Vísbending


Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 23.6 15.JÚNÍ1988 PORTÚGAL: HLUTFALLS- LEGA FÁ- TÆKIR EN EFNAHAG- UR FER ÖRT BATNANDI Árið 1987 keyptu Portúgalar vörur af íslendingum fyrir um 5 milljarða króna, sem samsvarar 9,4% allra út- fluttra vara. Voru Portúgalar þá fjórðu í röð þeirra landa sem við flytjum mest út til, en aðeins Bandaríkin, Bretland og V.Þýskaland keyptu meira. Það hlýtur þess vegna að vera afar áríðandi að vel sé fylgst með þessum mikilvæga útflutningsmarkaði; ekki síst fyrir þá sök að um þessar mundir eru Portúgal- ar að ganga í gegnum mikið breytinga- skeið. Breytingarnar standa í nánu samhengi við aðild landsins að Evrópu- bandalaginu, en íþað gengu Portúgalar árið 1986 ásamt Spánverjum. Hér á eftir verður reynt að varpa Ijósi á það helsta sem er að gerast í portúgölsku efnahags- lífi um þessar mundir. Mikill hagvöxtur í kjölfar aðhaldsað- gerða____________________________ Á s.l. tveimur árum hefur hagvöxtur verið örari í Portúgal en í nokkru öðru landi innan Evrópubandalagsins og allt bendir til þss að svo verði áfram á þessu ári og jafnvel lengur. Árið 1986 var hagvöxtur 4,3% og árið 1987 varð hann 5%. Samhliða þessu hefur verð- bólga síðan farið ört lækkandi. Hún var rúmlega 25% á árunum 1983 og 1984, en var í vor komin niður í um 8%. Og aðrar hagtölur hafa sömu hagstæðu söguna að segja. Atvinnuleysi hefur minnkað úr 9% í 6,6%, óhagstæðum viðskiptajöfnuði hefur verið snúið upp í hagstæðan og hallinn á ríkissjóði hef- ur minnkað talsvert. en upptaka virðisaukaskatts var eitt af þeim skilyrðum sem Portúgalir urðu að uppfylla til þess að geta gengið í Evr- ópubandalagið. EB og sameiginlegi markaðurinn Án efa á aðild Portúgala að Evrópu- bandalaginu sinn þátt í þeim hagstæðu breytingum sem hafa átt sér stað, og ekki síst sá þrýstingur sem áformin um % ^^ 6 ¦ ^ Landsframleíðasla Breyting frá fyrra ári 4-2-0--2 Portúgal EB i.„,t 197 4 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87* ¦ Spá Eins og flestar aðrar þjóðir nutu Portúgalar góðs af lækkun olíuverðs og lækkun vaxta á sínum tíma, en það kom ýmislegt fleira til. í samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn voru árið 1985 gerðar ráðstafanir til að draga úr útgjöldum og hemja þenslu með þeim árangri að í lok þess árs var verðbólga komin niður fyrir 20%, jafnvel þótt ýmsum verðlagshömlum hefði samtím- is verið aflétt og styrkir afnumdir. Ráð- stafanirnar þýddu einnig að raunlaun urðu 15% lægri en þau höfðu verið árið 1980, en miklum halla á utanríkisvið- skiptum var hins vegar snúið upp í af- gang. Og áfram hefur verið stigið á brems- urnar. Halli á rekstri hins opinbera var árið 1987 orðinn u.þ.b. helmingi minni en hann var árið 1984, þótt enn sé hann mikill. (Hallinn í fyrra var um 11% af landsframleiðslu, en hafði verið rúm- lega 20% þremur árum áður). Aukinn hagvöxtur á sinn þátt í þessum árangri, en það skiptir líka máli í þessu sam- bandi að stjórnvöld notuðu tækifærið þegar olíuverð féll og hækkuðu skatt á olíu. Og þá hafa óbeinir skattar hækk- að töluvert í kjölfar virðisaukaskatts, sameiginlegan markað árið 1992 setur varðandi skipulagsbreytingar. Hingað til hafa Portúgalar líka þar að auki ver- ið aðnjótandi styrkja frá Evrópu- bandalaginu til að þeir eigi auðveldara með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Styrkirnir hafa m.a. farið í að bæta samgöngukerfið; vegi, járnbrautir og símakerfi, en um 30% hefur farið til landbúnaðarmála. Að sumu leyti hefur aðlögunin geng- ið fljótt og eðlilega fyrir sig og í raun- inni betur en hjá nágrönnum þeirra, Spánverjum. Ekki er ólíklegt að það sé vegna þess að Portúgalar voru áður • Portúgal: Hlutfallslega fátækir en efnahagur fer ört batnandi • Efnahagsbandalag Evrópu, annar hluti • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.