Vísbending


Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.05.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING og Portúgal einnig að hlýða, en þessi lönd fá aðlögunartíma til 1996 að því er varðar veiðikvóta og fjölda leyfilegra skipa. Markaðsmál__________________________ Samkomulag EB um markaðsmál varðandi fiskafurðir er frá 1981, en Spánn og Portúgal hafa fengið sjö ára aðlögunartíma frá janúar 1986. Sam- komulagið nær til fjögurra höfuð- atriða: • Kröfur eru gerðar um tiltekin gæði, stærð, þyngd og pökkun á fiskinum. Pað fylgir sögunni, að eftirlit með þessu hafi orðið strangara með ár- unum. • Samtök framleiðenda eiga að hlýta vissum reglum að því er snertir framleiðslu og sölustarfsemi. Þau mega ekki einoka markaðinn, en það má yfirfæra reglurnar á aðila utan EB til að þeir trufli ekki mark- aðinn. Pá er leyfilegt að styrkja sér- staklega nýja aðila á markaðinum. • Verðákvörðun fer eftir ákveðnum reglum. í fyrsta lagi setur EB upp nokkurs konar „viðmiðunarverð" fyrir helstu fisktegundir áður en vertíðin hefst. Pessi verð eru ákveð- in með hliðsjón af markaðsverði og væntingum um framboð og eftir- spurn, en einnig m.t.t. tekna veiði- manna og hagsmuna neytenda. Síð- an setur EB það sem mætti kalla „innheimtuverð" (“withdrawal price“), sem er 70 til 90% af leið- beiningarverði.( Þá ábyrgist EB greiðslur fyrir fisk sem selst ekki eða er af einhverjum ástæðum tek- inn burt af markaðinum). í öðru lagi geta samtök framleið- enda sjálf sett lágmarksverð og kveðið svo á um að þau selji ekki framleiðslu meðlima sinna á lægra verði. Þessi lágmarksverð mega vera 10% undir og yfir innheimtu- verði EB. Petta er gert í þeim til- gangi að draga úr verðsveiflum. í þriðja lagi og skv. vissum skil- yrðum er veiðimönnum bætt upp veiði, sem ekki selst á markaðinum. Að hluta til kemur styrkurinn úr sérstökum sjóði (European Agricultural Guidance and Guar- antee Fund), en því hærra hlutfall sem ekki selst, því minni styrkur. Þessu til viðbótar er styrkjum út- hlutað til að standa undir geymslu- kostnaði á vissum fisktegundum. Þá njóta tilteknir framleiðendur vissra forréttinda (t.d. laxa- og humarframleiðendur) og einnig vissir túnfiskveiðimenn. • Útflutningur sjávarafurða til landa utan EB nýtur sérstakra styrkja, að svo miklu leyti sem heimsmarkaðs- verð er lægra en evrópuverðið. Á hinn bóginn, ef innfluttur fiskur á vissum tegundum er á óeðlilega háu verði, þá setur EB upp sérstakt verð sem tekur mið af viðmiðunar-, innheimtu-, og markaðsverði. í raun er hér um að ræða tolla, sem, eins og segir í skýrslu EB, gera magntakmarkanir á innflutningi ó- þarfar. Reynist hins vegar framboð á EB fiski ekki nægilegt, þá má fella niður tolla, eins og nú háttar með túnfisk og þorsk. Skipulagsbreytingar___________________ EB hefur gengist fyrir ýmsum skipu- lagsbreytingum í sjávarútvegi aðildar- ríkjanna til að bregðast við ofveiði, aukinni samkeppni og til að halda uppi atvinnu. Dæmi um þetta eru útgjöld bandalagsins til einstakra þátta sjávar- útvegsmála árið 1985: • 6 milljónir ecu voru veittar í þeim til- gangi að draga úr sókn á fiskimið. Var styrkur veittur fyrir hvert fiski- skipatonn sem