Vísbending


Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 2
hafi raungengishækkunin valdið svo miklum viðskiptahalla og svo mikilli kreppu að stjórnvöld gefist upp og felli gengið til þess að ná fyrri samkeppnis- hæfni. Önnur leið til að ná fyrri sam- keppnishæfni er að framleiðni aukist meira í landinu en í samkeppnisiönd- um. Raungengishækkun þrýstir á atvinnurekendur að auka hagræði í framleiðslu. En ef landið á að ná fyrri samkeppnishæfni á þennan hátt verður raungengishækkunin að hafa verið til- tölulega lítil. Ef áætlunin á að takast verður því að stefna að því að raungengishækkunin, skyggða svæðið á myndinni, verði sem minnst. Meðal þess sem mest áhrif hef- ur á það hve hratt verðbólgan lækkar eru þrjú atriði: 1) Hvað innflutningur og samkeppn- isiðnaður er stór hluti af þjóðarfram- leiðslu, það er að segja hvað hagkerfið er opið. í mjög opnum hagkerfum víkur verðbólga sj aldan mj ög langt frá gengis- falli (ef verðbólga í útlöndum er 0), enda hefur slíkt mun alvarlegri afleiðingaren í lokuðum hagkerfum. 2) Innlend eftirspurnarstjórn, það er fjárlagahalli eða -afgangur og peninga- stefna. 3) Trú manna á að staðið verði við áætlunina. Reynslan hefur sýnt að liður 2), inn- lend eftirspurnarstjórn, hefur mikil áhrif á það hvaða traust er borið til áætl- unarinnar. Talið er að trú á gengisáætl- unina styrkist eftir því sem hún hefur verið lengur í gildi, en veikist eftir því sem raungengi hækkar. Reynsla einstakra landa._____________ Þýzkaland 1923 Verðbólgan í Þýzkalandi 1923 er þekktasta óðaverðbólga sem um getur. Stríðsskaðabætur, lítil greiðslugeta almennings eftir stríðið, kostnaður við enduruppbygginguna og fleira ollu halla á ríkissjóði. Árin 1920-1922 var hallinn 55-5% af ríkisútgjöldum og 1923 komst hann upp í tæp 90%. Stríðs- skaðabætur eru þar ekki taldar með enda höfðu þær ekki áhrif á innlenda eftirspurn. Sívaxandi gengisfall jók enn á verðbólguna og árið 1922 var hún um 4000%. í febrúar til apríl 1923 var gengi þýzka marksins neglt fast og gjaldeyr- isvarasjóðurinn notaður til þess að styðja það. Verðbólga féll, en ríkis- sjóðshallinn var enn gífurlegur og að lokum varð gjaldeyrisvarasjóðurinn á þrotum svo að mönnum var nauðugur sá kostur að fella gengið. Verðbólgan fór upp úr öllu valdi. Er talið að verðlag hafi frá upphafi ársins 1923 og fram í nóvember hækkað 960 milljón sinnum. í nóvember var gerð önnur tilraun til að VÍSBENDING ráða niðurlögum verðbólgunnar. Nokkur atriði aðgerðanna voru: • Ríkisútgjöld voru skorin niður. Fyrirframgreiðsla skatta var tekin upp og tryggt að þeir lækkuðu ekki að raun- gildi. • Seðlabankanum var bannað að fjár- magna halla á ríkissjóði. • Nýmynt,rentenmark,vartekinupp. • Frá 20. nóvember var gengið fest. Verðbólgastöðvaðist nær samstundis og blossaði ekki upp aftur. Kaupmáttur jókst töluvert fram á mitt ár 1924. Raunvextir hækkuðu geysilega fyrst um sinn. Atvinnuleysi jókst úr um það bil 10% í september 1923 í um 25% en í apríl 1924 var atvinnuleysi aftur dottið niður í 10%. Um tíma kostaði það töluverðar fórnir að stöðva óðaverðbólguna, en hagkerfið jafnaði sig á mjög skömmum tíma. Allt hjálpaðist að til að afla aðgerðunum trausts. Peningastefna var aðhaldssöm, ríkissjóðshalli stöðvaður og gengi fest. Ný mynt tryggði að aðgerðirnar vöktu athygli og jók trú fólks á að nú væri alvara á ferðum. Chile og Argentína. í lok 8. áratugarins hófst verðbólgu- barátta í Chile og Argentínu, sem byggðist á gengisstefnu. Verðbólgan var þá yfir 100% í báðum löndunum. Það sem var sérstakt við þessar aðgerðir var að gengið var ekki fest í einu vet- fangi, heldur var