Vísbending


Vísbending - 25.05.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 25.05.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING EB:____________________________ Farið fram á samræmingu virðis- aukaskatts, en óvístum aðgerðir Nýlega komu fjármálaráðherrar EB saman til að ræða tillögu æðsta ráðs Evrópubandalagsins um að aðildarrík- in samræmi virðisaukaskattsprósentur. Skv. tillögunni mega aðeins vera tvenns konar prósentur í hverju landi; sú efri á bilinu 14-20%, sú neðri á bil- inu 4-9%. Á fundinum kom fram, að mikill ágreiningur ríkir um tillöguna, enda um að ræða talsverðar breytingar hjá mörgum aðildarlandanna. Mestar breytingar yrðu t.d. hjá Dönum, sem hafa hæstu skattprósentuna; hjá Lúx- emborgurum, sem hafa lægstu skatt- prósentuna og svo hjá þjóðum sem undanþiggja vissar vörur, en það gera Bretland, írland og Portúgal. Út á við virðast Bretar eiga einna erfiðast með að kyngja þessum tillög- um og hefur málið snúist á þann veg, að einn helsti talsmaður tillagnanna og fulltrúi Breta hjá EB, Lord Cockfield, á það nú á hættu að verða ekki endur- kjönnn fyrir vikið. En einnig írland, Danmörk og Lúxemburg hafa hreyft andmælum. Til þess að tillagan nái fram að ganga þarf samþykki allra aðildarþjóðanna og þess vegna ólíklegt að það gerist, nema þá í eitthvað breyttri mynd. Ein málamiðlunartillagan kemur frá Pjóð- verjum og hljóðar upp á þrjú prósentu- bil í stað tveggja. Slíkt á þó ekki upp á pallborðið hjá hvorki Lord Cockfield né fjármálaráðherra Breta, Nigel Law- son. SPANN:______________________________ Mikil aukning erlendra fjárfestinga á s.l.ári og mest frá Japan Á síðasta ári fjárfestu erlend fyrir- tæki fyrir 6,5 milljarða dollara á Spáni og höfðu erlendar fjárfestingar þá tvö- faldast frá árinu áður. Á sama tíma þrefölduðust fjárfestingar japanskra fyrirtækja og námu þær um 300 millj- ónum dollara í fyrra. Vafalítið er á- stæðan fyrir þessum aukna áhuga fyrir Spáni sem fjárfestingarlandi aðallega sú, að þar með opnast EB markaður- inn. Um þessar mundir eru á Spáni alls 75 japönsk fyrirtæki á sviði iðnaðar og fjármálastarfsemi. En það er ekki bara væntingin um frjálsan aðgang að mörk- uðum annarra Evrópulanda sem vekur áhuga Japana. Þeir hafa t.d. haft á orði ERLEND FRÉHBROT að Spánn henti þeim best allra Evrópu- landa vegna veðurfars, vingjarnleika fólksins og vegna matarins, sem sam- anstendur mikið til af nýjum fiski. Andstætt því sem víða hefur gerst hafa Japanir mætt velvild fólks á Spáni. Spánverjar hafa gert sér grein fyrir því að japönsk fyrirtæki kynna þeim tækninýjungar og skapa atvinnutæki- færi, sem ekki veitir af þar sem at- vinnuleysi er um 20%. Og svo borga þeir hærri laun en gengur og gerist á Spáni. MEXlKÓ: Efnahagsaðgerðir virðast vera farn- ar að bera árangur í desember s.l. voru kynntar í Mexíkó efnahagsráðstafanir til að vinna bug á óðaverðbólgu og nú hreyk- ir forsetinn, Miguel de la Madrid, sér af því að honum hafi tekist það sem Argentína og Brasilía ætluðu sér en tókst ekki með efnahagsráðstöfunum árið 1986. í desember s.l. var verð- bólga nefnilega 15% þann eina mánuð, en var komin niður í 3% í Apríl. Ólíkt nágrönnum sínum í Suður Ameríku lögðu Mexíkanar áherslu á að ná verð- bólgu niður áður en gripið yrði til að- gerða til að örva hagvöxt. Efnahagsaðgerðirnar sem kynntar voru í desember byggja á víðtæku sam- komulagi við bæði atvinnurekendur og verkalýðsfélög. Stjórnvöld riðu á vaðið með því að draga úr ríkisútgjöldum og selja ríkisfyrirtæki, sem ætlað er að draga úr miklum ríkissjóðshalla. Sam- tímis gera fyrirtækin það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn verð- hækkunum og verkalýðsfélög hafa gengist inná að takmarka launahækk- anir í samræmi við væntingar um verð- verðbólguhjöðnun. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld fryst verð á bensíni og rafmagni eftir að verð þessara vara hafði næstum tvöfaldast í desember. Þá hafa lánamöguleikar verið skertir og með þessu móti hefur tekist að halda gengi gjaldmiðilsins stöðugu gagnvart bandaríkjadollar. SVIIJOD: Útiloka aðild að EB, en mælast til ná- innar samvinnu_____________________ Svíar, sem eru aðilar að EFTA, hafa að undanfömu haft verulegar áhyggjur af samkeppnisstöðu sinni í ljósi áforma EB um sameiginlegan markað árið 1992. Hins vegar hafa þeir margoft lýst því yfir að aðild að EB kæmi ekki til greina, þar sem hlutleysisstefna þeirra yrði þar með fyrir bí. Þessi afstaða var nýlega ítrekuð á fundi forsætisráðherr- ans, Ingvar Carlsson, og æðstu yfir- manna hjá EB. Hins vegar mæltist Carlson jafnframt til mjög náinnar samvinnu á öllum sviðum öðrum en ut- anríkis- og varnarmálum. í þessu máli hefur sænska stjórnin verið undir miklum þrýstingi frá sænskum iðnrekendum, sem óttast mjög að stöðu sænskra fyrirtækja verði ógnað. Nýlega sendu þeir frá sér skýrslu um áhrif þess á sænskan efna- hag, að Svíar standi utan við sameigin- lega markaðinn. Kemur þar fram mikil svartsýni um afdrif sænskra fyrirtækja, sem nú flytja 50% alls útflutnings til landa EB, og er eindregið varað við af- leiðingum þess fyrir hagvöxt og al- menn lífskjör. Jafnframt áfellast sænskir iðnrekendur stjórnvöld fyrir takmarkaðan skilning á því hversu al- varlegt málið sé. Það er svo væntanlega svar við þessari gagnrýni, að nýlega skipaði stjórnin ráðgjafanefnd forvíg- ismanna í atvinnulífinu, þar sem í eiga sæti menn eins og Peter Wallenberg, Pehr Gyllenhammer, seðlabankastjór- inn Bengt Dennis og verkalýðsleiðtog- inn Leif Blomberg. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7. 103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.