Vísbending


Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 3
andi vinnuaflsframboðs. Því lægri sem launin eru þeim mun minna er vinnuafls- framboðið að öðru jöfnu. Það má því ganga að því vísu, að sú lækkun ráð- stöfunarlauna, sem upptaka stað- greiðslukerfisins felur í sér, dragi úr vinnuaflsframboði. Það mun auðvitað verða fyrst og fremst vinnuafl á jaðrinum, ef svo má að orði komast, sem dragast mun saman í kjölfar staðgreiðslunnar. Þar er fyrst að telja yfirvinnuna. Hún er yfirleitt þján- ingarfyllst fyrir launamanninn og ber að auki hæsta jaðarskattinn. Það er því sennilegt, að yfirvinnan verði öðru frem- ur fyrir barðinu á staðgreiðslukerfinu. í þessu sambandi er umhugsunarvert, þótt ekkert sé fullyrt um orsakasam- band, að daglegur vinnutími hér á landi er miklu lengri en í sambærilegum sam- félögum erlendis, þar sem staðgreiðslu- kerfið hefur verið við lýði. Þá er við því að búast, að vinnufram- boð maka sé meðal þess, sem láti á sjá í kjölfar staðgreiðslunnar. Einnig má nefna vinnuframboð skólafólks, a.m.k. yfirþví marki, sem persónufrádráttnum nemur. Ennfremur er þess að vænta, að meiri dráttur verði á því en áður, að fólk hefji þátttöku á vinnumarkaðnum, hvort sem það er í fyrsta skipti eða eftir frátafir t.d. vegna náms eða dvalar er- lendis. Niðurstaðan er því sú, að stað- greiðslukerfið er líklegt til að gera hvort tveggja; draga úr fjölda vinnandi fólks og minnka vinnuframboð þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum. Verði heildar- minnkun vinnaflsframboðs af þeirri stærðargráðu, sem við er að búast, t.d. 3 % eða meiri (sj á nánar grein mína í Vís- bendingu í apríl sl.), er ljóst að upptaka staðgreiðslukerfisins mun hafa víðtæk áhrif á aðstæður á vinnumarkaði á kom- andi árum. Áhrif staðgreiðslukerfis skatta á landsframieiðslu Þó að upptaka staðgreiðslukerfis skatta kunni að draga úr vinnuafls- framboði hér á landi, er ólíklegt, að vinnuaflsnotkun ntinnki að sama skapi. Atvinnurekendur munu sennilega sjá sig knúna til að mæta minna framboði vinnuafls með því að bj óða hærri laun og vega þannig að hluta upp á móti þeirri lækkun ráðstöfunarlauna, sem stað- greiðslunni fylgir. Á vinnumarkaði mun staðgreiðslunni því fylgja hvort tveggja hærri vinnulaun og minni vinnuaflsnotk- un. Miðað við þær forsendur um eftir- VÍSBENDING spurnarteygni vinnuafls, sem eðlilegast- ar sýnast og raktar voru í grein minni í Vísbendingu í apríl sl., má ætla, að vinnuaflsnotkun í landinu geti hæglega minnkað um allt að 2% í kjölfar stað- greiðslunnar. Sé það allt, sem gerast fnun, liggur ljóst fyrir, að landsfram- leiðslan mun einnig dragast saman. Samdráttur landsframleiðslunnar mun þó tæplega verða jafnmikill og minnkun vinnuaflsnotkunarm.a. afþeirri ástæðu, að framleiðendur munu væntanlega auka notkun annarra framleiðsluþátta s.s.fjármunaístaðvinnuaflsins. E.t.ver ekki fjarri lagi að áætla, að staðkvæmd- aráhrif af þessu tagi kunni að helminga áhrifin af minni vinnuaflsnotkun. Með þessu er þó sagan síður en svo öll sögð. Breytingar á vinnumarkað í þeim mæli, sem lýst hefur verið, munu hafa í för með sér margþætt samspil orsaka og afleiðinga í hagkerfinu, sem næsta tor- velt er að sjá fyrir endann á. Hér skal aðeins drepið á tvö atriði, sem virðast hafa gagnstæð áhrif á landsframleiðsl- una. Fyrra atriðið snertir afleiddar breytingar í tekjuskattshlutfallinu, hið