Vísbending


Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING Spá um gengi 1. júní 1989 Þýskt mark gagnvart dollar Dollar gagnvart ensku pundi Evrópumyntkerfiö____________________ Svo sem kunnugt er ríkir samkomu- lag á milli 8 ríkja innan EB um gengis- stöðugleika mynta þeirra. Er gengi myntanna leyft að sveiflast upp eða nið- ur um 2,25% frá viðmiðunargengi, nema gengi ítölsku lírunnar sem má sveiflast um 5%. Lengi vel hefur þýska markið skapað viðmiðunina og hin löndin hafa þurft að hafa sig öll við til að fylgja þýska markinu eftir. Þetta hefur samt tekist; í það minnsta frá byrjun árs 1987, en þá fór fram seinasta uppstokkun á gengi gjaldmiðlanna í EMS. Franski frankinn. Meðaltalsspáin fyrir gengi franska frankans hljóðar upp á 3,47 franka í þýsku marki sem þýðir jafnframt að hann fari aðeins nið- ur úr “gólfinu" sem EMS kerfið setur. Þetta þýðir m.ö.o. að gengið lækki um 2,7% gagnvart þýsku marki frá 1. júní 1988. í þessu sambandi líta menn til 10 12 14 16 18 Fjöldi spástofnana verðbólgumunarins (verðbólga er heldur hærri í Frakklandi en í V.Þýskalandi), en einnig til lakari horfa um utanríksviðskipti og til póli- tísks þrýstings á lægri vexti. ítölsk líra. Að meðaltali búast menn við að gengi lírunnar verði orðið 3,2% lægra gagnvart þýsku marki í júní á næsta ári. Þetta þýðir að þá verða 769 lírur í þýska markinu. Ýmsar ástæður eru nefndar til sögunnar. Mikill halli á ríkissjóði (11% af landsframleiðslu), skuldir sem samsvara árslandsfram- leiðslu og hnignandi viðskiptajöfnuður auk hlutfallslega mikillar verðbólgu. Dönsk króna. Flestir spáspekingarn- ir álíta gengisfall dönsku krónunnar ó- umflýjanlegt og að meðaltali reikna þeir með því að gengi krónunnar verði skráð 3,7% lægra gagnvart þýsku marki að ári liðnu. Aðeins þrír af 37 sérfræðingum spá því að danska krón- an haldist ofan “gólfsins“. Gangi með- altalsspáin eftir verða 3,95 danskar krónur í þýsku marki í júní á næsta ári. Belgískur franki. Það er almennt á- litið, að belgíski frankinn standi tiltölu- lega sterkt að vígi. Meðaltalsspáin reiknar með 21,36 belgískum frönkum í þýsku marki að ári liðnu, en “gólfið“ er um þessar mundir 21,10 gagnvart marki. Verði um uppstokkun að ræða er jafnvel búist við því að belgíski frankinn fylgi markinu eitthvað áleið- is. Hollensk gyllini. Það gildir svipað um hollenska gjaldmiðilinn og þann belgíska, að ekki er búist við breyting- um á gengi hans gagnvart þýsku marki. Er jafnvel reiknað með því að hann fylgi þýska markinu að fullu leyti. írskt pund. Það er einróma álit spá- spekinganna að gengisfall írska punds- ins gagnvart þýsku marki sé óumflýj- anlegt. Að meðaltali er reiknað með 2,6% gengislækkun. Skandinavía__________________________ Svíþjóð. Allir nema einn spáðu gengislækkun sænsku krónunnar gagnvart þýsku marki. Meðaltalsspáin hljóðar upp á 4,7% lægra gengi að ári liðnu, sem þýðir 3,65 sænskar krónur í þýsku marki. Eins og íslenska krónan, er gengi sænsku krónunnar miðað við meðalgengi gjaldmiðla helstu við- skiptalandanna, og þar vegur dollar 20%. Þess vegna er ljóst að gengið gagnvart markinu fer mikið eftir gengi dollars. Noregur. Gengi norsku krónunnar lækkar gagnvart þýsku marki um 6,9% skv. meðaltalsspánni fyrir júní á næsta ári. Norskir aðilar eru hins vegar bjart- sýnni á gengi krónunnar og spá lækkun verðbólgunnar ( 4-5% á þessu ári), batnandi viðskiptajöfnuði og hóflegum launahækkunum á næsta ári. Finnland. Finnska markið var ekki með í spá sérfræðinganna, en „Euromoney Treasury Report“ hefur hins vegar spáð stöðugleika finnska marksins út þetta ár og byggir það á vilja stjórnvalda til að hamla gegn verðbólgu. Aðrarmyntir_________________________ Menn eru yfirleitt sammála um að bæði svissneski frankinn og austurríski schillingurinn haldi báðir gildi sínu gagnvart þýska markinu, hvað sem á dynur. Sama aðhaldsstefnan sé ríkj- andi í Sviss og er í V.Þýskalandi og austurrísk stjórnvöld hafi skuldbund- ið sig til að fylgja þýska markinu eftir. Gengi spánska pesetans á hins vegar að lækka gagnvart þýsku marki um 6% skv. meðaltalsspánni. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.