Vísbending


Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.06.1988, Blaðsíða 4
BRETLAND:___________________________ Seðlabanki hækkar vexti afóttaum vaxandi verðbólgu___________________ Að undanförnu hefur ýmislegt bent til þess að verðbólga gæti verið á upp- leið í Bretlandi. Mikill uppgangur er á ýmsum sviðum efnahagslífsins og hon- um hefur fylgt miklar launahækkanir og jafnframt mikil aukning útlána. Þessi útlánaaukning er mest hjá einka- aðilum og t.d. hafa lán til þeirra aukist að undanförnu um sem svarar til 30% á einu ári. Af þessum ástæðum hækkaði Englandsbanki vexti á lánum til við- skiptabanka úr 8,5% í 9% í síðustu viku. Vaxtahækkuninni er ætlað að draga úr útlánum og þar með úr þeirri verð- bólguhættu sem nú vofir yfir. Á hinn bóginn draga ýmsir í efa að þetta nái tilætluðum árangri, og þá fyrst og fremst vegna þess að meiri tregða virð- ist ríkja á húsnæðislánamarkaðinum en á öðrum lánamörkuðum. Um þess- ar mundir eru vextir á lánum stærstu húsnæðislánafyrirtækjanna 9,8% og hafa lítið breyst þrátt fyrir breytingar á vöxtum Englandsbanka. T.d. breyttust þeir ekki þegar Englandsbanki lækk- aði vexti úr 9% eins og þeir voru í mars s.l. niður í 7,5% í maí- Það er hins vegar vandrataður með- alvegurinn í hagstjórn á Bretlandi um þessar mundir. Hærri vextir þýða jú væntanlega minni útlán og draga þannig úr þenslu, en þeir styrkja jafn- framt stöðu pundsins og það er ekki á- kjósanlegt eins og nú árar. Ýmsir meta stöðuna þannig að vextir hefðu þurft að hækka jafnvel meira til að hafa til- ætluð áhrif, en ólíklegt sé að til þess komi nema þá að staða pundsins versni eitthvað. Og til þess gæti raunar komið ef halli á viðskiptum við útlönd heldur áfram að versna. JAPAN:_______________________________ Hagvöxtur á íyrsta ársfjórðungi sam- svarar 11% á einu ári________________ Það eru rúmlega tíu ár síðan hag- vöxtur á einum ársfjórðungi hefur ver- ið þetta mikill í Japan, eða 11,3% á árs- grundvelli. Er þetta áframhald á uppsveiflu í Japan sem hófst um mitt ár í fyrra. Um það leiti hafði japanska yenið hækkað mikið gagnvart dollar og samdráttur af þeim sökum yfirvofandi. Við þessu brugðust stjórnvöld hins vegar með því að lina mjög tökin á pen- ingamálum, og með þeim árangri sem að ofan greinir. Á seinasta ársfjórð- VISBENDING ERLEND FRÉTTABROT ungi síðasta árs var hagvöxtur 7% á ársgrundvelli og kom þessi mikla aukn- ing nú talsvert á óvart. Uppruna þessa mikla hagvaxtar er ekki að leita til aukins útflutnings eins og vaninn hefur verið í Japan á undan- förnum árum. Nú er það eftirspurnin heima fyrir sem hefur tekið kipp upp á við á meðan útflutningur stendur svo til í stað. Þar með hafa Japanir greinilega komið til móts við kröfur ýmissa ríkja um að þeir örvi eftirspurn heima fyrir svo að meira jafnvægi megi ríkja í heimsviðskiptunum. Hagvöxtur á öllu árinu 1988 verður þess vegna væntan- lega öllu meiri en þau 3,8%, sem spáð hafði verið, og er nú búist við 5,2% hagvexti yfir allt árið. V.PÝSKALAND: _____________________ Samstarf um gengismál (EM8) kem- ursérvel fyrir útríutning Á síðasta ári jókst útflutningur V.Þjóðverja til annarra EB-landa um 6% að raunvirði, og á þessu ári er búist við að útflutningur aukist alls um 3- 4%. Er þessi árangur rakinn til sam- starfs 8 EB-landa um gengisstefnu, þar sem v.þýska markið hefur verið leið- andi gjaldmiðill. Aðhaldssöm peninga- málastefna V.Þjóðverja hefur stuðlað að háu gengi auk þess sem verðbólgu hefur verið haldið í skefjum og er hún nú sú minnsta í þessum átta löndum. Á sama tíma hefur gengi gjaldmiðla hinna landanna verið haldið stöðugu gagnvart þýsku marki (allt frá janúar 1987), en verðbólga verið þar heldur meiri. Samkeppnisstaða þýskra fyrir- tækja hefur þess vegna batnað gagn- vart fyrirtækjum hinna landanna og er aukning samkeppnishæfninnar metin um 2% frá byrjun ársins 1987. Á þessu ári er áfram búist við batn- andi samkeppnisstöðu þýskra fyrir- tækja, a.m.k. svo framarlega sem upp- stokkun á sér ekki stað á gengi gjaldmiðlanna átta. Lengi vel var búist við slíkri uppstokkun, sem þá fæli í sér gengislækkun flestra gjaldmiðlanna gagnvart þýska markinu, en nú eru raddir um uppstokkun á þessu ári ekki eins háværar og áður. Sérstaklega þar sem niðurstaða frönsku kosninganna virðist ekki gefa neitt slíkt til kynna. Eftirspurn eftir áli í Vestur-Evrópu fervaxandi___________________________ Á fundi Samtaka evrópskra álfram- leiðenda, sem haldinn var nýlega, kom fram að eftirspurn eftir áli í V.Evrópu fer vaxandi á þessu ári og slær þar með væntanlega út meteftirspurnina frá því í fyrra. Evrópskar verksmiðjur fram- leiddu 3,5 milljón tonn af áli í fyrra, sem dugði engan veginn til að full- nægja eftirspurninni, því auk þess sem gengið var á birgðir (170.000 tonn) þá varð að flytja inn 430.000 tonn. Nú er svo komið að ekki verður lengur gengið á birgðir og því er búist við að innflutningur aukist enn frekar á þessu ári og verði 650.000 tonn. Formaður samtakanna, Theodor Tschopp, bjóst þó ekki við því að þeg- ar til lengri tíma væri litið yrði fram- leiðslugetan aukin að ráði. Skynsam- legra væri að halda óbreyttri framleiðslugetu og láta innflutning sjá til þess að eftirspurnarsveiflum yrði mætt. Almennt um stöðu iðngreinar- innar sagði Tschopp að hún væri við- kvæm fyrir sveiflum í gengi dollars, en það er sá gjaldmiðill sem viðskipti með ál miðast við. Rekstrarkostnað evr- ópskra verksmiðja sagði hann vera ó- venju háan og ef dollarinn félli um önn- ur 5 eða 10% þá væri rekstur þeirra í mikilli hættu. Hins vegar gætti bjart- sýni á fundinum um að orkukostnaður gæti farið lækkandi, eftir því sem Evr- ópubandalagið nálgaðist það takmark að verða einn markaður og EFTA- löndin aðlöguðust þeim markaði í rík- ara mæli. Þá myndi orka (einkum kjarnorka) eiga auðveldara með að flæða á milli landa og verða þannig ó- dýrari en nú væri. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem meö Ijósritun eöa á annan hátt aö hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.