Vísbending


Vísbending - 25.05.1988, Síða 1

Vísbending - 25.05.1988, Síða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTI0 G El FNAHAGSMÁL 20.6 25. MAÍ1988 EFNAHAGS- AÐGERÐIR OG SKIPU- LAGS- BREYTING- AR Aðgerðir og íyrirheit ríkisstjórnar- innar____________________________________ Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar 10% gengisfellingar hafa nú séð dagsins ljós og koma í sjálfu sér ekki á óvart. í grófum dráttum hafa slíkar aðgerðir yfirleitt haft tvenns konar markmið. Annars vegar eiga ýmsar aðhaldsaðgerðir að koma í veg fyrir verðlagshækkun af völdum geng- islækkunarinnar, og í þetta skipti er það helst reynt með því að takmarka launahækkanir við það sem um var samið fyrir gengislækkunina og jafn- framt ýjað að afnámi vísitölubindingar launa. Hins vegar er oftast með ýmsum ráðum reynt að milda aðhaldsráðstaf- anirnar, og í þetta skipti með því að flýta hækkun persónuafsláttar og með yfirlýsingu um að komið skuli í veg fyr- ir misgengi launa og lánskjara. Aðrar aðgerðir bera það með sér, að þeim er ætlað að friða þær raddir sem hafa farið fram á ríflegri gengislækkun en raunin varð á, og jafnframt hrópað á vaxtalækkun. Pessar aðgerðir fela ann- ars vegar í sér lánafyrirgreiðslu til fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum og hins vegar afnám eða takmörkun á verðtryggingu fjárskuld- bindinga. Dæmi um hið síðarnefnda er sú ákvörðun að banna verðtryggingu fjárskuldbindinga sem eru til skemmri tíma en tveggja ára, og fyrirheit um að komið verði í veg fyrir misgengi launa og lánskjara. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru einnig ýmis fyrirheit um aðgerðir og eru þar ítrekuð nokkur markmið stjórnarsáttmálans; t.d. rætt um nauð- syn enn frekara aðhalds í ríkisbúskapn- um og skipulagsbreytinga í landbúnaði og sjávarútvegi. Pessi fyrirheit um að- gerðir eru hins vegar svo óljós að þau virðast mega sín lítils gagnvart hinum raunverulegu aðgerðum, sem þegar á allt er litið virðast vera til þess fallnar að ýta undir þenslu, þvert ofan í tilgang þeirra. Hagstjórnartækin og aðhaldið Víðtækar efnahagsráðstafanir, af þeim toga sem nú hefur verið gripið til, eru ekki óþekktar. Pegar ytri skilyrði hafa versnað hefur jafnvel mátt treysta því að „gripið yrði til aðgerða“. í gróf- um dráttum hafa aðgerðirnar falið í sér tilraun til að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækja í útflutnings- og samkeppn- isgreinum með gengisfellingu, styrkj- um eða lánafyrirgreiðslu, og hins vegar hefur verið reynt að búa þannig um hnúta að úr kostnaði fyrirtækja dragi og þá einkum launakostnaði. Samt hef- ur árangurinn yfirleitt látið á sér standa og í það minnsta til lengri tíma litið hef- ur kostnaður haldið áfram að vaxa hraðar en tekjurnar. Efni: •^Efnahagsaðgerðir og skipulagsbreytingar • Ágengi aðverafast eða fljóta • Erlend fréttabrot Aðgerðir og fyrirheit ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ívilnandi aðgerðir: • 10% gengisfelling • Fyrirtækjum I útflutnings- og samkeppnisgreinum heimiluð erlend lántaka til endurskipulagningar. • Erlend lántaka Byggðastofnunar til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar (200 m. kr.) • Aukafjárveiting til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (40 m. kr.) • Hækkun persónuafsláttar flýtt. • Ellilífeyrir og aðrar bætur almanna trygginga hækki í samræmi við hækkun launa skv. kjarasamningum 1. júní 1988. íþyngjandi aðgerðir: • Þeir sem hafa lausa kjarasamninga fái ekki meira en sem aðrir hafa samið um. • Verðbréfasjóðir verji 20% af aukningu ráðstöfunarfjár til kaupa á ríkisskuldabréfum. • Erlend lán til fjárfestinga takmarkist við 60% eða 70% af fob-verði vóla og tækja í stað 60% eða 70% af innlenda verðinu. • Óheimilt verður að verðtryggja fjárskuldbindingar sem eru til skemmri tíma en tveggja ára. Fyrirheit um aðgerðir: • Aðhald í ríkisbúskapnum. • Aógerðiríbyggðamálum. • Endurskoðun framleiðslustjórnar í landbúnaði og á búvörusamn- ingi. • Endurskoðun fyrirkomulags verðtryggingar. • Samræming starfskjara á fjármagnsmarkaði. • Lækkun vaxtamunar. • Markvissar reglur um útflutning á ferskum fiski.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.