Vísbending


Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 18.6 II. MAÍ1988 VANDINN ER VERÐBÓLGA Dr. PomldurGylfason Um það er engum blöðum að fletta, að ríkisstjórnin á nú í vök að verjast vegna fastgengisstefnunnar, úr því sem komið er. Segja má, að ríkisstjórnin hafi viðurkennt þetta sjálf í verki með því að fella gengið um 6% í byrjun marz, þótt hún segi fastgengisstefnuna enn vera í fullu gildi. í því felst, að ríkis- stjórnin segist ekki ætla að fella gengið aftur í bráð. Flestir eða allir, sem stunda útflutn- ing, þar á meðal fiskvinnslu, telja það hins vegar af og frá, að gengisfellingin um daginn geti komið að nokkru varan- legu gagni, sem orð sé hafandi á. I’eir telja það jafnframt nánast útilokað, að ríkisstjórninni sé stætt á að halda fast- gengisstefnunni til streitu, úr því að henni hefur ekki tekizt að hemja verð- bólguna. Þannig stendur staðhæfing gegn stað- hæfingu. Hvorum á að trúa, útflytjend- um eða ríkisstjórninni? Vandinnnú Pessu er ekki auðvelt að svara. Fast- gengisstefnan virðist óneitanlega síður trúverðug nú en áður, úr því að ríkis- stjórnin er búin að láta finna bilbug á sér og úr því að henni hefur ekki tekizt að draga verulega úr verðbólgu. Áfram- haldandi hækkun innlends launakostn- aðar vegna verðbólgu og meðfylgjandi hækkun raungengis hljóta smám saman að rýra trú manna á getu ríkisstjórnar- innar til að halda genginu föstu að öðru jöfnu. Hitt er samt alveg ljóst, að efnahags- vandinn nú er verðbólguvandi fyrst og fremst. Rekstrarvandi fiskvinnslu og annars útflutningsiðnaðar stafar að langmestu leyti af því, að verðbólga hér heima er margfalt meiri en í viðskipta- löndum okkar. Mikinn og vaxandi við- skiptahalla gagnvart útlöndum og nteð- fylgjandi aukningu erlendra skulda má líka rekja til þess, að verðbólgan hér heima er alltof mikil. Og verðbólgan stafar að mínum dómi fyrst og fremst af því, að (a) ríkisvaldið hefur ekki tekið opinber fjármál og peningamái nægi- lega föstum tökum og (b) því hefur ekki heldur tekizt að halda útgjöldum einka- geirans í skefjum. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana með öflugum aðhalds- aðgerðum í ríkisfjármálum og peninga- málum í tæka tíð, þ.e. strax í kjölfar kaupfrystingarinnar 1983-84 og alla- vega ekki síðar en 1985-86, hefði verið hægt að komast hjá vandanum nú. Þetta var vanrækt, þótt ríkisstjórnin fengi vinsamlegar ábendingar úr ýmsum áttum. og byggði spádóminn meðal annars á stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin spáði því hins vegar á þessuni tíma, að verðbólgan yrði komin niðurundir 10% í árslok 1987. Meðfylgjandi mynd úr nýju hefti Þjóðhagsstofnunar segir meira um þetta en mörg orð. Myndin sýnir, að í árslok 1987 var verðbólgan síðustu þrjá mánuði ársins komin upp í einmitt 40% á ári. (Hnignun verðbólguferlanna fyrstu mánuði þessa árs er byggð á bráðabirgðatölum Þjóðhagsstofnunar og á að öllum líkindum eftir að snúast við, þegar áhrif væntanlegrar launa- hækkunar koma fram að loknum samn- ingum.) Lausnvandans_________________________ Úr því að vandinn nú er fyrst og fremst of mikil verðbólga og of mikill viðskiptahalli, þá blasir lausnin við. Tværverðbólguspár__________________ Eins og margir muna, var Þráinn Eggertsson prófessor til dæmis spurður að því í dagblaði strax eftir nýár 1987, hverju hann spáði um verðbólgu á árinu. Hann sagðist búast við því, að verðbólgan stefndi í 40% í árslok 1987, Efni: • Vandinnerverðbólga • Staðgreiðslukerfi skatta oglandsframleiðslan • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.