Vísbending


Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.04.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 15.6 20. APRIL1988 STARFSEMI NORKÆNA FJÁR- FESTINGAR- BANKANS Dr Guðmundur Magnússon_________ Norræni fjárfestingarbankinn hóf starf- semi sína fyrir 12 árum. Honum var ætlað að stunda lánveitingar til sam- norrænna verkefna með venjuleg arð- semissjónarmið viðskiptabanka að leiðarljósi. Hugmyndin átti almennu fylgi að fagna meðal stjórnmálamanna, bankamanna og alls almennings, en þó heyrðust nokkrar efasemdarraddir. Einkum var það í Danmörku og Nor- egi, þar sem sumir létu í ljós þá skoðun að bankinn væri óþarfur vegna þess að viðskiptabankar viðkomandi landa gætu gegnt því hlutverki sem bankan- um væri ætlað. Reynslan hefur sýnt að bankinn hef- ur stuðlað að ýmsum mikilvægum fjár- festingum. Þetta er ekki síst vegna þess að hann hefur getað tekið lán á alþjóðamarkaði með góðum kjörum í skjóli traustrar eiginfjárstöðu. Hún er reist á innborguðu hlutafé aðildarríkj- anna og ábyrgð þeirra á grunnfé bank- ans öllu. Stofnfé(grunnfé) bankans var 400 milljónir SDR(sérstök dráttarrétt- indi) en það hefur verið aukið í tvígang í alls 1600 milljónir SDR. Samkvæmt stofnskrá er heimilt að lána út allt að 2,5 sinnum grunnféð eða 4000 milljónir SDR, en útlán nema nú tæpum 1700 millj. SDR, sbr. 1. mynd. Skráð gengi SDR var í árslok 1987 liðlega 50 ísl. kr. Útlánin samsvara því rösklega 85 millj- örðum íslenskra króna. Til samanburð- ar var stöðutala heildarútlána íslenska bankakerfisins í árslok 1987 tæpir 70 milljarðar króna. Mynd2 Skipting norrænna lána eftir löndum Millj. SDR (svæðislán meðtalin) HöidMána 600, 31.12.1987 ,151 500 400 300 200 100 125 100 75 o\o o\o ,ta ^\o ^o *• / & J' Það er athyglisvert að bankinn valdi sérstök dráttarréttindi sem reiknings- Mynd 1 Norræn lán Útlánarammi og útistandandi lán j____j Útlánarammi ¦ ¦ — — — — Útistandandi fé Millj. SDR 4000 3000 2000 1000 1977 76 79 80 81 82 83 84 85 86 87 einingu. Þetta hefur reynst vel í þeim sviptingum sem orðið hafa á alþjóðleg- um gjaldeyrismarkaði. Jafnframt hefur bankinn leitast við að taka sem minnsta gengisáhættu með því að hafa samsetn- ingu veittra og tekinna lána sem lík- asta. Oft er þessu markmiði náð með því að skipta á lánskröfum í mismun- andi myntum. Þetta þýðir auðvitað jafnframt að bankinn afsalar sér þeim möguleika að hafa mikinn gengishagn- að. Hvert er lánað og í hvaö?___________ Á 2. og 3.mynd kemur fram dreifing Mynd 3 Skipting útlána eftir atvinnugreinum 31.12.1987 Millj. SDR 401 30 10 m jöldi lána 60 40 lána milli Norðurlandanna svo og lán- veitingar eftir atvinnugreinum. Sem sjá má hafa íslendingar fengið 3,8% út- lána, sem er verulega meira en hlut- fallslegt fjárframlag þeirra til bankans. Einnig vekur athygli að Danir hafa fengið tiltölulega ríflegt hlutfall af lánum, þótt þeir hafi efast um tilveru- rétt hans á sínum tíma. Þá hafa Finnar fengið tiltölulega flest lán. Þetta þýðir að hvert lán til þeirra er að meðaltali lægra en til annarra. Þetta bendir svo Effli:___________________ t Norræni fjárfestingarbankinn • Vísitölubinding • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.