Vísbending


Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING dæmi um yfirtöku eða samruna fyrir- tækja á undanförnum mánuðum víða um heim. Samruni á íslandi __________________ Pótt Island sé að miklu leyti lokað erlendum fjárfestum og þó að hér sé til einungis vísir að hlutabréfamarkaði, virðist sem samruna fyrirtækja hafi upp að vissu marki gætt í ríkara mæli nú að undanförnu en áður. Það er eink- um á sviðum verslunar og þjónustu sem örlar á þessu, eða á þeim sviðum þar sem samkeppni er hvað hörðust. Á höfuðborgarsvæðinu hafa tiltekn- ir stórmarkaðir yfiitekið aðra og ný- lega yfirtók eitt bakaríið nokkur önn- ur. Hörð samkeppni í tímaritaútgáfu hefur líka orðið til þess að þar hefur samruni átt sér stað og sama má segja um auglýsingastofur. Allt gerist þetta tiltölulega hljóðlega fyrir sig í samning- um á milli hlutaðeigandi aðila og án þess að stjórnvöld komi þar nærri. I þessum tegundum viðskipta er tiltölu- lega oft skipt um eigendur og ekki þyk- ir tiltökumál þótt einn gefist upp á rekstrinum, því ekki skortir áhuga- sama aðila sem vilja spreyta sig og gera enn betur. Verslunar- og þjónustufyrirtækin eiga það flest sammerkt að stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að styrkja þau sérstaklega; hvorki í formi hagstæðra lána eða beinna styrkja. Miklu fremur hafa þau séð ástæðu til að íþyngja þeim umfram aðrar atvinnugreinar; t.d. í formi hærri skatta (launaskattur og skattur á verslunar- og skrifstofuhús- næði). Pessi fyrirtæki eiga því ekki um annað að velja en að reyna að gæta ýtr- ustu hagkvæmni. Þau geta aldrei reitt sig á að stjórnvöld komi þeim til hjálp- ar ef illa árar. Og greinilegt er, að ein leið fyrir þau til að bregðast við aukinni samkeppni er að sameinast og stækka þar með rekstrareiningarnar. Það er varla tilviljun, að í þeim at- vinnugreinum sem eru stjórnvöldum þóknanlegar, í þeim skilningi að þær hafa notið ýmis konar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins, er afar lítið um eigenda- skipti og samruni fyrirtækja er fátíður. Þegar þeim sem stunda búrekstur eru tryggðar ákveðnar tekjur, er ekki við því að búast að þeir reyni að finna hagkvæmustu leið í búvöruframleiðslu. Og þegar þeim sem stunda frystihúsa- rekstur eru tryggðar ákveðnar tekjur fyrir framleiðslu sína í gegnum gengisskráningu og með annarri fyrirgreiðslu, þá er ekki heldur við því að búast að þeir leiti hagkvæmustu leiða. í nágrannalöndum okkar stefnir allt í þá átt að fjármagn fái að streyma hindrunarlaust yfir landamæri, og að fyrirtækjum verði jafnframt búin sam- bærileg skilyrði af hálfu stjórnvalda. Þetta mun væntanlega gilda um allar atvinnugreinar að landbúnaði undan- skildum. Við þær aðstæður mun fjár- magnið leita þangað sem arðsvonin er mest og samkeppni á jafnréttisgrund- velli mun knýja fyrirtækin til að leita hagkvæmustu leiða. Það verður ekki lengur hægt að skáka í skjóli tollmúra, ríkisstyrkja eða annarrar fyrirgreiðslna af hálfu stjórnvalda og ala þannig á ó- hagkvæmum framleiðsluháttum. Fyrir hin löndin verður þess vegna erfiðara að standast samkeppnina og þeim mun erfiðara sem viðbrögðin fela í sér enn meiri ríkisaðstoð. SPÁR UM GENGI HELSTU GJALD- MIÐLA AÐ ÁRILIÐNU Tvisvar á ári leitar tímaritið Euromo- ney Treasury Report til helstu spástofn- ana í heiminum og biður þœr að spáfyr- ir um gengi helstu gjaldmiðla að ári liðnu. Íjúníhefti tímaritsinserbirtálit37 spástofnana á því hvert muni verða gengi hinna ýmsu mynta í júní á nœsta ári. Hér á eftirfara helstu niðurstöður. Pýska markið______________________ Meðaltalsspá sérfræðinganna fyrir þýska markið hljóðaði upp á tæplega 5% gengishækkun gagnvart banda- ríkjadollar, eða 1,64 DM/$. Sú spá gengur út frá genginu 1. júní s.l., sem þá var skráð 1,73 DM/$. Um síðustu helgi var dollarinn skráður á 1,82 þýsk mörk þannig að gengishækkunin verð- ur þeim mun meiri, gangi meðaltals- spáin eftir. Þeir sem spá hækkun þýska marks- ins gagnvart dollar gera yfirleitt ráð fyrir því að þýsk peningamálayfirvöld beiti áfram aðhaldssamri peninga- málastefnu og muni hiklaust t.d. hækka vexti ef nokkur hætta væri á aukinni verðbólgu. Þeir hinir sömu eru jafnframt fremur svartsýnir á að bandarísk stjórnvöld muni grípa til að- gerða sem gætu orðið til þess að styrkja dollarann, t.d. að draga úr rík- issjóðshalla. Þessi þáttur er þó háður sérstakri óvissu vegna kosninganna í haust. Svo er á hitt að líta, að viðskiptajöfn- uður Bandaríkjanna lítur heldur skár út um þessar mundir en áður, og marg- ir virðast þeirrar skoðunar að dollarinn hafi þess vegna náð lágmarki. Fremur fáir álíta samt að hann eigi eftir að styrkjast eitthvað að ráði, en þeir eru þó til sem spá því að dollarinn fari allt upp í 2 mörk. Breska pundiö________________________ Að meðaltali spá sérfræðingarnir að dollarinn verði svo til óbreyttur gagn- vart bresku pundi, eða um 1,83 $/£ og að þýska markið hækki um tæplega 5% gagnvart pundinu. Þetta myndi þýða að þýsk mörk í pundi yrðu um þrjú að ári liðnu. Breska pundið hefur til skamms tíma verið að styrkjast gagnvart marki, en ýmsir sérfræðinganna voru samt á því að það myndi ekki gilda til langframa. í því sambandi var bent á vaxandi við- skiptahalla og ennfremur á vaxandi verðbólguþrýsting. Aðrir bentu hins vegar á að stjórnvöld væru líkleg til að verja pundið frekara falli með því að hækka vexti. Japansktyen________________________ Eins og fyrri daginn hafa menn al- mennt sömu tröllatrú á japanska yen- inu og á þýska markinu, og ef eitthvað er, þá heldur meiri. Meðaltalsspá sér- fræðinganna hljóðar upp á 5% gengis- hækkun gagnvart dollar, sem þýðir að dollarinn verði að ári liðnu kominn niður í 119 yen. Japanir hafa að undanförnu sýnt fram á einstaka aðlögunarhæfni og þrátt fyrir hátt gengi yensins gagnvart dollar hefur þeim tekist að halda út- flutningi í horfinu. Hagvöxtur er þar nú engu minni en áður var og er nú drifinn áfram af aukinni neyslu og eftirspurn heima fyrir í stað útflutnings áður. Af þessum ástæðum hafa menn yfirleitt mikla trú á því að gengi japanska yens- ins verði áfram hátt og ætla sumir að það muni jafnvel hækka gagnvart þýska markinu. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.