Vísbending


Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.05.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING GRIKKLAND:____________________________ 12% verðbólga, mikill halli á ríkissjóði ogháirvextir__________________________ Árshraði verðbóigunnar er 12% um þessar mundir og hefur verið það frá ársbyrjun 1987. Þá var reynt að draga úr halla á fjárlögum, en lánsþörfin sam- svaraði eftir sem áður 12% af lands- framleiðslu. Nú virðist tilraun til aðhalds í ríkisfjármálum hafa mistekist og lánsþörf ríkissjóðs er komin upp í 13% af landsframleiðslu. Hvort tveggja hefur gerst, að tekjuskattar einstak- linga hafa verið lækkaðir og útgjöld til velferðarmála og fjárfestinga hafa auk- ist. Ein afleiðing mikillar lánsþarfar ríkissjóðs er mjög háir vextir. Raun- vextir á bankalánum voru komnir í 9% í ársbyrjun 1988. Engu að síður er útlit fyrir nokkurn uppgang í atvinnulífinu og miklar fjárfestingar. Ágóði fyrir- tækja hefur verið mikill og þrátt fyrir háa vexti og tiltölulega mikla verðbólgu virðist ríkja bjartsýni um framtíð at- vinnulífsins. BANDARlKIN: Samþykktu frumvarp, sem á að styrkja innlenda framleiðslu gagn- vart erlendri_____________________ Fyrir skömmu samþykkti öldunga- deild Bandaríkjaþings frumvarp, sem ma. getur falið í sér auknar viðskipta- hömlur. Þar áður hafði fulltrúadeildin samþykkt frumvarpið og nú getur ekk- ert stöðvað það, nema að Bandaríkja- forseti beiti neitunarvaldi sínu. Þessu hefur Reagan einmitt hótað og ef af verður þarf samþykki tvo þriðju hluta þingmanna í báðum deildum til að frum- varpið verði að lögum. Eins og mál- in líta út í dag gæti það vel gerst. Það hefur löngum farið í taugarnar á Bandaríkjamönnum, að á meðan þeirra markaðir hafa verið tiltölulega opnir fyrir innflutningi, þá hefur hið sama víða ekki gilt gagnvart þeirra útflutningi. Kröfur um innflutnings- hömlur og/eða aukna styrki til handa bandarískum fyrirtækjum hafa verið til- tölulega almennar í Bandaríkjunum og á þingi hafa einkum Demókratar tekið upp þessar kröfur og nú sameinað í um- ræddufrumvarpi. Frumvarpið felur m.a. í sér, að for- setanum er gert að bregðast við ósann- gjörnum viðskiptahömlum annarra þjóða með „tilhlýðilegum hætti“ til ERLEND FRÉHBROT varnar bandarískri framleiðslu og í því sambandi er forsetanum opnaðar ýms- ar nýjar leiðir. Þar að auki eru í frum- varpinu ákvæði um ríflega styrki til handa starfsmönnum fyrirtækja, sem m.a. á að verja í endurmenntun. Þá eru atvinnurekendur skyldaðir til að láta starfsmönnum í té vitneskju um lokun fyrirtækja og uppsögn með 60 daga fyrirvara. Frumvarpið er búið að vera lengi í smíðum og hefur tekið ýmsum breyt- ingum. Um tíma leit jafnvel út fyrir að tillögur um hömlur yrðu ennþá strang- ari en raunin varð á. Talsmenn banda- ríkjastjórnar hafa í viðtölum við er- lenda aðila gert fremur lítið úr áhrifum þeirra tillagna sem felast í frumvarpinu á milliríkj aviðskipti. En yfirleitt hefur samþykkt frumvarpsins verið tekið ákaflega illa um allan heim og það þótt vera skref aftur á bak og úr tengslum við almenna þróun í átt til meira viðskipta- frelsisíheiminum. OECD:________________________________ Skipulagsbreytingar nauðsynlegar til að leiorétta misvægi og draga úr atvinnuleysi_________________________ Hagstjórnarnefnd OECD hefur ný- lega endurskoðað álit sitt á stöðu og horfum í efnahagsmálum aðildarríkj- anna. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 2,5-3,0% hagvexti íríkjunum aðmeðal- tali ’88 og ’89 og að verðbólgan verði til- tölulega lág. Hins vegar er áfram reikn- að með miklu atvinnuleysi í flestum Evrópulöndunum og jafnframt, að misvægi í milliríkjaviðskiptum verði áfram vandamál. Að mati nefndarinnar blasir nú við stjórnendum efnahagsmála, að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lága verð- bólgu jafnframt því sem leiðrétta verð- ur misvægið í milliríkjaviðskiptum. Nefndin benti á að aukinni samvinnu í gengismálum yrði að fylgja skipulags- breytingar og aðahald í ríkisfjármálum. Annars væri of mikið lagt á stjórnun peningamála, sem gæti endað með upp- gjöf gagnvart verðbólgu. Nefndinni þótti þrátt fyrir allt horfa til betri vegar varðandi það misræmi sem hefur ríkt í viðskiptum á milli Bandaríkjanna og Japans. Nú væru vænlegri líkur en áður á því að Banda- ríkjunum tækist að minnka ríkissjóðs- hallann og ljóst væri að sparnaður væri þar að aukast. Og Japanir hafa gert ýmsar ráðstafanir til að örva eftirspurn heima fyrir. Á heildina litið ættu þessar ráðstafanir að draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna og minnka afganginn á viðskiptum við útlönd hjá Japönum. í Evrópu er atvinnuleysi höfuð- vandamálið og að mati nefndarinnar er ljóst að ekki dugir að beita ríkisfjármál- um til að leysa vandann. í flestum land- anna væri ríkissjóður rekinn með tals- verðum halla og þessu fylgdu háir vextir. Nauðsynlegt væri þess vegna að ráðast í frekari skipulagsbreytingar, sem fælu í sér minni ríkisafskipti. Þannig yrði atvinnulífið sveigjanlegra og aðlögunarhæfara. í þessu sambandi voru nefnd þrjú svið. í fyrsta lagi afnám ýmis konar markaðshafta, sem myndi koma fram í kröftugra atvinnulífi, meiri samkeppni og betri fjárfestingum. I öðru íagi áframhaldandi umbætur í skattamálum með það fyrir augum að draga úr mismunun og efla framtak. Og í þriðja lagi endurskoðun á ríkisumsvif- um, sem fælu í sér minni styrki til land- búnaðar og annarrar óarðbærrar starf- semi, og þar með lægri skatta. Peningum ríkissjóðs væri betur varið til að efla samgöngur, menntun og sveigj- anleika vinnuaflsins. Það hlýtur að vekja athygli í þessu sambandi hversu einhuga ríkin 24 í OECD virðast vera um úrræði í efna- hagsmálum um þessar mundir. Nú eru það skipulagsbreytingar sem allir eru sammála um að séu nauðsynlegar og megininntak þeirra er minni ríkisaf- skipti. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.