Vísbending


Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 19.6 18. MAI1988 A GENGIAÐ VERA FAST EÐA FLJÓTA? Fyrrigrein Dr. PomldurGylfason Skynsamleg skoðun á því, hvaða stefnu stjórnvöld eiga að fylgja í efna- hagsmálum, hlýtur að fara eftir því, hvers konar vanda er við að glíma hverju sinni. í hallæri getur það til dæmis verið skynsamleg stefna að reka ríkisbúskapinn með halla og auka útlán bankakerfisins til að örva efnahagslíf- ið. í góðæri getur það hins vegar verið hyggilegt að skila heldur afgangi í ríkis- rekstrinum og draga úr peningaþenslu til að halda aftur af verðbólgu. Svipuðu máli gegnir um stefnu stjórnvalda í gengismálum. Það fer eft- ir aðstæðum, hver hún á að vera hverju sinni. Stundum er skynsamlegt að fella gengi, stundum ekki. Stundum er skynsamlegt að fylgja fastgengis- stefnu, stundum ekki. Það er yfirleitt ekki skynsamlegt að ákveða stefnu í eitt skipti fyrir öll. Vandinnerverðbólga Og nú hljótum við að spyrja: Hvaða stefnu er skynsamlegt að fylgja í geng- ismálum nú, þegar gengi krónunnar hefur verið fellt tvisvar með skömmu millibili? Er fastgengisstefnan brostin? Svarið hlýtur að ráðast að miklu leyti af því, að efnahagsvandinn nú er verð- bólguvandi fyrst og fremst. Um þessa sjúkdómsgreiningu er enginn veruleg- ur ágreiningur. Hún kemur til dæmis skýrt fram í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá síðast liðnu sumri og hefur ekki breytzt síðan þá. Aðra erfið- leika okkar í efnahagsmálum, hvort heldur mikinn viðskiptahalla og með- fylgjandi skuldasöfnun erlendis eða þá mikla rekstrarörðugleika fiskvinnslu og annars útflutningsiðnaðar, má rekja beint til verðbólgunnar. Ef verðbólg- unni slotaði, myndu viðskiptahallinn og rekstrarvandinn hverfa af sjálfum sér. Það er einmitt ein meginástæðan til þess, hversu mikilvægt það er að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Lausnin blasirvið______________________ Úr því að sjúkdómsgreiningin er verðbólga ásamt viðskiptahalla og veikri stöðu útflutningsiðnaðar, þá blasir lækningin við. Það er hægt að lækna bæði meinin samtímis með öfl- ugu aðhaldi í opinberum fjármálum og peningamálum. Gengisfelling ein sér er hins vegar engin lausn, eins og nú háttar. Hún get- ur að vísu dregið úr viðskiptahalla og rekstrarvanda útflutningsiðnaðar, en trúlega aðeins til bráðabirgða, því að launþegar fara að öllum líkindum fram á fullar bætur fljótlega. Þannig kyndir gengisfelling undir verðbólgunni ekki aðeins með því að hækka verð á inn- flutningi, heldur líka með því að hækka innlendan framleiðslukostnað. Með því að grípa til gengisfellingar nú í ann- að sinn á árinu án þess að boða öflugar aðhaldsaðgerðir samtímis virðist ríkis- stjórnin því stefna að því að minnka viðskiptahallann í bili með því að herða á verðbólgunni, jafnvel þótt kostur sé á að draga úr báðum í senn með samræmdum aðhaldsaðgerðum. Svo er annað. Það væri fráleit ráð- stöfun við núverandi aðstæður að fela seðlabankanum að sjá til þess, að raun- vextir lækki til að draga úr fjármagns- kostnaði fyrirtækja. Seðlabankinn get- ur ekki hlýtt slíkum fyrirmælum öðruvísi en með því að auka peninga- þenslu og þar með verðbólgu. Eina leiðin til að lækka raunvexti og verð- bólgu samtímis er að draga úr opinber- um útgjöldum eða hækka skatta, og þá er að sjálfsögðu átt við ríkisfjármál í víðum skilningi. Þeir, sem biðja um vaxtalækkun nú, eiga því að biðja um aukið aðhald í ríkisfjármálum, nema þeir vilji meiri verðbólgu. Hver á stefnan að vera?________________ Það er mjög brýnt, að gengisfelling- unni verði að þessu sinni fylgt eftir með enn öflugra aðhaldi í ríkisfjármálum og peningamálum en ella væri nauðsyn- legt til að halda verðbólgu í skefjum. Með þessu er samt ekki sagt, að gengis- fellingin krefjist fráhvarfs frá fastgeng- isstefnunni. Það getur þó átt eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt að sann- færa almenning um það, að hún fylgi fastgengisstefnu, þegar hún hefur fellt gengið tvisvar með skömmu millibili. En hver á stefnan að vera? Á gengi að vera fast eða fljóta? Um það verður fjallað í annarri grein. Eitt er þó rétt að segja strax. Ef áframhaldandi fastgengisstefna verður ofan á, þá þarf eftir sem áður að ákveða, hvernig sé bezt að tryggja fast gengi krónunnar. Við þurfum að ákveða, hvort við eigum að festa geng- ið (a) upp á eigin spýtur eins og við ger- um nú eða (b) með því að tengjast eða bindast Myntbandalagi Evrópu (EMS), eins og Dr. Sigurður B. Stef- ánsson hagfræðingur hefur lagt til. Tveggja kosta völ Á þessu tvennu er reginmunur. Ef við festum gengi krónunnar upp á eigin spýtur eins og nú, þá áskiljum við okk- ur áfram rétt til þess að fella gengi krónunnar eða fleyta því eftir vild án þess að þurfa að leita samþykkis ann- arra þjóða. Ef við kysum hins vegar að tengjast Myntbandalaginu með ein- hverjum hætti, þá þyrftum við að fórna sjálfsákvörðunarrétti okkar í peninga- málum að einhverju leyti. Tilgangur- inn með því að tengjast Myntbandalag- inu væri sá að takmarka getu stjórnvalda til að nota verðbólgu til að slá efnahagsaðgerðum á frest eða til að ná öðrum markmiðum í efnahagsmál- um. Það færi eftir samningum íslands Efni:_________ • Á gengi að vera fast eða fljóta • Fiskvejðistefna EB • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.