Vísbending


Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.07.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING BRETLAND:____________________________ Meiri afgangur á fjárlögum en áætl- aðvar________________________________ Nú er útlit fyrir meiri afgang á bresk- um fjárlögum, fjárlagaárið 1988-89, en fyrst var áætlað. Að öllum líkindum verður hann í kringum 6 milljarðar punda (áður áætlaður 3 milljarðar punda), og samsvarar það 1,5% af landsframleiðslu. Þetta þýðir að áfram verður dregið úr opinberum útgjöld- um, sem verða þá komin niður fyrir 42% af landsframleiðslu. (Fyrir aðeins fimm árum síðan var hlutfallið komið upp í rúmlega 46%). Jafnframt skapast þá tækifæri til að grynnka á ríkisskuld- um. Útgjöld skv. fjárlögunum bresku verða alls 172 milljarðar punda og þar af fer alls 11,6% til varnarmála. Vís- indi og menntir fá 13,2% heildarút- gjaldanna, heilbrigðismál 12,7%, dómsmál fá 5% og húsnæðismál 3,3%. Til ýmissa velferðarmála fara svo 28,8% útgjaldanna. Gott gengi ríkisfjármála á að hluta til rætur að rekja til einkavæðingar- herferðar breskra stjórnvalda. Og ný- lega lét fjármálaráðherrann, Nigel Lawson, svo um mælt, að ekkert ríkis- fyrirtæki gæti verið öruggt um að verða ekki selt einkafyrirtækjum. Sönnunarbyrðin hefði breyst og nú væri spurt hvers vegna fyrirtæki væru yfir höfuð f eigu ríkisins. Frá því að ríkisstjórn Thatchers tók við völdum árið 1979 hefur hún selt 40% ríkisfyrirtækja og áður en langt um líður verður búið að selja 60% þeirra. Lawson segir stjórnina ekki ætla að láta þar við sitja, heldur mun áfram stefnt í átt til meiri einkavæðing- ar. Fyrirhugað er t.d. að selja breska járnbrautarfyrirtækið og kolafyrirtæk- ið, auk þess sem undirbúningur er haf- inn að sölu breska stálfyrirtækisins og bankastarfsemi póstþjónustunnar. BANDARÍKIN: Purrkarnir hafa margvísleg áhrif___ Það hefur varla komið dropi úr lofti í miðvesturríkjum Bandaríkjanna í meira en mánuð og sums staðar hafa þurrkar staðið yfir linnulítið mest allt árið. Þetta hefur komið niður á upp- skeru ýmissa korntegunda, einkum sojabauna, maís og hveitis, og verðið hefur rokið upp. Verð á sojabaunum hefur tvöfaldast á seinustu níu mánuð- um og verð á maís hefur aldrei verið hærra. Af þessum sökum hafa verð- bólguhorfur verið endurmetnar og er ERLEND FRÉTTABROT verðlagshækkun matvara nú áætluð á bilinu 3-5% í stað 2-4% áður. Ástæðan fyrir hækkun matvaranna liggur þó frekar í óbeinum áhrifum af uppskerubrestinum heldur en beinum verðhækkunum matvara úr kornvör- um. Kornvörur eru jú mikilvæg fæða fyrir nautgripi, svín og hænsni og af- urðaverð þessara dýra speglar verð- breytingar á kornvörum. Fyrstu áhrif eru þó þau, að dýrin verða skorin nið- ur, sem eykur framboðið og lækkar verðið. Til lengri tíma litið er samt við- búið, að fækkun dýranna kalli á hærra afurðaverð og slíkt gæti staðið nokkuð lengi, þar sem það tekur talsverðan tíma að reisa stofninn aftur við. En eins dauði er annars brauð. T.d. má reikna með að hærra kjötverð stuðli að meiri fiskneyslu og ýti þar með undir hærra fiskverð. Hækkun verðs á sojabaunum hefur þegar aukið eftirspurn eftir fiskmjöli og knúið verð á því upp. íslenskur sjávarútvegur gæti þess vegna hagnast á óáran í banda- rískum landbúnaði. En það eru fleiri sem hagnast. Bandaríska ríkið borgar bændum styrki í hlutfalli af afurða- verði þeirra og eftir því sem verðið hækkar, þeim mun lægri verða styrkirnir. Fyrir hvert 1% sem verð á maís hækkar, sparar ríkið t.d. 50 millj- ón dollara. SPANN: Á þessu ári hafa tveir samrunar átt sér stað á Spáni, þar sem í hlut eiga fjórir af stærstu bönkunum. Er al- mennt talið að þetta hafi verið nauð- synlegt til að spænskir bankar hafi ein- hverja möguleika í samkeppni við banka annarra EB-landa. En stærðin segir náttúrulega ekki allt og ljóst virð- ist að spænskir bankar þurfa að taka sig verulega á ef þeir eiga að geta stað- ist meiri samkeppni. Nýleg skýrsla á vegum EB greinir t.d. frá því að ef spænskir bankar eigi að vera sam- keppnishæfir, verði þeir að skera niður kostnað mest allra EB-landanna, eða um 34%. Til samanburðar má geta þess að Frakkar eru taldir þurfa að skera kostnað hjá sér um 24% og Bret- ar um 13%. Þetta verður allt annað en auðvelt. Hjá spönsku bönkunum ríkir þegjandi samkomulag um samhæfðar aðgerðir á ýmsum sviðum og takmörkuð starf- semi erlendra banka, sem fyrst var leyfð 1978, hefur mælst illa fyrir hjá þeim. T.d. hafa þeir gert með sér sam- komulag um að selja ekki undir nokkrum kringumstæðum útibú sín er- lendum aðilum. Og stjórnvöld taka undir þetta að sínu leyti með því að fresta í lengstu lög leyfisveitingu fyrir fulla starfsemi erlendra banka. Samt er ljóst að það hafa verið erlendu bank- arnir sem innleiddu flestar merkar nýj- ungar í bankastarfsemi sem fram hafa komið á undanförnum árum. JAPAN:_______________________________ Semja um árskvóta á bílaútflutning tilEB________________________________ Nýlega var samið um heildarfjölda útfluttra japanskra bifreiða til Evrópu- bandalagsins, en um þetta hefur verið sérstaklega samið allt frá 1986. Á þessu ári mega Japanar skv. samkomulaginu flytja út 1,21 milljón ökutækja og er það 3,2% aukning frá því í fyrra. Þetta er minni aukning en árið áður en meiri aukning en evrópskir bílaframleiðend- ur höfðu gert sér vonir um. í fyrra jókst sala japanskra bíla um 6,4% og um 10,5% árið 1986. Japanskir bílaframleiðendur eru út af fyrir sig ekki óánægðir með þetta samkomulag og hafa gefið til kynna að þeir sætti sig við 10% markaðshlut- deild. Enda hafa sumir þeirra fundið aðrar leiðir. T.d. munu Nissan verk- smiðjurnar í Sunderland, Bretlandi, í fyrsta skipti í ár vera undanþegnar magntakmörkunum. Ástæðan er sú, að Bretar gera sig nú ánægða með að nægilegur hluti framleiðslunnar sé af breskum toga spunninn. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot 03 útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.