Vísbending


Vísbending - 13.04.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.04.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 14.6 13.APRÍL1988 Staðgreiðslu- kerfi skatta og vinnu- markadurinn Dr RagnarÁrnason_______________ Öll rök hníga að því, að staðgreiðslu- kerfi skatta, sem gekk í giidi í upphafi þessa árs, muni hafa víðtækar afleiðingar fyrir efnahagsþróun og hag- stjórn á komandi árum. í grein, sem ég ritaði í Vísbendingu 3. febrúar sl. ræddi ég nokkrar mikilvægar hliðar staðgreiðslukerfisins, sem ég taldi að ekki hefðu hlotið verðskuldaða athygli. Þeirra á meðal voru eftirfarandi: 1. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta felur í sér tilfærslu skattbyrði frá núver- andi kynslóð skattþegna yfir á herðar komandi kynslóða. 2. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta felur í sér tilfærslu óvissu frá skatt- greiðendum til ríkis og sveitarfélaga. 3. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta gefur ríkisvaldinu kost á nýjum hag- stjórnartækjum og skapar þar með tækifæri til nákvæmari hagstjórnar. 4. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta hefur áhrif á afstöðu skattgreiðenda annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar til verðbólgu. 5. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta dregur að öllum líkindum úr framboði vinnuafls og kann þannig að hafa umtalsverð áhrif á þróun Iandsfram- leiðslunnar á komandi árum. I fyrrnefndri grein í Vísbendingu var fjallað um fyrstu fjögur þessara atriða. í þessari grein er ætlunin að huga að fimmta atriðinu, líklegum áhrif stað- greiðslukerfisins á framboð vinnuafls og þar með þróun á vinnumarkaði. Áhrif staögreiðslukerfisins á virði vinnulauna________________________ íhugum fyrst áhrif staðgreiðslu skatta á virði vinnulauna frá sjónarmiði launfólks. Gerum í þessu skyni ráð fyr- ir því, að breytingin úr kerfi eftirá- greiddra skatta yfir í staðgreiðslukerfi sé framkvæmd þannig, að sömu launa- tekjur beri sama skatt í báðum kerfun- um. Þetta er raunar eitt af þeim skilyrðum, sem staðgreiðslukerfið hér á landi átti að fullnægja. Við þessar aðstæður mætti í fljótu bragði ætla, að ráðstöfunarlaun hins dæmigerða launamanns breyttust ekki í kjölfar kerfisbreytingarinnar. Svo er þó ekki. Munurinn liggur í því, að í kerfi eftirágreiddra skatta fær launa- maðurinn eins árs gjaldfrest á sköttum að jafnaði. Hafi hann jákvæða ávöxt- unarkröfu, sem flestir hafa væntanlega, er raungildi jaðarskattsins í eftirá- greidda kerfinu lægra en í staðgreiðslu- kerfinu. Sé ávöxtunarkrafa viðkom- andi t.d. 10%, er raunverulegur jaðar- skattur í eftirágreidda kerfinu einungis um 91% af raunverulegum jaðarskatti í staðgreiðslukerfinu. Ráðstöfunarlaun- in í staðgreiðslukerfinu eru að sama skapi lægri. Samhengi ávöxtunarkröfu, raunvirðis jaðarskatts og ráðstöfunar- tekna í kerfi eftirágreiddra skatta mið- að við sömu stærðir í staðgreiðslukerfi er nánar lýst í töflu 1. Tafla 1 Staðgreiöslukerfi og kerfi eftir- ágreiddra skatta: Samanburður á jaðarskatti og ráöstöfunarlaunum Hlutföll á milli viðkomandi Ávöxtunar- stærða i efirágreiddu kerfi krafa________________og staðgreiðslukeríi % jaðarskattur' ráðstöfunarlaun" 0.0% 3.0% 5.0% 10.0% 15.0% 20.0% 1.000 0.971 0.952 0.909 0.870 0.833 1.000 1.015 1.026 1.049 1.071 1.089 * Raunverulegur jaðarskattur miðað við sama hlutfallslega jaðarskatt í báðum tilfellum. "" Ráðstöfunarlaun m.v. sömu raunlaun og 35% jaðarskatt í báðum tilfellum. Af töflu 1 má lesa, að sé miðað við launþega, sem býr við 35% jaðarskatt og hefur 5% ávöxtunarkröfu, felur upptaka staðgreiðslukerfisins í sér lið- lega 2.5% lækkun ráðstöfunarlauna. Sé ávöxtunarkrafan hins vegar 10%, er lækkun ráðstöfunarlaunanna tæp 5%. Við upptöku staðgreiðslukerfisins hef- ur virði endurgjaldsins fyrir hverja vinnustund því lækkað sem þessu nemur. Með þessu er þó ekki allt talið. Það sem úrslitum ræður um vinnuafls- framboðið er ekki raunvirði ráðstöf- unarlaunanna heldur álit launafólks á virði þeirra. Þetta tvennt, hið huglæga mat launafólks á virði ráðstöfunarlaun- anna og hlutlægt raungildi þeirra þarf alls ekki að fara saman eins og dæmin sanna. Ýmislegt bendir til þess, að hið huglæga mat á lækkun ráðstöfunar- launanna við upptöku staðgreiðslu- kerfis kunni jafnvel að ýkja raunlækk- unina. Fyrir daga staðgreiðslunnar fékk launamaður launin að frádregnum afborgunum af sköttum liðins árs og greiðslum upp í væntanlega skatta til ráðstöfnunar. Mikilvægt er að átta sig á því, að í hinu fyrrnefnda, afborgun af sköttu liðins árs, felst ekki lækkun ráð- stöfunarlauna. Þar er um að ræða greiðslur upp í þegar orðna skuld. Upphæð skuldarinnar er óháð vinnu- framlagi líðandi stundar og hana verð- ur að greiða, hvort sem mikið eða lítið er unnið. Frá þessu sjónarhorni virðast því ráðstöfunarlaunin í kerfi eftirá- greiddra skatta miklu hærri en í stað- greiðslukerfinu. Þetta sjónarmið tekur ekki tillit til hinna væntanlegu skatta- álagna á launatekjur líðandi stundar og er að því leyti óraunsætt. Á hinn bóg- inn er ekki ólíklegt, að ýmsir launa- menn skoði dæmið þessum augum og hagi vinnuaflsframboði sínu í samræmi við það. Ahrifstaðgreiðslukerfisinsá framboð vinnuafls Fyrir framvinduna á vinnumarkaðn- Efni: • Staðgreiðslukerfi skatta og vinnumarkaðurinn Gengisfellingin var ill nauðsyn • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.