Vísbending


Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 1
VISBENDÍNG VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 25.6 29.JÚNÍ1988 SAMRUNI FYRIR- TÆKJA FÆRIST f VÖXT UM ALLAN HEIM / Bandaríkjunum, þar sem fjár- magnsmarkaður er hvað þróaðastur í heiminum, á samruni fyrirtækja sér langa sögu. Oft hefurþað komið í bylgj- um, að fyrirtœki rjúka til og kaupa sig inn í annað, og ein slík hefur einmitt verið að ganga yfir á undanförnum mánuðum í Vesturheimi. En samruni fyrirtækja hefur ekki bara færst í vöxt í Bandaríkjunum heldur virðist sem alda fyrirtækjasamruna færist yfir um allan heim. Petta er sérstaklega áberandi um þessar mundir í löndum Evrópubanda- lagsins, en einnig t.d. á Norðurlöndun- um. Og það er einkennandi fyrir þessa óldu fyrirtækjasamruna að hún er mjög alþjóðleg. Fyrirtæki í Evrópu eru að kaupa sig inn í eða yfirtaka fyrirtœki í Bandaríkjunum, fyrirtæki í Japan kaupa upp fyrirtœki í bœði Evrópu og Bandaríkjunum og bandarísk fyrirtœki leita einkum eftir samruna við evrópsk fyrirtœki. ísland hefur heldur ekkifarið varhluta af þessari þróun, en hér er samruni fyrirtækja að mestu bundinn við verslunar- og þjónustugreinar. Samruni í Bandaríkjunum___________ í Bandaríkjunum hafa svipaðar hreyfingar átt sér stað á bæði sjöunda og áttunda áratugnum. Á þessum tíma var í tísku að stór fyrirtæki á tilteknu sviði færðu út kvíarnar og hösluðu sér völl á einhverju öðru sviði. Árangur- inn reyndist hins vegar ekki ýkja glæsi- legur og nýleg könnun sýnir að flest þessara fyrirtækja hafa síðan selt aftur fyrirtækin sem þau keyptu. í þetta skipti virðist ýmislegt annað vera uppi á teningnum. Nú er meira um það að fyrirtæki kaupi önnur fyrir- tæki í sömu grein til þess að ná fram meiri stærðarhagkvæmni og til þess að ná betri fótfestu á erlendum mörkuð- um. Svo er það líka til í dæminu, að fyrirtæki prófi sig áfram og kaupi fyrir- tæki í tilraunaskyni til að vita hvort þau passi aðalstarfseminni, en líka til þess að hagnast á sölu þeirra ef svo ber und- ir. Ef litið er til Bandaríkjanna sérstak- lega mætti hugsa sér að fyrirtæki væru að nýta sér óvenjulegar aðstæður sem ríkja þar um þessar mundir. Lágir vextir, tiltölulega lágt verð á hlutabréf- um og e.t.v. ótti um að nýr forseti grípi til íþyngjandi aðgerða á næsta ári gætu hugsanlega átt sinn þátt í þessu. Og Evrópubúar og Japanir njóta í þessu sambandi auðvitað góðs af lágu gengi dollars gagnvart þeirra myntum. Hins vegar er það álit margra, að ólíkt fyrri bylgjum af þessum toga, þá sé þessi djúpstæðari og vari líklega lengur en hinar. Menn búi að reynslu liðinna ára, og nú er meira en áður lagt upp úr þvf að stjórnendur hafi meiri yfirsýn yfir reksturinn. Allt stefni þetta þess vegna í átt til meiri hagkvæmni og sé svar við síaukinni samkeppni í heiminum. Samruni í Evrópu Árið 1992 á eins og kunnugt er að ríkja fullt frelsi í viðskiptum með vör- ur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn í löndum Evrópubandalagsins og breyt- ingar í þessa átt eru þegar komnar fram. Ein afleiðing þessara breytinga er einmitt vaxandi samruni fyrirtækja, sem sjá sér hag í því að verða stærri og vera þannig betur búin undir hina auknu samkeppni. Fræg dæmi um þetta eru samrunar banka á Spáni, en nýlega sameinuðust stærsti og næst- stærsti bankinn og einnig fjórði og sjötti stærsti bankinn. Þótti ýmsum tími til kominn, þar sem á Spáni munu vera starfandi um 100 bankar og þar er eitt bankaútibú á 1200 íbúa. Er kostn- aður við bankastarfsemi mun hærri þar en t.d. í Bretlandi, Frakklandi og V.Þýskalandi. Danir hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Þar hafa litlir bankar sameinast og nokkuð hefur ver- ið um það að stærstu bankarnir kaupi hlutabréf í öðrum bönkum upp að því marki sem slíkt er leyfilegt. Þá hefur einnig farið fram samruni bankastofn- ana í löndum eins og V.Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Samruni fyrirtækja í Evrópu er þó engan veginn bundinn við aðildarlönd Evrópubandalagsins. Svíar hafa t.d. verið stórtækir á undanförnum mán- uðum og munu frá því í september s.l. hafa eytt sem svarar til 8 milljarða doll- ara til kaupa á erlendum hlutabréfum. Volvo hefur t.d. yfirtekið hluta af Leyland fyrirtækinu breska; Euroc, sem er byggingarfyrirtæki, hefur á- samt norsku fyrirtæki keypt annan stærsta sementsframleiðanda í Bret- landi og stærsta tryggingarfyrirtæki Svíþjóðar hefur sameinast finnsku tryggingarfyrirtæki og hyggst kaupa helming hlutafjárins í öðru stærsta tryggingarfyrirtæki í Noregi. Nýlega tilkynntu svo tveir af stærstu bönkum á Norðurlöndunum að þeir hyggðust taka upp samvinnu sín á milli um bankaþjónustu, og þegar reglur um er- lendar fjárfestingar hafa verið rýmkað- ar er búist við að norskir og danskir að- ilar bætist í hópinn. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en tína mætti til fjölmörg önnur Efni: • Samruni fyrirtækja færist ívöxt _____ • Spár um gengi helstu____ gjaldmiðla • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.