Vísbending


Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VMRIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMAL 26.6 6.JÚLÍ1988 GENGI DOLLARS: SAMA ÓVISSAN ÁFRAM Fyrir um tveimur vikum síðan tók gengi dollars skyndilega að hækka, eftir að hafa verið tiltölulega stöðugt allt frá áramótum. En þótt "markaðurinn" meti dollarann þetta mikils um þessar mundir, þá hafa seðlabankar ýmissa landa áhyggjur af of mikilli uppsveiflu dollarans eins og nú árar. Þeir gripu því til þess ráðs að auka framboð á dollur- um til að stemma stigu viðfrekari hœkk- un. Nú er gengi dollars komið upp í 1,82 þýsk mörk og 134,9 yen (4. júlí) eftir að hafa verið um nokkurn tíma á bilinu 1,60-1,70 mörk og í kringum 1,25 yen. Engu að síður er mjög óvíst hversu varanleg þessi breyting verður og umdeilt er í hvaða átt gengi dollarans á eftir að stefna þegarfrá líður. Astæður fyrir hækkun Það sem af er ársins hefur dollarinn hækkað um 16% gagnvart þýsku marki, um 10% gagnvart yeni og um 7% gagnvart viðskiptavog. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar til að út- skýra þennan vaxandi styrk dollars, en þyngst vega eflaust upplýsingar um minnkandi halla á vöruskiptajöfnuði Bandaríkjanna og aukinn vaxtamunur á peningamarkaði í Bandaríkjunum annars vegar og á peningamörkuðum annarra iðnríkja hins vegar. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs minnkaði hallinn á vöruviðskiptum Bandaríkjanna niður í 47 milljarða dollara, en hafði verið 55 milljarðar á sama tíma í fyrra. Og á hálfs árs tíma- bili fram að apríl s.l. hefur útflutningur vaxið um 35% á ársgrundvelli, á með- an innflutningur hefur á sama tíma vaxið um aðeins 7%. Ef þessi þróun heldur áfram má búast við að jafnvægi náist í vöruviðskiptunum á tveimur árum. Hin meginástæðan fyrir gengis- hækkun, vaxtamunurinn, er þó vænt- anlega ekki síður mikils verð. Seðla- tiltrú manna á dollarann. En þar að auki virðist svo sem að seðlabankar helstu iðnríkjanna séu ekki eins sam- taka og almennt var haldið, um að halda gengi dollars innan vissra marka. Það var trú margra að seðlabankar reyndu að halda genginu ekki hærra en 130 yen og 1,80 þýsk mörk, en annað kom á daginn. Viðbrögð seðlabanka En þegar ljóst var að dollarinn færi Gengi dollars gagnvart: DM 1,84- 1,80- 1,76- 1,72 1,68 1,64 1,60- 1,56 jan. feb. mars apríl 1988 juni Yen -140 136 132 ¦128 124 -120 banki Bandaríkjanna hefur fylgt aðhaldssamri peningastefnu á þessu ári til að fyrirbyggja verðbólguaukningu og hún hefur sagt til sín í hækkun vaxta. Er nú svo komið að vaxtamunur á skammtímavöxtum í Bandaríkjunum gagnvart umheiminum hefur ekki ver- ið eins hár síðan árið 1985. Og í fyrsta skipti á þremur árum eru vextir á ríkis- skuldabréfum til langs tíma hærri en meðaltal slíkra vaxta í umheiminum. Þessir vextir eru um 9% um þessar mundir í Bandaríkjunum, en t.d. að- eins tæp 5% í Japan. Til viðbótar þessum tveimur skýr- ingum á hækkandi dollaragengi má síðan nefna, að beinar erlendar fjár- festingar hafa aukist verulega að und- anförnu í Bandaríkjunum og það eykur eitthvað yfir þessi mörk leið ekki á löngu þar til að seðlabankar ýmissa landa gripu inní. Seðlabanki Banda- ríkjanna reið á vaðið og síðan komu evrópsku bankarnir í kjölfarið. Stærst- an hlut átti Vestur-Þýski seðlabankinn, sem seldi alls á milli 700 og 800 milljón dollara og samanlagt seldu seðlabank- Efni: • Gengi dollars • Hagfræði, stjórnmál og hagsmunir • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.