tekið var úr umferð. • 65 milljónum ecu var úthlutað til ný- bygginga og endurnýjunar fiski- skipa og til fiskeldis. • 3 milljónir ecu fóru til rannsókna á ókönnuðum fiskimiðum og á ónýtt- um fiskstofnum, og til samvinnu- verkefna á milli togaraeigenda inn- an EB annars vegar og landa utan EB hins vegar, í þeim tilgangi að nýta fiskimið þessara landa. • 25 milljónir ecu voru veittar til að bæta vinnsluaðferðir og markaðs- setningu sjávarafurða. Til viðbótar hafa ýmsir sjóðir innan EB veitt lán og styrki til að aðstoða veiðimenn við að verða sér úti um aðra vinnu, og einnig til að aðstoða einstök landssvæði sem fara illa út úr hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu. Enn- fremur er áætlað að veita 27 milljónum ecu til vísindarannsókna í sjávarútvegi áárunum 1986-1989. Samningar við lönd utan EB__________ Gagnvart löndum utan EB koma að- ildarlöndin fram sem ein heild og byggja þar á samkomulagi sem gert var árið 1976. Frá þeim tíma hafa ýmsir samningar verið gerðir við þjóðir utan bandalagsins, sem tryggja EB löndun- um aðgang að fiskimiðum þessara þjóða. Greint hefur verið á milli þrenns konar samninga við aðrar þjóð- ir: • í fyrsta lagi hefur EB samið við Nor- eg, Svíþjóð og Færeyjar um veiðar innan fiskveiðilögsögu þessara ríkja gegn því að þessar þjóðir fái að veiða innan lögsögu EB. • í öðru lagi hafa verið gerðir tvenns konar samningar við Norður Amer- íku. Annar við Bandaríkin, þar sem EB ríkjunum leyfist að veiða tiltek- ið umframmagn á grundvelli sögu- legs réttar. Hinn samningurinn er við Kanada, þar sem EB lönd fá að veiða innan lögsögu Kanada gegn því að Kanadamenn fái tollalækkun á vissu útfluttu magni kanadísks fisks til EB. • í þriðja lagi hefur EB samið við ýmis þróunarlönd (t.d. Guinea, Madagaskar, Sao Tome og Senegal) um aðgang að þeirra fisk- veiðilögsögu í staðinn fyrir fjár- hagsaðstoð. Fer aðstoðin einkum í að styrkja sjávarútveg viðkomandi landa. Svipaður samningur hefur einnig verið gerður við Grænland, en Grænlendingar sögðu sig úr EB árið 1985. Nýjustu umræður______________________ I síðasta mánuði var haldinn fundur sjávarútvegsráðherra EB ríkjanna, eða staðgengla þeirra, um sjávarút- vegsstefnuna. I skýrslu sem formaður sjávarútvegsnefndar EB, Antonio Cardoso E Cunha, lagði fyrir fundinn, er rakin þróun mála að undanförnu. Þar kemur m.a. fram, að óánægja ríkir með upplýsingastreymi á milli sumra aðildarþjóðanna annars vegar og eftir- litsaðila EB hins vegar og að nauðsyn væri á betri samvinnu. Þá kemur fram, að of stór skipafloti sé ein stærsta hindrunin á vegi fyrir skynsamlegri fiskveiðistefnu og að finna verði leiðir til að hjálpa veiðimönnum, sem neyð- ast til að hætta veiðum. Og gagnvart veiðum utan EB segir í skýrslunni, að slíkt hljóti einungis að vera skamm- tímalausn, því að veiðigeta viðkom- andi þjóða eigi eftir að vaxa. Hins veg- ar bendir skýrslan á, að aðgangur að EB markaðinum með sjávarafurðir sé mikilvægur sem samningstæki, en á slíkt liafi reynt gagnvart Kanada. í þessu sambandi sé þó ósk EB sú, að koma eigi á samstarfsverkefnum (joint ventures) á milli EB og annarra þjóða. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.