Vísbending


Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.04.1988, Blaðsíða 3
GETA LAUNÞEGAR REITT SIG Á RÍKIS- VALDIÐ? Stefna ríkisstjórnarinnar í opinberum fjármálum er að því leyti frábrugðin öðrum þáttum efnahagsstefnunnar, að hún er kunngerð fyrir fram í fjárlögum og lánsfjárlögum. Þanniggegna fjárlög- in tveim mikilvægum hlutverkum í senn: (a) Þau lýsa fyrirætlunum ríkisins í fjármálum fram í tímann og væntan- legum áhrifum þeirra á efnahagslífið, og (b) þau eru jafnframt orðsending til almennings um það, hvers má vænta af ríkisstjórninni í fjármálum. Síðara hlutverkið er stundum ekki síður mikilvægt en hið fyrra. Sé ríkis- stjórnin áfram um að stöðva verðbólg- una og eyða viðskiptahallanum með auknu aðhaldi í opinberum fjármálum meðal annars, er mjög mikilvægt, að aðhaldsáformin séu kynnt með fyrir- vara, svo að almenningur fái svigrúm til að átta sig á stefnubreytingunni í tæka tíð og taka tillit til hennar við kjara- samninga. Trúverðug fjármálastjórn________________ Það er þó ekki nóg, að áform ríkis- valdsins séu kynnt fyrir fram, heldur verða þau líka að vera trúverðug. Ann- ars er hætt við því, að ekkert mark sé á þeim tekið. Til að launþegar séu fúsir til að stilla kaupkröfum í hóf, þurfa þeir að vera sannfærðir um það, að verðbólgu sé haldið í skefjum að öðru jöfnu. Af- staða almennings til þess, hvort áform ríkisstjórnarinnar í fjármálum eru trú- VÍSBENDING verðug eða ekki, ræðst ekki aðeins af málflutningi og frammistöðu ríkis- stjórnarinnar hverju sinni, heldur einn- ig af því, hversu vel ríkisstjórninni hef- ur tekizt að standa við sams konar fyrir- heitáður. Að þessu leyti brást fyrrverandi ríkis- stjórn að mínum dómi. Hún boðaði aðhald í fjármálum ríkisins, en kynti svo undir verðbólgu og óhóflegum inn- flutningi með undanhaldi og hallarek- stri, þegar á reyndi. Þetta gróf undan trausti almennings. Hallareksturinn virtist að vísu hvorki mikill né alvarleg- ur, þegar A-hluti ríkisfjármálanna var einn hafður til marks, en þegar B-hlut- inn og C-hlutinn voru teknir með í reikninginn, kom verulegur ríkishalli ljós. Mikið ríður á, að núverandi ríkis- stjórn reynist betur í ríkisfjármálum en fyrirrennari hennar, ekki aðeins með því að beita ströngu aðhaldi, heldureinn- ig með því að taka öll umsvif ríkisins með í reikninginn við fjárlagagerð og í reikningsskilum ríkisbúskaparins. Fyrstu skrefin í þessa átt hafa þegar ver- ið stigin. Það er framför. ísland er ekki eitt á báti í þessum efnum. Síðustu ár hefur athygli hag- fræðinga og stjórnmálamanna í mörg- um verðbólgulöndum, til dæmis Argen- tínu, Brasilíu, ísrael og ýmsum þróun- arlöndum, beinzt í vaxandi mæli að sambandinu milli hallabúskapar ríkis- ins og verðbólgu. Það hefur orðið æ Ijósara í mörgum þessara landa, að ríkishallinn er ein helzta uppspretta peningaprentunar og verðbólgu og að aðhald og endurbætur í ríkisfjármálum eru forsenda þess, að hægt sé að vinna bug á verðbólgu. Þessi niðurstaða hefur þó vafizt fyrir ýmsum í þessum löndum ekki síður en hér einmitt vegna þess, að opinberar tölur um ríkisbúskapinn og túlkun stjórnvalda á þeim hneigjast til að dylja hallareksturinn og þensluáhrif hans. Fastgengisstefnan_____________________ Um stefnu ríkisstjórnarinnar í pen- inga-, vaxta- og gengismálum gegndi til skamms tíma öðru máli en ríkisfjármál- in að því leyti, að það tíðkaðist ekki að kunngera almenningi peningastefnuna fyrir fram. Þetta hefur breytzt. Síðan í ársbyrjun 1985 hefur ríkisstjórnin hvað eftir annað auglýst þá ætlan sína að halda meðalgengi krónunnar föstu og gerir það enn, jafnvel þótt hún hafi talið sig knúna til að fella gengið um 6% fyrir skömmu. Þýzkaland er athyglisverð fyrirmynd að þessari aðferð. f því landi hafa stjórnvöld haft þann sið að auglýsa pen- ingastefnuna fyrir fram með svipuðum hætti og fjármálastefnuna í því skyni, að almenningur eigi auðvelt með að fylgjast með efnahagsstefnu ríkisstjórn- arinnar og semja sig að henni með góð- um fyrirvara. Þannig hefur þýski seðla- bankinn lýst því yfir með reglulegu millibili, að útlánum bankakerfisins og vexti peningamagns verði haldið innan ákveðinna marka í samræmi við verð- bólgumarkmið ríkisstjórnarinnar og að frá þessum mörkum verði ekki hvikað. Þýzku launþegasamtökin virðast hafa tekið mark á þessum yfirlýsingum og stillt kaupkröfum í hóf eftir því, enda hefur ríkisstjórnin staðið við orð sín. Hér heima hefur fastgengisstefnan tvímælalaust átt drjúgan þátt í því að halda aftur af verðbólgu s.l. 2 til 3 ár. Hitt er líka ljóst, að raungengi íslenzku krónunnar hefur hækkað mikið þennan tíma, þar eð verðbólga hér hefur verið margfalt meiri en í öllum helztu við- skiptalöndum okkar, auk þess sem gengi Bandaríkjadollars hefur lækkað verulega. Þessi hækkun raungengis krónunnar olli þó ekki mjög miklum erfiðleikum fyrr en á þessu ári vegna þess, að mikill afli kom úr sjó, fiskverð var hátt á erlendum markaði, og olíuverð lækkaði verulega 1986. Að því hlaut þó að koma, að áfram- haldandi hækkun raungengis krónunn- ar vegna innlendrar verðbólgu ylli alvarlegum vandræðum í ýmsum grein- um útflutningsiðnaðar. Ríkisstjórnin hefur brugðizt við þessum vanda til bráðabirgða með því að fella gengið um 6%. Ef kauplag hækkar snögglega í kjölfarið og ríkisstjórnin fellir gengið aftur, er hætta á því, að verðbólgan fari á fleygiferð, þvert ofan í ásetning ríkis- stjórnarinnar. Niöurlag_______________________________ Það er þess vegna mjög brýnt að mín- um dómi, að ríkisstjórnin hverfi ekki frá fastgengisstefnunni nú, jafnvel þótt trú almennings á áframhaldandi gengis- festu hljóti að hafa veikzt við gengisfell- inguna um daginn. Fastgengisstefnan væri að vísu miklu auðveldari í fram- kvæmd nú og á næstunni, hefði þess ver- ið gætt í góðærinu að (a) beita öflugu aðhaldi í ríkisfjármálum og peninga- málum og (b) byggja upp volduga vara- sjóði í sjávarútvegi, til dæmis með efl- ingu Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins eða með stofnun afkomu- jöfnunarsjóða. Hvort tveggja var vanrækt. En það er samt aldeilis ótíma- bært að gefast upp. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.