Vísbending


Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 17.6 4. MAÍ1988 FASTGENGl OG VERÐ- BÓLGA SigurðiirJóhannesson Tíðar gengisfellingar hafa oftast ein- kennt verðbólgulönd og stundum hefur gengið verið fellt í sífellu. Þegar verð- bólga fer út yfir öll mörk, til dæmis með vikulegum eða daglegum verðhækkun- um er gengi erlendra gjaldmiðla í raun eini trausti verðmælikvarði fólks, því að verðvísitölur eru reiknaðar eftir á og koma of seint og of sjaldan ( Sbr. grein Þorvalds Gylfasonar um vísitölubind- ingu í 15. tölublaði). Þá byrja menn að miða verð- og launaákvarðanir við gengi. Sagt er að í óðaverðbólgunni í Austurríki 1922 hafi kaupsýslumenn látið það verða sitt fyrsta verk á morgn- ana að kanna gengi austurrísku krón- unnar áður en þeir ákváðu verð á vörum sínum og þjónustu fyrir daginn. Gengið féll oft á dag í Þýzkalandi árið 1923 og laun og verðlag hækkaði jafnóðum í samræmi við það. Flestar tilraunir til að stöðva slíka óðaverðbólgu hafa haft að grunni yfirlýsingar um stöðugt gengi eða að minnsta kosti minnkandi fall gengis. Samband gengis ogverðlags Þótt samband gengis og verðlags sé ekki eins beint og það var í Þýzkalandi og Austurríki hlýtur minnkandi geng- isfall að draga úr verðhækkunum. Gengið stýrir innflutningsverðlagi að miklu leyti og hefur mikil áhrif á verð á þeim vörum sem eiga í erlendri sam- keppni. Verð á innlendri þjónustu fer að miklu leyti eftir innlendum aðstæð- um, til dæmis hvort halli er á fjárlögum, en það getur þó ekki þróazt óháð gengi og erlendu verðlagi í langan tíma. Ef almennt er talið að verðbólga eigi eftir að lækka (eða hverfa) er líklegt að launþegar hagi launakröfum sínum í samræmi við það og þeir sem ákveða verð á innlendri vöru og þjónustu muni endurskoða áætlanir um verðhækkanir. Ef menn halda að verðbólga muni lækka leiðir það því í sjálfu sér til lækk- unar verðbólgu. Þannig hefur sjálf yfir- lýsingin um stöðugt gengi áhrif á verð- bólgu ef hún vekur athygli og tiltrú. Seint á 8. áratugnum og á þessum ára- tug hófu nokkur Suður-Ameríkuríki, sem höfðu átt við mikla verðbólgu að stríða, baráttu gegn verðbólgu með því að kunngera áætlun um minnkandi fall gengis gjaldmiðla landanna miðað við dollar. Þessi aðferð við að hafa áhrif á verðbólguvæntingar minnir á yfirlýsing- ar um vöxt peningamagns sem hafa ver- ið þáttur í verðbólgubaráttu stjórnar Thatchers og fleiri ríkisstjórna. Mikil- vægur munur á þessum tveimur aðferð- um er þó að almenningur áttar sig lík- lega auðveldar á því að breytt gengis- stefna geti haft áhrif á verðlagsþróun, heldur en því að breytingar á dularfullu hugtaki eins og peningamagni skipti þar sköpum. Áætlun um minnkandi fall gengis Myndin lýsir gangi mála eftir að áætl- un um minnkandi fall gengis hefur verið ákveðin. Lóðrétti ásinn sýnir gengis- breytingu, G, og innlenda verðbólgu, V, en lárétti ásinn sýnir tímann, t. Gert er ráð fyrir að engin verðbólga sé í útlöndum. Verð erlendra gjaldmiðla hækkar með sama hraða og innlent verðlag allt til tímans t0. Þá hefst áætl- un um að hægja á gengisfellingu fram til tímans ti, en eftir það verður gengi stöðugt. Strax eftir t0 lækkar verð- bólga, en gert er ráð fyrir að hægar dragi úr verðbólgu en falli gengis. Þetta þýðir að raungengi hækkar. Af raungengishækkuninni leiðir að inn- lend framleiðsla verður ekki eins samkeppnisfær og áður. Þegar raun- gengishækkunin hefur komið af stað kreppu og atvinnuleysi fer verðbólga að lækka hraðar. Á tímanum t2 er hún 0 og lækkar enn. En þá (í t2) hef- ur raungengi hækkað um sem svarar skyggða svæðinu á myndinni. Raun- gengi fer að lækka aftur eftir t2. En líklegt er að áður en til þess kemur Efni: • Fastgengi ogverðbólga • List og landbúnadur • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.