Vísbending


Vísbending - 01.06.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.06.1988, Blaðsíða 1
YIKURTT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 21.6 1.JÖNÍ1988 (RLAND: EFNAHAG- UR í SJÁLF- HELDU Ástandið í írskum efnahagsmálum er vœgast sagt dapurlegt. Landsfram- leiðsla þeirra á mann er aðeins 65% af þvísem hún er að meðaltali í EB ríkjun- um, skuldir eru með þvísem mest gerist ( Evrópu, skattar eru þar hœrri en víða annars staðar og atvinnuleysi er mjög mikið. Ljóst er, að á seinustu 10 árum hafa írar eytt langt um efni fram og nú er komið að skuldadögum. Það bólar samt ekki á neinum byltingarkenndum umbótum ennþá, en ríkisstjórnin sem tók við völdum ífyrravor, hefurþó haf- ist handa við að draga úr ríkisútgjöld- Mikil eyðsla og skuldasöfnun Hið dapurlega ástand á írlandi er stundum rakið til stjórnmálaástands- ins, en þar byggja stjórnmálaflokkar meira á sögulegri hefð en á einhvers konar hugmyndafræði. Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir, Fianna Fail og Fine Gael, þykja hafa mjög svipaða stefnu, en fylgi þeirra ræðst helst af því hver afstaða manna var til borgara- stríðsins árin 1921-22. Hafa menn síð- an úr báðum flokkum til skiptis reynt að afla sér fylgis með því að ausa úr sameiginlegu sjóðum landsmanna. Eyðslusemi undanfarinna ára er stundum talin eiga rætur að rekja til aðildar fra að Evrópubandalaginu árið 1973, en hún þótti koma sér mjög vel fyrir þá. Það var þó ekki fyrr en upp úr 1977 að írar fóru að eyða verulega um- fram efni og árið 1981 var lánsþörf hins opinbera komin upp í 20% af þjóðar- framleiðslu. Á næstu árum tókst að stöðva vöxtinn í lántökum; ekki með því að stöðva vöxt opinberra útgjalda, heldur með því að hækka skatta. Að því hefur verið látið liggja, að írar hafi ekki viljað vera minni menn, að því er snertir opinbera þjónustu, en nágrannar þeirra á Norður Irlandi og í Bretlandi. Enda eru útgjöld til heilsu- gæslu, menntamála og lífeyrismála nú jafnvel ríflegri en gerist hjá þessum ná- grönnum þeirra. Við þetta bætast svo sívaxandi útgjöld vegna atvinnuleysis- bóta, en atvinnuleysi er nú 19% á ír- landi og hefur þá einungis Spánn meira atvinnuleysi í Evrópu, eða 20%. Árið 1987 voru skuldir hins opinbera 140% af landsframleiðslu og af heild- arskuldunum voru erlendar skuldir 40%, eða sem svarar til u.þ.b. 56% af landsframleiðslu. Sama ár var halli á ríkissjóði 9% landsframleiðslunnar og einungis ítalía gat státað af meiri ríkis- sjóðshalla í Evrópu (10,4% af lands- framleiðslu). Er nú svo komið, að um fjórðungur ríkisútgjaldanna fer í að greiða afborganir og vexti af skuldum hins opinbera. Háir skattar og flókið skattkerfi Skattkerfi íra þykir með eindæmum flókið. Skattprósentur eru háar og mik- ið er um alls kyns undanþágur. Tekju- skattur á einstaklinga er uppistaðan í tekjuöflun ríkissjóðs og aflar honum þriðjung allra teknanna. Skattleysis- mörk eru lág og lægsta skattprósenta óvenju há, eða 35%. Hæsta skatt- prósentan er hins vegar 58%. Af öðrum mikilvægum sköttum má nefna virðis- aukaskatt og er aðalprósentan 25%, sem er sú hæsta í Evrópubandalaginu. Á hinn bóginn er þriðjungur allra neysluvara undanþeginn virðisauka- skatti. Tekjuskattur á fyrirtæki aflar ríkis- sjóði aðeins 4% heildarteknanna, jafn- vel þótt skattprósentan sé 50% og sú næst hæsta í Evrópu. Þetta skýrist af því að það úir og grúir af undanþágum og m.a. munu öll iðnfyrirtæki aðeins greiða 10% tekjuskatt. Og til að örva útflutning sérstaklega hafa útflutnings- fyrirtæki verið undanþegin skatti á á- góða. Þessi hagstæða skattameðferð að því er ágóða snertir hefur leitt til þess að útlendingum hefur þótt írland ákjós- anlegur staður til að fjárfesta í. T.d. hafa verið sett upp fyrirtæki á írlandi sem kaupa að'föng frá systurfyrirtækj- um annars staðar frá, og selja síðan eins dýrt og kostur er á. Hættan er þó sú að þetta vari aðeins svo lengi sem einhvern ágóða er að fá og fyrirtækin yfirgefi landið um leið og aðstæður breytast. Þetta hefur einnig leitt til þess að útflutningsfyrirtæki byggja að veru- Skuldir hins opinbera % af LFR Irland % Halli á ríkissjóði % af LFR —» 9-0 ^ 4Q legu leyti á innflutningi um aðföng og hefur líka orðið til þess að ágóði fyrir- tækja er í ríkum mæli fluttur úr landi. Erlendu fyrirtækin virðast hafa lítinn áhuga á að ráða mikið af írsku starfs- fólki, eða að kaupa innlenda fram- leiðslu þannig að ávinningurinn af er- lendum fjárfestingum hefur reynst takmarkaður fyrir íra. Hár kostnaður, atvinnuleysi og fólks- flótti Hinir háu skattar hafa m.a. leitt til þess að laun hafa orðið að hækka til að vega upp á móti kaupmáttarrýrnun, Eftii: • írland: Efnahagur í sjálfheldu • Fer gengisfellingin lil spillis? • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.