Vísbending


Vísbending - 13.04.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.04.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING um er það auðvitað framboð vinnuafls en ekki virði ráðstöfunarlauna, sem meginmáli skiptir. Athyglin hlýtur því að beinast að því samhengi ráðstöfun- arlauna og vinnuaflsframboðs, sem gildir hér á landi. Erlendir vinnumarkaðshagfræðingar hafa lagt kapp á að mæla samband- ið á milli raungildis vinnulauna og vinnuaflsframboðs og beitt til þess töl- fræðilegum aðferðum. í löndum, sem svipar til íslands, hvað félagsgerð og efnahagsþróun snertir, eru niðurstöður þeirra mælinga eindregið þær, að sam- bandið sé jákvætt. Það merkir, að því hærra sem raungildi vinnulauna sé, þeim mun meira sé vinnuaflsframboð- ið. Samkvæmt þessum mælingum, reynist sambandið þó yfirleitt talsvert minna en hlutfallslegt, þ.e. vaxi raun- laun um 10% þá eykst vinnuaflsfram- boðið yfirleitt um talsvert minna en 10%. Á tæknimáli þýðir þetta, að svokölluð framboðsteygni vinnuafls sé jákvæð en minni en 1. Ekki liggja fyrir nothæfar mælingar á framboðsteygni vinnuafls hér á landi. Með hliðsjón af niðurstöðum slíkra mælinga erlendis virðist þó óhætt að gera ráð fyrir, að þessi teygni sé á bil- inu 0-1. Lækkun í framboði vinnuafls miðað við mismunandi lækkun ráðstöfunar- launa frá sjónarmiði launafólks og mis- munandi framboðsteygni vinnuafls er lýst í töflu 2. Með vísan til þess, sem áður hefur verið rakið, má gera því skóna, að upp- taka staðgreiðslukerfisins geti lækkað ráðstöfunarlaun frá sjónarhóli launa- fólks um 2-5%. Á hinn bóginn gæti framboðsteygni vinnuafls hér á landi verið í námunda við 0.5. Séu þessar ágiskanir nærri lagi, sýnir tafla 2, að minnkun vinnuaflsframboðs í kjölfar staðgreiðslunnar gæti hæglega orðið á bilinu 1-3%. Sé framboðsteygnin hærri og/eða lækkunin ráðstöfunarlauna frá sjónarmiði launafólks meiri en hér hef- ur verið nefnt, yrðu áhrifin á vinnuafls- framboðið að sama skapi meiri. Vinnuaflsnotkun og vinnulaun Eins og rakið hefur verið, eru allar líkur á því, að upptaka staðgreiðslu- kerfis skatta muni draga umtalsvert úr framboði vinnuafls. Á hinn bóginn er ekki við því að búast, að notkun vinnu- afls minnki að sama skapi. Samdráttur í framboði vinnuafls kemur af stað ferli aðlögunar á vinnumarkaði, sem að öll- um líkindum mun fela í sér hvort tveggja, minni heildarnotkun vinnuafls og hærri vinnulaun. Hver niðurstaðan verður nákvæmlega ræðst fyrst og fremst af lögun eftirspurnar- og fram- boðsfalla vinnuafls. Ef eftirspurnarfall vinnuafls er mjög teygið (sjá mynd la) mun vinnauaflsnotkunin fyrst og fremst aðlagast en launabreytingar verða litlar sem engar. Ef eftirspurn- arfall vinnuafls er mjög óteygið (sjá mynd lb) munu launin fyrst og fremst aðlagast, en vinnuaflsnotkunin breyt- ast lítið. Hugsanlegum niðurstöðum á vinnu- markaðnum er nánar lýst í töflum 3 og 4. Miðað er við, að staðgreiðslukerfið þýði 5% lækkun í virði ráðstöfunar- launa frá sjónarhóli launafólks. Sé t.a.m. gert ráð fyrir því, að eftir- spurnarteygni vinnuafls sé -0.5 og framboðsteygnin 0.4 sýna töflur 4 og 5, að vinnumarkaðurinn mun finna nýtt jafnvægi við 1.1% minni notkun vinnu- afls og 2.2% hærri vinnulaun en fyrir upptöku staðgreiðslukerfisins. Þannig sjáum við, að við þessar aðstæður taka launagreiðendur á sig hluta af þeirri lækkun ráðstöfunarlauna, sem launa- fólk telur sig verða fyrir vegna stað- greiðslukerfisins. Hluti af hinni auknu skattbyrði kemur hins vegar fram í minni vinnuaflsnotkun og því e.t.v. lægri landsframleiðslu á komandi árum. Nokkur tími mun á hinn bóginn líða þar til hinu nýja jafnvægi er náð. Stafar það bæði af tregbreytanlegum samn- ingum á vinnumarkaði og því, að það mun eflaust taka launafólk nokkur ár að aðlaga vinnuaflsframboð sitt fylli- lega að hinum nýju aðstæðum stað- greiðslukerfisins. Á meðan á aðlögun- arskeiðinu stendur, mun vinnumarkað- urinn einkennast af samdrætti í fram- boði vinnuafls, sem auðveldar samtök- um launafólks að knýja á um launa- hækkanir. Á aðlögunarskeiðinu verð- ur því aðstaða atvinnurekenda á vinnu- markaðnum heldur veikari og launa- fólks heldur sterkari en ella hefði orðið. Tafla 2 Hlutfallsleg læ Hlutfallsl. breyting ráðst.launa kkun vinnuaflsframboðs í kjölfar staðgre iðslu Framboðsteygni vinnuafls 0.20 0.40 0.60 0.80 1.00 0.0% 0.0% 0.0% 0.0% 0.0% 0.0% -1.0% -0.2% -0.4% -0.6% -0.8% -1.0% -2.0% -0.4% -0.8% -1.2% -1.6% -2.0% -3.0% -0.6% -1.2% -1.8% -2.4% -3.0% -4.0% -0.8% -1.6% -2.4% -3.2% -4.0% -5.0% -1.0% -2.0% -3.0% -4.0% -5.0% -10.0% -2.0% -4.0% -6.0% -8.0% -10.0% Tafla 3 Ahrif staðgreiðslukerfisins á notkun vinnuafls (Miðað við að staðgr.kerfið lækki ráðst. laun um 5%) Eftirspurnarteygni Framboðsteygni vinnuafls vinnuafls 0.00 0.20 0.40 0.60 0.00 0.0% 0.0% 0.0% 0.0% -0.50 0.0% -0.7% 1.1% -1.4% -1.00 0.0% -0.8% 1.4% -1.9% -1.50 0.0% -0.9% 1.6% -2.1% Tafla 4 Ahrif staögreiðslukerfisins á vinnulaun (Miðað við að staðgr.kerfið lækki ráðst.laun um 5%) Eftirspurnarteygni Framboðsteygni vinnuafls vinnuafls 0.00 0.20 0.40 0.60 0.00 * 5.0% 5.0% 5.0% -0.50 0.0% 1.4% 2.2% 2.7% -1.00 0.0% 0.8% 1.4% 1.9% -1.50 0.0% 0.6% 1.1% 1.4% * Ekki reiknanlegt. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.