Vísbending


Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.06.1988, Blaðsíða 3
róttæku skipulagsbreytingar hafa orðið að veruleika. Og honum hefur tekist að skapa ótrúlega mikla samstöðu um þessar breytingar, þ.e. aukið frjáls- ræði, minni ríkisafskipti, einkavæð- ingu o.s.frv. í júlí í fyrra voru haldnar kosningar og þar var stuðningur við að- gerðir hans staðfestur. Raunar virðist sem ekki sé lengur ágreiningur á meðal þriggja helstu stjórnmálaflokka lands- ins um þær skipulagsbreytingar sem nú standa yfir. Eins og víðar er öll áhersla nú lögð á gera atvinnulífið eins sam- keppnisfært og kostur er á, en minna ber á kröfum um „félagslegt réttlæti1'. Hins vegar er ljóst að Portúgalar EFNAHAGS- BANDALAG EVRÓPU 2.grein Efling innri markaðar bandalags- ins 1988-1992 Inngangur Efnfahagsbandalag Evrópu(EB) er stærsti milliríkjamarkaður í heimi. Þetta er bæði vegna þess að löndin hafa mikil viðskipti við lönd utan banda- lagsins og vegna þess að löndin eru mörg og viðskiptin teljast því alþjóðleg andstætt því sem gerist í stóru landi eins og Bandaríkjunum þar sem vörur og þjónusta flæða milli fylkja án landamæra. Viðskipti EB-landanna innbyrðis hafa vaxið úr liðlega 30% ut- anríkisverslunar þeirra í yfir 50% árið 1985. Þetta er að sumu leyti hrein aukning viðskipta sem er öllum til heilla en að öðru leyti er hún á kostnað þeirra sem eru utan EB. Petta gildir að því marki sem ytri tollmúrar banda- lagsins hafa komið í veg fyrir eðlileg eiga ennþá mjög langt í land með að ná hinum þjóðunum í Evrópubandalag- inu í lífskjörum. Landsframleiðsla þar á mann ( f Portúgal búa tæplega 10 milljónir manna) er ennþá sú minnsta í EB, eða aðeins 3.500 dollarar á ári. Til samanburðar má geta þess að Grikkir koma næstir með rúmlega 4000 dollara og þar næst Spánn og írland með hátt í 8000 dollara. í Portúgal er menntun einnig lakari en annars staðar í Evrópu og sama á við um heilbrigðisþjónustu og samgöngur. En ef svo fer sem horfir virðist sem Portúgalar hafa alla mögu- leika á því að bæta sig verulega áður en langt um líður. Ávinningur af virkum innri markaði EB Milljarðar ECU' 1. Afnám tollafgreiðslu ofl. 8-9 2. Niðurrif hafta í framleiðslu 57-70 Liðir 1-2 samtals 65-79 3. Samhæfing markaða og hag kvæmni framleiðslu í stórum stíl 62-107 4. Afnám viðskiptahamla 50 5. Sameiginlegt myntkerfi (þar af 0,5% vaxtalækkun = milljarðar ECU 30 20 6. Samræmd fjármálastefna 15 7. Breytt landbúnaðarstefna 15 8. Nýjar útboðsreglur 15 9. Sparnaður í rekstri banka, tryggingarfélaga og annarri þjónustu 50 Liðir 1 -9 samtals 232-277 Aukning VLF 4,24% Verðlækkun 6,0% Minnkun ríkishalla 2,2% Viðskiptahalli 1,0% Fjölgun starfa 2 milljónir * Meðalgengi Ecu 1987: ECU= 1,15 US$ viðskipti við lönd utan þess en löndin í þess stað fært viðskiptin inn á við. ..Áætlun 1992“ Efnahagsbandalagið hefur nú tekið frumkvæðið í umþóttun efnahagslífs í Evrópu. Með samþykkt 300 tillagna í samkeppnishömlum og um örvun sam- keppni er stefnt að því að standa Bandaríkjunum og Japan á sporði og lækna ,,evrópuveikina“ (euroscleros- is), þ.e. atvinnuleysi og slakan hag- vöxt. Pessar tillögur verða ekki tíund- aðar hér í smáatriðum en reynt hefur verið að meta hver árangur gæti orðið af þessari innri aðlögun, sbr. yfirlit. Ávinningurinn er ekkert smáræði. Áætlað er að hagnaðurinn nemi 5000- 10000 milljörðum ísi.kr. eða 2-3 sinn- um landsframleiðslu Dana, eða þá 20- 40 földum þjóðartekjum íslendinga. Hagvöxtur yrði rösklega 4% meiri og tvær milljónir manna fengju atvinnu til viðbótar. Sumar áætlanir gera ráð fyrir enn meiri afrakstri, eða um 6-8% aukningu hagvaxtar og fjölgun starfa um 3-5 milljónir, en þetta yrði á kostn- að meiri verðbólgu. Af einstökum lið- um er rétt að nefna að afnám viðskipta- hindrana af ýmsu tagi er talið skila sér í um 2% aukningu landsframleiðslu og aukin samkeppni er talin lækka fram- leiðslukostnað sem nemur öðru eins. Er þetta raunhæft? Flestum ber saman um að svo mikil alvara sé að baki “áætlun 1992“ að hún muni ganga eftir í öllum aðalatriðum en líklegt sé að hún muni taka lengri tíma í framkvæmd en fram til 1993. Þess má geta að af 100 tillögum sem á að vera búið að afgreiða hafa 70 verið samþykktar. Við mat á því hvaða ár- angurs megi vænta af auknu frelsi á viðskiptasviðinu er fróðlegt að líta til Bandaríkjanna(l). Landflutningar með vörubifreiðum milli fylkja voru nánast gefnir frjálsir árið 1980 í Bandaríkjunum. Nýjum umsóknum um flutningsleyfi fjölgaði úr 5.910 árið 1976 í 27.706 árið 1981 en fækkaði aftur í 13.544 árið 1985. Hluti veittra leyfa af umsóknum jókst úr 70% árið 1976 í 99.9% árið 1985. Skráðum flutningsaðiljum fjölgaði úr um 18.000 árið 1980 í 33.548 árið 1984. Jafnframt er talið að þjónusta hafi batanað. Svipaða sögu er að segja úr farþega- flugi innan Bandaríkjanna, þótt þróun- inni á því sviði sé ekki lokið og menn deili meira um það hvort gæðum þjón- ustunnar og öryggi hafi farið aftur eða ekki. Fargjöld hafa stórlega lækkað, þótt ég hafi ekki um það handbærar tölur. En til þess að “áætlun 1992“ standist verður EB að reka efnahagsstefnu sem stuðlar að framgangi hennar. Um þetta verður fjallað í næstu grein. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.