Vísbending


Vísbending - 08.06.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.06.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIDSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 22.6 8.JÚNÍ1988 AFRAM ÓVIS8A UM VERÐ- BÓLGU Þegar hagfrœðingar eru spurðir um verðbólguhorfur á íslandi er ekki óal- gengt að þeir nefni œði mismunandi töl- ur. Svo mikil er óvissan yfirleitt í efna- hagsmálum, að ekki þykir tiltökumál þótt einn hagfræðingur spái 10% verð- bólgu á meðan annar spáir 30% verð- bólgu eða þaðan af meira. Hér á landi getur óvissubilið hlaupið á tugum pró- scnta á sama tíma og í flestum löndum þykir það vera léleg spá, sem skeikar um meira en eitt prósentustig. Það er vissulega hœgara sagt en gert að útbúa efnahagsspár fyrir ísland. Engu að síður getur það skipt sköpum fyrir bœði fyrirtœki og einstaklinga að hafa sœmilega raunhœfar hugmyndir um starfsskilyrði þeirra í nánustu fram- tíð. Ef stjórnvöld megna ekki að tryggja stöðugt verðlag, hlýtur nœst besti kost- urinn að vera sá, að geta rétt til um verð- lagssveiflurnar. Verðbólguspár á íslandi Hefðbundnar verðbólguspár á ís- landi byggja í aðalatriðum á tveimur þáttum. Annars vegar á launum og hins vegar á gengisþróun. (Þar fyrir utan taka þær einnig með í reikninginn erlenda verðbólgu, og oftast er þá mið- að við verðbólguspá fyrir OECD lönd- in að meðaltali). Það er þess vegna skiljanlegt, að fáir treysti sér til að spá nokkru um verðbólgu áður en kjara- samningar liggja fyrir og áður en stefna stjórnvalda í gengismálum er Ijós. Stundum hafa svona spár ekki reynst illa. En það er líka mjög oft sem þær hafa brugðist hrapalega. Vanalega hef- ur þá annað hvort launaþróun verið vanmetin, eða þá að gengisstefnan hef- ur ekki reynst sú sem ætla mátti. Ný- legt dæmi um verulagt vanmat verð- bólgu á grundvelli opinberra kjarasamninga eru verðbólguspárnar sem gerðar voru í upphafi ársins 1987. Þá spáðu flestir, sem á annað borð fást við gerð slíkra spáa, verðbólgu á bilinu 8-12% á árinu. Þegar upp var staðið reyndist verðbólgan hins vegar vera 25% og var þó ekki gengisbreytingum til aðdreifa. Þegar línur fóru að skýrast varðandi kjarasamninga fyrir þetta ár, var ekki laust við að menn færu varfærnislegar en áður í spádómana. Ríkisstjórnin var þó ekki af baki dottin og í kjölfar efna- hagsaðgerðanna í lok febrúar s.l., þeg- ar gengið hafði verið fellt um 6%, reiknaði hún með 15% verðbólgu frá upphafi til loka ársins, sem þýddi að verulega myndi draga úr verðbólgu- hraðanum þegar líða tæki á árið. Ef að líkum lætur voru væntingar um verð- bólgu á þessum tíma þó tæplega undir 20%. Líkur benda til að þróun kauplags ráð- ist m.a. af stefnu stjórnvalda í peninga- málum og ríkisfjármálum og sagan sýnir að stjórnvöld geta fyrirvaralítið gripið til aðgerða sem breyta verð- bóíguþróuninni í skamman tíma. Gengisbreytingar, niðurgreiðslur, skattaálögur og íhlutun um launasamn- inga eru dæmi um stjórnvaldsaðgerðir sem geta gert lítið úr spám til skamms tíma. En það er eðlilegt að menn reyni þá að rýna í líklegar stjórnvaldsaðgerð- ir. Þetta mun Vísbending líka freistast til að gera í framtíðinni, og jafnvel gangast fyrir könnunum á viðhorfum manna í atvinnulífinu til þessara óvissu- þátta. Til að byrja með eru hér settar fram spár, sem byggja á hefðbundnu verð- bólgulíkani, en sem miðast við mjög ó- líkar forsendur um stjórnvaldsaðgerð- ir. Er þetta sett hér fram aðallega í þeim tilgangi að sýna fram á hvað Fjögur dæmi um verðbólguspár Fyriráriö 1988 Spá 1 % Spá2 % Spá3 % Spá4 % 2. ársfjórðungur 3. ársfjórðungur 4. ársfjórðungur 24.7 22.5 11.9 24.7 30.1 26.4 24.7 30.7 20.2 24.7 38.7 38.2 Allt árið 21.3 27.0 25.5 31.9 Forsendur: Gengi: laun (rauð strik): fast ógild fast ígildi 10% lækkun á 3. ársfjórð. ógild 10%lækkun á 3. ársfjórð. igildi Verðbólguspár á nýjum grunni Á vegum Vísbendingar hefur um nokkurt skeið verið unnið að gerð verðbólgulíkans og gefa bráðabirgða- niðurstöður til kynna, að afgerandi samband sé á milli kaupbreytinga, gengisbreytinga og verðbólgu. Á hinn bóginn virðist sem launa- og gengis- breytingar skili sér hægar út í verðlagið á seinustu árum en fyrr á tímum. Áfram verður unnið að líkansmíðinni og er ætlunin sú, að Vísbending verði innan tíðar reglulega með verðbólgu- spár, sem byggja á bestu fáanlegri töl- fræðitækni. Til að hægt sé að gera sæmilega raunhæfa spá við íslenskar aðstæður er þó ljóst að afla þarf betri upplýsinga en nú liggja almennt fyrir; annars vegar uin aKvorOunarþætti kaups og hins vegar um líkur á stjómvaldsaðgerðum. miklu getur munað eftir því hvort gengi verður fellt eða ekki, eða þá hvort gripið verður inn í launasamn- inga eða ekki. Hér er eingöngu spáð fyrir um næstu tvo ársfjórðunga,en jafnvel á svo skömmum tíma getur verðbólgumunurinn verið um 10% eft- ir því til hvaða aðgerða verður gripið. Áður en langt um líður munu síðan birtast í Vísbendingu spár lengra fram í tímann með vísitölur fyrir hvern mánuð. Efni: • Afram óvissa um verðbólgu_______________ • Nýviðhorf innan og utan Efnahagsbandalags Evrópu • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.