Vísbending


Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.05.1988, Blaðsíða 3
LIST OG LAND- BÚNAÐUR Dr.PomláurGylfason Landbúnaður og list eiga margt sam- eiginlegt. Um það mætti reyndar hafa langt mál, en það verður að bíða. Hér er ætlunin að vekja athygli á því einu, að þrálátur efnahagsvandi í landbúnaði og í listum á sér áþekkar skýringar. Brýn þörf leikhúsa og bændabýla fyrir varan- lega fjárhagsaðstoð ríkisins er í raun og veru svipaðs eðlis, þótt undarlegt megi virðast. Vandinn í báðum greinum á rót sína að rekja til sambandsins milli fram- boðs og eftirspurnar. Landbúnaðarvandinn________________ Efnahagsvandi landbúnaðarins stafar aðallega af því, að eftirspurn hvers manns eftir mat stendur nokkurn veg- inn í stað öld eftir öld af líffræðilegum ástæðum, meðan framleiðslutækni í landbúnaði fleygir fram ekki síður en í öðrum atvinnugreinum, sem betur fer. Framboð landbúnaðarafurða vex því jafnt og þétt, en eftirspurn á mann haggast varla. Offramboð landbúnaðarafurða lækk- ar búvöruverð. Við þetta lækka tekjur bænda að öðru jöfnu, því að verðlækk- un hefur yfirleitt lítil eða jafnvel engin örvandi áhrif á heildareftirspurn eftir landbúnaðurafuróum. Búvörueftir- spurn er með öðrum orðum ósveigjanleg eða “óteygin" eins og það heitir á hag- fræðingamáli. Þess vegna þarf sífellt færri bændur til að anna eftirspurn mannfjöldans eftir mat. Þetta er kjarni landbúnaðarvandans um víða veröld. Framleiðni í listum _________________ Líku máli gegnir um listir, nema vandinn hér er sá, að “framleiðslutækn- in“ stendur í stað. Það er og verður fjögurra manna verk að leika strengja- kvartett og hefur alltaf verið. Það þarf að minnsta kosti 20 leikara til að flytja Hamlet eða Skugga-Svein í nútímaleik- húsi, alveg eins og á dögum Shake- speares og séra Matthíasar. Og það tekur nokkurn veginn sama tíma nú sem fyrr að höggva mynd eða mála á striga (nema kannski í vissum greinum nú- tímamyndlistar, en látum það vera). Þess vegna verða listviðburðir og listaverk sífellt dýrari í samanburði við afurðir annarra atvinnugreina, þar sem tækniframfarir draga smám saman úr framleiðslukostnaði með tímanum. Þessi hlutfallshækkun framleiðslu- kostnaðar í listum og meðfylgjandi verðhækkun listrænnar framleiðslu draga yfirleitt verulega úr eftirspurn eft- ir list að öðru jöfnu, því að eftirspurn eftir list er sveigjanleg eða “teygin." Eftirspurn almennings eftir tónleikum, leiksýningum og listaverkum eykst að vísu yfirleitt smám saman, eftir því sem tekjur hækka og tómstundum fjölgar, en það dugir samt ekki til að snúa dæm- inu við. Auk þess getur áhugi á list átt það til að minnka með vaxandi velmeg- un. Hvað sem því líður, lækka tekjur listamanna yfirleitt að öðru jöfnu með vaxandi kostnaði og meðfylgjandi sam- drætti eftirspurnar eftir list. Þannig stendur á eilífum efnahags- vanda leikhúsa, listasafna og tónlistar- húsa í einkaeign. Þaðerþess vegnaekki tilviljun, að Þjóðleikhúsið, listasafnið og sinfóníuhljómsveitin eru ríkisstofn- anir. Þetta er eins í öðrum Evrópulönd- um, en ekki í Bandaríkjunum. Þar njóta tónlistarhús og leikhús, þar á meðal óperuhús, óverulegrar fyrir- greiðslu ríkis og sveitarfélaga, en áhuga- samir einstaklingar og fyrirtæki fylla skarðið með frjálsum framlögum. Ríkisaðstoð__________________________ Hvers vegna kýs ríkið að verja fjár- munum skattgreiðenda til að styrkja hljómsveitir, leikhús, listasöfn, búgreinar og bændabýli, sem færu um koll á frjálsum markaði? Svarið liggur ekki í augum uppi. Fyrst þarf að gæta að því, að atvinnu- vegir eiga ekki allir jafngreiðan aðgang að fjárhirzlum ríkisins. Ef hjólbarða- verkstæði eða blómabúðir ættu við sams konar efnahagsvanda að stríða og land- búnaður og listræn starfsemi, er ekki líklegt, að ríkið hlypi undir bagga. Þetta leiðir hugann að því, hvort landbúnað- ur og list séu einhvern veginn öðruvísi en aðrarstarfsgreinar. Hér liggur hundurinn grafinn. Land- búnaður og list eru yfirleitt talin hafa sérstakt gildi fyrir menninguna og lífið í landinu vegna þess, að miklu fleiri njóta ávaxta landbúnaðar og listrænnar starf- semi en þeir, sem kaupa lambakjöt eða leikhúsmiða. (Svipað á raunar við um íþróttir og vísindi, en þær greinar eiga þó ekki við sams konar efnahagsvanda að stríða.) Miklum meiri hluta þjóðar- innar er væntanlega þökk í því, að í landinu skuli vera blómleg byggð og fjölskrúðugt menningarlíf. Skattgreið- endur á höfuðborgarsvæðinu eru því yfirleitt fúsir til að stuðla að eðlilegu jafnvægi í byggð landsins, jafnvel þótt þeir njóti þess ekki sjálfir í sama mæli og sveitafólk. Og skattgreiðendur úti á landi eru líka yfirleitt fúsir til að stuðla að öflugu menningarlífi í landinu, jafn- vel þótt þeir njóti þess ekki sjálfir í sama mæli og íbúar Reykjavíkur og nágrenn- is. Þess vegna styrkir ríkið list og land- búnað. Eðlile^ hlutföll?____________________ En það er ekki sama, hvað hlutirnir kosta. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt fjárlögum verja um 3,2 milljörðum króna á þessu ári í niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur til að styrkja land- búnað. Niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur eru að vísu ekki algerlega sambærilegar í þessu viðfangi, því að neytendur njóta niðurgreiðslna yfirleitt í enn ríkari mæli en bændur, en þá má ekki heldur gleyma því, að niður- greiðslur eru sóttar í vasa neytenda sjálfra með sköttum. Upphæð þessara útgjalda í ár nemur meira en 50.000 krónum á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu öllu, ef allt er talið, og næstum 900.000 krónum á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í dreifbýli. Það er hægt að færa þung rök fyrir því, að miklu minni fjárveiting dygði til að halda eðlilegu jafnvægi í byggð landsins. Það er líka eftirtektarvert í þessu samhengi, að ríkisvaldið hyggst sam- kvæmt sömu fjárlögum verja um 0,4 milljörðum króna til að styðja listræna starfsemi á þessu ári, en hér er átt við framlög ríkisins til leikhúsa, listasafna, tónleikahalds og fleira af svipuðu tagi. Þessi fjárhæð nemur um 6.700 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þetta er smáræði í samanburði við landbúnaðarútgjöldin. Er eðlilegt, að ríkið verji margfalt meira fé í landbúnað en list? Því verður hvert okkar að svara fyrir sig, og þá ekki aðeins með tilliti til eigin hagsmuna, heldur líka í ljósi þess, hversu mikils virði við teljum framlag landbúnaðar og listar til þjóðlífsins í landinu. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.