Vísbending


Vísbending - 22.06.1988, Side 1

Vísbending - 22.06.1988, Side 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 24.6 22. JÚNI1988 EFTA-LÖND- IN OG AF- STAÐAN TIL EMS Gengismál hafa verið talsvert til um- rœðu í Vísbendingu undanfarna mán- uði og það ekki að ástæðulausu. í vetur sem leið reyndi fyrst fyrir alvöru á það hvort treysta mætti yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um gengisstefnu og um all- an heim er gengisstefna í brennidepli efnahagsmála. Miklar gengissveiflur helstu gjaldmiðlanna á undanförnum árum hafa valdið fyrirtœkjum erfiðleik- um og margir líta með söknuði til þeirra ára sem alþjóðlegt samkomulag ríkti um gengisfestu, svo ekki sé talað um árin þegar gullfóturinn var við lýði. Evrópska myntkerfið (EMS), sem stofnað var árið 1979 af8 löndum innan EB, var tilraun til að draga úr gengis- sveiflum og hefur tekist vel að flestra dómi; svo vel að ýmis Evrópulönd utan kerfisins íhuga nú hvort ekki sé œskilegt að slást í hópinn. S. I. vetur var þetta t. d. umrœðuefnið á ráðstefnu EFTA land- anna sex, Austurríkis, Finnlands, ís- lands, Noregs, Sviss og Svíþjóðar. Á ráðstefnunni hélt hollenski seðla- bankastjórinn, W.F. Duisenberg, framsöguerindi og lýsti sig þar mjög eindreginn fylgismann víðtækara sam- starfs um gengismál en það sem EMS í núverandi mynd felur í sér. Hann rifj- aði m.a. upp ástand gengismála í heim- inum á liðnum árum og gerði mikið úr því óhagræði sem gengissveiflur hafa valdið. Gengisbreytingar hafi yfirleitt seint áhrif til leiðréttingar á viðskipta- jöfnuði og þurfi oft að vera miklar til að ná tilætluðum árangri. Þessu fylgi óvissa um verðbólgu- eða samdráttar- áhrif, óvissa um áhrif á vexti, óvissa um viðbrögð stjórnvalda og óvissa um samkeppnisstöðu fyrirtækja. Allt verði þetta til þess að draga úr áhuga manna til að fjárfesta og stunda við- skipti, og skerðir þar með hagvöxt. Flest lönd geri sér þetta ljóst og þess vegna hafi verið uppi tilburðir í þá átt að auka samstarf um gengismál á heimsvísu þótt með litlum árangri sé. Á evrópuvísu hafi hins vegar hvað mestum árangri verið náð með stofnun Evrópumyntkerfisins. Þrátt fyrir nokkrar uppstokkanir hafi tekist að halda gengisstöðugleika á milli aðild- arlandanna og það hafi haft aðhalds- áhrif. Síðan vék Duisenberg að gengis- stefnu Evrópulandanna utan Evrópu- myntkerfisins og þá einkum Bretlands og EFTA-landanna. Til skamms tíma lögðu Bretar mest upp úr því að stýra peningamagni beint í því skyni að hafa stjórn á verðbólgu, en gengið var látið hafa sinn gang. Upp á síðkastið hafa á- herslurnar hins vegar breyst og nú er lagt meira upp úr því en áður að halda genginu stöðugu. Er þá gjarnan litið til þýska marksins um viðmiðun í því sam- bandi og bresk stjórnvöld hafa látið að því liggja, að sá tími muni koma að Bretar gangi inn í samstarfið um geng- ismál. Þýska markið er einnig mikilvæg viðmiðun fyrir tvö EFTA landanna, Austurríki og Sviss. Allt frá 1981 hefur Austurríki haldið gengi sinnar myntar stöðugu gagnvart þýska markinu, og hefur það verið yfirlýst markmið stjórnvalda. Gengi svissneska frank- ans hefur einnig fylgt þýska markinu í gegnum tíðina, en það hefur gerst án þess að það væri eitthvert markmið í sjálfu sér. Það vill bara svo til að bæði V.Þjóðverjar og Svisslendingar hafa fylgt svipaðri efnahagsstefnu, sem hef- ur einkennst af aðhaldi. Gengisstefna hinna landanna í EFTA hefur hins vegar verið af öðrum toga. Svíþjóð, Noregur, Finnland og ísland hafa öll miðað gengi sinna gjald- miðla við myntkörfur, þar sem vægi myntarinnar ræðst af mikilvægi henn- ar í viðskiptum. Þetta hefur síðan í för með sér, að þótt meðalgengi sé haldið stöðugu, þá getur gengi hverrar ein- stakrar myntar í körfunni sveiflast mik- ið. / þeim tveimur árum sem meðal- gengi íslensku krónunnar var haldið stöðugu sveiflaðist t.d. gengi flestra myntanna í körfunni verulega. Á með- an dollarinn lækkaði, hækkaði gengi evrópumyntanna og japanska yensins gagnvart krónunni. Það óhagræði sem Duisenberg talar um að stafi af gengis- sveiflum er því ennþá til staðar í svona kerfi. Það er af þessari ástæðu sem Duisenberg mælist til þess að EMS verði víkkað út og að fleiri lönd verði þátttakendur. Ekki aðeins þau lönd EB sem ennþá eru utan kerfisins held- ur einnig EFTA löndin. Þátttakendur í svona samstarfi yrðu að gæta ýtrasta aðhalds í hagstjórn og kerfið setur þeim að því leyti ákveðnar skorður. En samanborið við sjálfræðið í reynd, þar sem gengissveiflur valdi óvissu og óróa og aðlögun að breyttum aðstæðum gangi erfiðlega þrátt fyrir allt, þá sé svona samstarf mun betri kostur. Fyrir íslendinga eru viðbrögð norska seðlabankastjórans, Hermod Skánland athyglisverð. Hann heldur því fram að gengistilhögun þeirra Norðmanna hafi gefist þeim vel allt frá 1978 þegar hún var sett á laggirnar, og að svo komnu máli sé ekki ástæða fyrir Norðmenn að tengjast Evrópumynt- kerfinu. Öðru máli gegni ef EMS verð- ur víkkað út. í því sambandi nefnir hann að hlutdeild EMS-myntanna í myntkörfu þeirra sé 44%, en ef Bret- land slæst í hópinn muni hlutdeildin aukast í 59%, og ef EFTA löndin geri slíkt hið sama muni samtals 80% við- skiptanna falla undir hið útvíkkaða myntsvæði. Ef af þessu yrði myndi málið líta öðru vísi út. Eftir sem áður hefði hann þó vissar efasemdir um á- gæti slíks samstarfs, á meðan EFTA löndin væru utan EB og hefðu ekki sömu möguleika á að hafa áhrif á sam- hæfingu hagstjórnar og aðildarlönd EB. Þess má geta, að Norðmenn hafa um þessar mundir lagt mikið upp úr því að halda meðalgengi myntar sinnar föstu þrátt fyrir verulegan tekjumissi vegna Efni: ________ •JFTA-löndin og afstaðan til EMS • Efnahagsbandalag Evrópu, þriðji hluti • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.