Vísbending


Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIDSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 27.6 13. JÚLÍ1988 NOREGUR: MINNKUN OLÍUTEKNA KREFST AÐ- HALDS OG SKIPULAGS- BREYTINGA Ástandið í norskum efnahagsmálum minnir um margt á stöðu íslensks efna- hagslífs. Árið 1986 hrapaði verð á olíu, sem er helsta útflutningsvara Norð- manna, og ennþá eru þeir varla búnir að ná áttum. Petta ár snerist hagstœður viðskiptajöfnuður upp í að vera afar óhagstœður og hefur hann verið um 5% af landsframleiðslu síðan. Árið 1987 dró síðan verulega úr hagvexti auk þess sem verðbólga jókst. Ennþá hefur verið komist hjá atvinnuleysi, en Ijóst er að Norðmenn verða að endurmeta margt í þjóðarbúskap sínum efþeim á að takast að ná fyrri styrk. Samlíkingin við ís- lenskan þjóðarbúskap nœr lengra því bœði löndin standa utan Evrópubanda- lagsins og verða að fylgjast vel með þeim breytingum sem þar eiga sér stað. Viðbrögð stjórnvalda___________________ Á síðasta ári gættu stjórnvöld (minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins undir forystu Gro Harlem Brundtland) aðhaldssemi í peninga- málum, sem kom fram í tiltölulega háum vöxtum. Jafnframt þessu var gengi haldið föstu gagnvart gengisvog og skattar hækkaðir. Hafa þessar að- gerðir leitt til samdráttar í bæði einka- neyslu og í fjárfestingum. Á hinn bóg- inn juku stjórnvöld ríkisútgjöld á síðasta ári um 5,4%. Aukning opin- berra útgjalda ásamt ákvörðun í janú- ar 1987 um að stytta vinnuviku úr 40 stundum í 37,5 stundir er talið hafa stuðlað að þenslu á vinnumarkaði og ýtt undir verðbólgu. Á milli áranna 1986 og ’87 var verðbólgan tæplega 9% og verðbólguhraðinn var í kring- um 7% í byrjun þessa árs. í mars s.l. tók ríkisstjórnin síðan til þess bragðs að taka upp tekjustefnu líka talsverðu fé í ýmsar iðngreinar eins og fataiðnað, skipasmíðar og námugröft. Er nú útlit fyrir að Norð- menn hefjist handa við að draga úr þessum styrkjum, jafnvel þótt það þýði einhverja byggðaröskun. En það er ekki bara yfirstandandi samdráttur sem leiðir hugann að end- urbótum heldur einnig þróunin sem á sér nú stað innan aðildarlanda EB. Norðmenn eru eins og íslendingar að- ilar að EFTA, en hafa fylgst af áhuga með málefnum EB. Þeir höfnuðu að- Þróun helstu hagstærða í Noregi 1983 1984 1985 1986 1987 1988’ Hagvöxtur 4,6 5,7 5,4 4,4 1,6 0,8 Verðbólga 8,4 6,2 5,7 7,2 8,7 6,5 Atvinnuleysi 3,4 3,1 2,6 2,0 2,2 2,5 Viðskiptajöfnuður (milljarðar dollara) 2,0 2,9 3,1 -4,4 -4,2 -5,8 ’Spá Heimild OECD Economic Outlook sem takmarkaði launahækkanir við 5% á árinu og bannaði hærri arð- greiðslur en höfðu átt sér stað á árinu 1987. Áfram verður svo staðið fast við stefnuna um stöðugt gengi og aðhalds- sama peningastefnu (háa raunvexti), en í kjölfar heldur lægri verðbólgu lækkaði seðlabankinn nýlega vexti sína um 0,5%, eða niður í 13,3%. Nauösyn skipulagsbreytinga Almenningur í Noregi hefur eftir því sem sagt er átt mjög erfitt með að kyngja þessum aðhaldsráðstöfunum stjórnvalda, enda höfðu margir steypt sér í miklar skuldir í þeirri trú að tekjur þeirra færu vaxandi. Hins vegar virðist vera nokkuð breið pólitísk samstaða um að aðstæður bjóði ekki upp á hærri raunlaun. Og það jafnvel um nokkur ókomin ár. Pannig spá sérfræðingar OECD að hagvöxtur verði innan við 1% á þessu ári og því næsta; að verð- bólga muni smám saman lækka, en viðskiptahalli aukast og verða allt að 6% af landsframleiðslu árið 1989. Ástandið í norsku efnahagslífi hefur hins vegar leitt athygli Norðmanna að því hversu miklum fjármunum þeir eyða í styrki til atvinnuvega. Árið 1986 eyddu Norðmenn t.d. 6% ríkisútgjald- anna í styrki til landbúnaðar og mun það samsvara 40% af verðmætasköp- uninni í landbúnaðinum. Þeir eyddu ild að bandalaginu árið 1972 í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en ýmislegt bendir til að þeir séu nú tilbúnir til að endur- skoða afstöðu sína til þátttöku í banda- laginu. Af EFTA löndunum sex þykja t.d. Norðmenn og Austurríkismenn einna líklegastar til að ganga fyrr en síðar í EB. í þessu sambandi eru norsk fyrirtæki pegar farin að gera ráðstafanir til að vera betur undir samkeppnina búin þegar EB verður einn markaður. Hef- ur þetta m.a. birst í því að norsk fyrir- tæki hafa tryggt sér aðstöðu innan landamæra EB með kaupum á fyrir- tækjum þar. Það gerir hins vegar mörgum þeirra erfitt fyrir að skuldir norskra fyrirtækja eru óvenju háar um þessar mundir og staða margra banka er mjög slæm. En stjórnvöld eru líka vakandi í þessu máli og hafa nú í undir- búningi herferð í þágu útflutnings, sem m.a. gerir ráð fyrir breytingum á lögum og reglum í samræmi við það sem gerist í EB. Efni: • Noregur: Minnkun olíutekna krefst aðhalds • Danir sáttirvið EMS • Verðbólga er skattur • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.