síðara nýtingu vinnuaflsins. Gangiþaðeftir, sem allarhorfur eru á, að upptaka staðgreiðslunnar hafi fljót- lega í för með sér nokkurn samdrátt landsframleiðslu munu opinberar skatt- tekjur minnka. Til að viðhalda skatt- tekjum mun því reynast nauðsynlegt að hækka tekjuskattshlutfallið. Þá mun vinnuaflsframboðið og síðan landsfram- leiðslan hins vegar minnka á ný og þann- ig koll af kolli. Ekki er ástæða til þess að ætla, að þetta ferli bæti miklu við fyrstu áhrif staðgreiðslunnar á landsfram- leiðsluna. Hins vegar er þarna um vissa viðbót að ræða og óstöðugleika, sem hollt er að hafa í huga. Á hinn bóginn er því oft haldið fram, að skemmri vinnutími leiði til meiri afkasta þann tíma, sem unnið er, jafnvel í þeim mæli, að heildarafköst breytist ekki. Eitthvað kann að vera til í þessu, ekki síst þegar um minnkun yfirvinnu er að ræða. Það liggur t.a.m. fyrir, að á meðal margra þjóða, sem okkur er tamt að bera okkur saman við og hafa að jafn- aði mun skemmri vinnudag, eru afköst á hverj a unna vinnustund talsvert meiri en hér. Varast ber þó að ofmeta áhrif af þessu tagi. í fyrsta lagi er það ýmislegt fleira en þreyta, sem ræður vinnuafköst- um. í öðru lagi fælist minna framboð vinnuafls hér á iandi ekki eingöngu í minnkun yfirvinnu. Hluti þess stafaði af því, að fólk hyrfi beinlínis af vinnumark- aðnum um lengri eða skemmri tíma. Slíkt leiðir e.t.v. ekki til meiri afkasta síðar. í þriðja lagi er ótrúlegt, að heildar- afköst gætu haldist óbreytt þrátt fyrir skemmrivinnutíma.Efsvoværi,ererfitt að útskýra, hvers vegna samningar um slíkt hafa ekki þegar tekist á vinnumark- aði. Þegar á allt er litið verður að teljast afar líklegt, að upptaka staðgreiðslu- kerfisins muni hafa í för með sér nokkru minni landsframleiðslu. Hversu mikil samdrátturinn kann að reynast, er hins vegar erfitt um að spá. Miðað við þær tölur, sem raktar voru í grein minni í V ís- bendingu í apríl sl., gæti minnkun lands- framleiðslu vegna staðgreiðslunnar þó hæglega numið 1%. Sú upphæð er í krónumtalinveruleg. Húnmyndit.a.m. nægja til að reka tvær menntastofnanir á borð við Háskóla íslands. Lokaorð________________________________ Upptaka staðgreiðslukerfis skatta í stað kerfis eftirágreiddra skatta er meiri- háttar breyting á efnahagslegum aðstæðum hér á landi. Því er óhætt að ganga að því vísu, að þessi kerfisbreyt- ing muni hafa umtalsverð og að sumu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á fjölmarga þætti efnahagslífsins. Vinnumarkaðurinn er það svið þjóð- arbúskaparins, þar sem áhrif stað- greiðslukerfisins eru hvað beinust og augljósust. Þar bendir allt til þess, að áhrif staðgreiðslunnar verði þau, að framboð á vinnuafli dragist saman, vinnulaun hækki og vinnuaflsnotkun minnki. Minni vinnuaflsnotkun hefur síðan, að öðru jöfnu, í för með sér minni landsframleiðslu en ella hefði orðið. Niðurstaða þessarar umræðu er m.ö.o. sú, að upptaka staðgreiðslukerfis skatta muni að öllum líkindum draga úr fram- leiðslu hagkerfisins á næstu árum. Ástæðan er í grundvallaratriðum sú, að kerfi eftirágreiddra skatta felur einfald- lega í sér meiri hvatningu til vinnu en staðgreiðslukerfið. Fróðlegt væri að fá upplýst, hvort þessi ltlið málsins hafi ver- ið tekin með í reikninginn, þegar ákveð- ið var á liðnu ári, að hefja staðgreiðslu skatta hérálandi. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.