- andi á innlendum og erlendum mörkuð- um þar sem flutningar, upplýsingar og samskipti milli einstakra markaðssvæða og landa verða sífellt auðveldari vegna örra framfara á öllum sviðum...... Flutningsmenn telja að sjálfstæði þjóð- arinnar stafi ekki eins mikil hætta af neinu í framtíðinni eins og þeirri sjálf- heldu sem peningamál á fslandi munu komast í verði ekkert að gert." Uppboðsmarkaður á gjaldeyri? Óhætt er að segja að "fastgengis- stefnan" hefur mætt mestri andstöðu fiskútflytjenda og fulltrúa af lands- byggðinni, sem ætla að þeir fengju meira í sinn hlut verði gengið látið fljóta. Og nýlega kom fram frumvarp til laga um uppboðsmarkað á erlendum gjaldeyri. I greinargerð segir m.a., að með lögunum sé ætlunin að tryggja rétt- láta verðlagningu þess erlenda gjaldeyr- is sem skipta þarf í íslenskar krónur. Jafnframt segir að þetta sé nauðsynlegt til að draga úr viðskiptahalla og að þær hugmyndir, að hægt sé að stjórna Vísbending kemur ekki út miðvikudag- inn 6. apríl. Nœsta tölublað kemur út miðvikudaginn 13. apríl nk. Eftli: • jpögun gengisskráningar • Iðnríkin: Spár um vexti • Vinnumarkaður: Ófriður aðsigi?______________ • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.