lögð fram áætlun, tab- lita, um stiglækkandi gengisfall. Með því að kynna þessa áætlun fyrirfram var ætlunin að draga úr verðbólguvænting- um og minnka þannig kreppuna sem oftast hefur fylgt lækkun verðbólgu (sbr. fyrr í þessari grein). Einnig var frelsi stóraukið í utanríkisverzlun, með- al annars til að auka verðlagsaðhald í samkeppnisiðnaði. Á endanum varð að gefa áætlunina upp á bátinn í báðum löndunum. í Chile stórlækkaði verð- bólga að vísu, en ekki eins hratt og gengisfall. Þar olli það erfiðleikum að laun voru vísitölutryggð miðað við verðlagshækkanir næsta árs á undan. Þegar verðbólga hjaðnaði jókst því kaupmáttur. Þetta jók stuðning almennings við efnahagsstefnuna en skapaði vandræði þegar fram í sótti. í báðum löndunum var mun hagstæðara að taka erlend lán heldur en innlend og fjármagnsinnflutningur ýtti undir þenslu. Það er trú flestra að í Argentínu hafi 10-15% fjárlagahalli gert tilraunina vonlausa frá upphafi, enda lækkaði verðbólgan þar mun minna en í Chile. Árið 1985 var á ný ráðizt að verðbólgu í Argentínu. Tekin var upp ný mynt og gengi hennar fest. Menn virðast hafa reynt að læra af fyrri mistökum og aðgerðirnar hafa leitt til stórlækkaðrar verðbólgu. Evrópumyntkerfið. f þeim aðildarlöndum Evrópumynt- kerfisins þar sem verðbólga var áður töluverð hefur hún lækkað mjög. Þar styrkir það mjög trú manna á fastgeng- isstefnuna að stjórnvöld landanna geta ekki ákveðið gengisfellingu upp á eigin spýtur. Óskir verðbólgulanda um geng- islækkanir hafa margsinnis verið skorn- ar mjög niður í bandalaginu. Lokaorð.______________________________ Hvergi þar sem ráðizt hefur verið að óðaverðbólgu með stöðugu gengi hefur atlagan tekizt í fyrstu tilraun. Algeng- ustu mistökin eru að menn hafa einblínt á gengisstefnuna, en ekki beitt aðhaldi í ríkisfjármálum og peningastefnu. Þetta þrennt verður að fylgjast að. Ef gengi er fest, en fjárlagahalli og peningastefna valda þenslu í innlendri eftirspurn er hætta á misgengi atvinnu- greina. Fyrirtæki sem eiga í erlendri samkeppni eru bundin af gengi erlendra gjaldmiðla við verðákvörðun, en þjón- ustugreinar geta hækkað sitt verð. Kreppa verður í útflutningsgreinum og útflutningur minnkar. En vegna þensl- unnar innanlands eykst innflutningur og því verður mikill halli á viðskiptajöfnuði. Þetta mundi valda sérstökum erfiðleikum hér á landi þar sem útflutningsfyrirtækin eru flest úti á landi, en þjónustufyrirtækin á höfuð- borgarsvæðinu. Hér á landi hefur mikill fjárlagahalli stuðlað að þenslu undanfarin misseri. Þær greinar sem ekki eiga í erlendri samkeppni hafa vissulega blómstrað en fastgengisstefnan hefur þó þar til nú nýlega ekki valdið vandræðum í helztu útflutningsgreininni. Fram á síðasta ár hækkaði verðlag á fiski mjög mælt í erlendri mynt og hefur það tryggt að fiskvinnslan hefur getað lækkaö launa- greiðslur til jafns við þjónustugreinar án þess að það hafi valdið erfiðleikum í greininni. Innflutningur hefur að vísu stóraukizt en útflutningstekjur hafa lengst af vaxið í samræmi við það. En upp á síðkastið hefur fiskverð lækkað á útflutningsmörkuðum. Má segja að núna reyni fyrst verulega á það hvort stjórnvöldum er alvara með fastgengis- stefnunni. Yfirlýsingar útflytjenda í fjölmiðlum að undanförnu benda til þess að þeir séu ekki m j ög trúaðir á það. Talað er um að nú verði stjórnvöld að sjá til þess að útflutningsiðnaði séu aftur búin lífvænleg skilyrði því að kostnaður innanlands hafi vaxið mun meira en útflutningsverð. Virðist ekki hvarfla að þessum mönnum að þeir geti haft nokk- ur áhrif á þennan kostnað. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.