Vísbending


Vísbending - 01.06.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.06.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING QECD: Bandaríkin knýja á um afnám land- búnaðarst>Tkja fyrir árið 2000 Á ráðherrafundi OECD í síðustu viku lögðu Bandaríkjamenn það til, að aðildarlöndin 24 afnæmu alla styrki til landbúnaðar fyrir næstu aldamót. Til- lagan hlaut hins vegar dræmar undir- tektir hjá ríkjum Evrópubandalagsins og hjá Japönum. Varð niðurstaðan sú, að málefnið yrði skoðað og voru engar skuldbindingar gefnar í því sambandi. í yfirlýsingu sem ráðherrarnir gáfu eft- ir fundinn er þó tekið svo til orða, að OECD ríkin ættu í ríkari mæli að láta markaðinn ráða búvöruframleiðsl- unni, með það langtímamarkmið að leiðarljósi að draga á samhæfðan hátt úr opinberum styrkjum og innflutn- ingshömlum. í viðskiptasamningum ríkja á milli hafa búvörur alla tíð haft mikla sér- stöðu og til skamms tíma nánast und- anskildar. Þó hafa viðræður nú verið teknar upp um að draga úr viðskipta- hömlum með búvörur á vettvangi GATT og greinilegt er að þrýstingur á að úr styrkjum dragi fer vaxandi um allan heim. Þrýstingurinn kemur ekki síst frá löndum, sem hafa riðið á vaðið og dregið verulega úr styrkjum til land- búnaðar, en það hafa bæði Ný Sjálend- ingar og Ástralir gert nýlega. Árið 1984 voru landbúnaðarstyrkir nánast afnumdir á Nýja Sjálandi og er land- búnaður þar þó ein helsta útflutnings- greinin með 66% útflutningstekna. Á sínum tíma höfðu styrkir til land- búnaðar verið ein helsta byrðin á ríkis- sjóði Ný Sjálendinga, en það sem gerði útslagið um niðurfellingu þeirra voru þó ekki síst efasemdir um að þeir kæmu bændum raunverulega að gagni. Aðlögunin að breyttum aðstæðum hef- ur hins vegar verið bændum gífurlega erfið og þá ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að keppa við niðurgreiddar búvör- ur annarra landa. Sérstaklega gildir þetta um lönd Evrópubandalagsins, sem virðast afar treg til að breyta nokkru um styrkjastefnu sína í land- búnaðarmálum, svo sem ráðherra- fundurinn gaf til kynna. TYRKLAND: Drefiið úr ríkisút^jöldum ogvextir hækkaðir til að raoa niðurlögum 70% verðbólgu Af löndum OECD er það aðeins Tyrkland, sem hefur haft hærri verð- bólgu en ísland að meðaltali á undan- förnum árum, og að ýmsu leyti minnir ERLEND FRÉTTABROT verðbólguþróunin þar dálítið á þróun- ina hér. Á seinustu fimm árum hefur verðbólgan sveiflast upp og niður á bil- inu 25% til 65%, og nú er hún komin upp í 70%. Að hluta til er skýringin á svo mikilli hækkun að undanförnu sú, að ríkisstjórnin hefur nýlega hækkað verð á vörum sem hún hafði haldið niðri um langt skeið. Nú er það hins vegar ætlun stjórnar- innar að lækka verðbólgu um helming á þessu ári. Til að lækka verðbólguna hyggst ríkisstjórnin m.a. draga úr ríkis- útgjöldum og hún hefur þegar hækkað vexti, sem eru um þessar mundir 65% á innlánsreikningum bundnum til eins árs. Mikil eftirspurn er eftir lánsfé og eru dæmi þess að fyrirtæki þurfi að greiða allt að 100% vexti af lánum sín- um. Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir ætti verðbólgan að vera komin niður fyrir 20% árið 1991 og jafnframt er reiknað með árlegum hagvexti upp á 5% næstu árin. 0ECD: Verðbólga í minnstu löndunum hærri en meðaltalið, en erániðurleið Á síðasta ári var verðbólgan í lönd- um OECD 3,3% að meðaltali og hafði þá aukist lítillega frá árinu áður, en þá var hún 2,5%. Ef níu minnstu löndin (ísland undanskilið) eru hins vegar flokkuð saman kemur í ljós að verð- bólga var þar að meðaltali 5,9% í fyrra og hafði lækkað úr 7,4% 1986. Og útlit er fyrir enn lægri verðbólgu á þessu ári. Af þessum löndum hefur Portúgal haft hæstu verðbólguna á þessum ára- tug, eða rúnilega 30% árið 1984. Síðan þá hefur verðbólgan hins vegar verið á hraðri niðurleið og er um þessar mund- ir komin niður fyrir 9%. Mikil um- skipti hafa einnig orðið á írlandi, þar sem verðbólga var rúmlega 20% í byrj- un þessa áratugar, en þar er verðbólg- an nú minnst landanna níu, eða 1,9%. Mest er verðbólgan í Grikklandi, 13,4%, en líka þar hefur verðbólgan þó verið á niðurleið þar sem hún var kom- in upp í 25% árið 1985. Af öðrum lönd- um, sem hafa náð miklum árangri ný- verið má nefna Nýja Sjáland, þar sem verðbólga var tæplega 20% í fyrra, en er komin niður fyrir 10% um þessar mundir. ÁSTRALÍA:_______________ Af^angur á f árlögum, lægri skatt- prosentur á fyrirtæki og lægri tollar. 1. júlí n.k. hefst nýtt fjárlagaár í Ástr- alíu og nú þegar hafa verið kynntir helstu þættir fjárlaganna. Þar er m.a. reiknað með afgangi upp á 3 milljarða ástralska dollara (einn ástralskur doll- ari samsvarar 0,8 bandaríkjadollar) og hefur afgangur aldrei orðið svo mikill í sögu þjóðarinnar. Búist er við eins milljarðs dollara afgangi á því fjárlaga- ári sem nú er að ljúka, og er þess vænst að afgangsféð nýtist Áströlum til að grynnka á erlendum skuldum, en þær samsvara nú um 88 milljörðum banda- ríkjadollara. Þrátt fyrir afganginn á fjárlögum nú hafði verið búist við enn frekari sparn- aði í ríkisútgjöldum en raunin varð á, og er það mat ýmissa hagfræðinga að meira hefði þurft til svo að draga mætti úr þenslu. Með þessu móti væri ljóst að meira reyndi á aðhaldssemi seðlabank- ans en ella hefði þurft og það þýðir ein- faldlega hærri vexti. Hafa þeir hækkað eilítið í kjölfar þessara upplýsinga og eru nú 12,05% á ríkisskuldabréfum (verðbólga er í kringum 7%). Á meðal fyrirhugaðra breytinga er lækkun tekjuskatta á fyrirtæki úr49% í 39%. Á móti kemur hins vegar breikk- un skattgrunnsins vegna þrengri af- skriftareglna. Þar að auki verða tollar nú lækkaðir verulega og verða að fjór- um árum liðnum aldrei hærri en 15%. Þeir tollar sem nú eru á bilinu 10 til 15% verða ennfremur lækkaðir niður í 10%. Munu þessar tollalækkanir sam- svara því, að sú vernd sem áströlsk iðn- fyrirtæki hafa búið við verði skorin nið- ur um 20%, en munu jafnframt draga úr kostnaði vegna ódýrari innfluttra aðfanga. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Flúsi Verslunarinnar, Kringlunni 7. 103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem meö Ijósritun eða á annan hátt aö hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.