Vísbending


Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.07.1988, Blaðsíða 4
SPÁNN:______________________________ Ríkisstjórnin lvsir yfir áhuga sínum á aðvera þátttakanai í Evrópumynt- kerfinu_____________________________ Það hefur legið í loftinu um nokkurn tíma að Spánverjar myndu fyrr en síð- ar gerast aðilar að Evrópumyntkerf- inu og nýlega lýsti fjármálaráðherra þeirra, Carlos Solchaga, því yfir að það gæti gerst á næsta ári. En áður en af því gæti orðið yrðu línur þó að skýr- ast um samstarf aðildarþjóðanna í hagstjórnarefnum. f þessu sambandi beindi Solchaga spjótum sínum eink- um að V.Þjóðverjum, sem hann sagði beita allt of aðhaldssamri peninga- málastefnu. V.Þjóðverjar ættu að örva meira eftirspurn heima fyrir, ýta undir innflutning og gefa öðrum þjóð- um þannig kost á að vaxa hraðar. Það eru fjórar þjóðir innan EB sem ekki taka þátt í Evrópumyntkerfinu ,enn sem komið er, en auk Spánverja eru það Bretar, Grikkir og Portúgalar. Tvær síðastnefndu þjóðirnar eru al- mennt taldar eiga nokkuð í land með að gerast aðilar vegna þess hversu veikur efnahagur þeirra er og vegna smæðar þeirra. Hins vegar hefur gætt vaxandi þrýstings á að bæði Spánverj- ar og Bretar gangi til samstarfs, ekki síst eftir að EB-löndin fóru að taka hugmyndina um sameiginlega mynt landanna til alvarlegrar íhugunar. BANDARÍKIN:_______________________ Bandarískir hagfræöingar yfirleitt bjartsýnir á gang efnahagsmála í könnun sem bandaríska dagblaðið “Wall Street Journal" gekkst fyrir á meðal 38 hagfræðinga um efnahags- horfur kemur fram almenn bjartsýni þrátt fyrir tiltölulega háa vexti og vax- andi verðbólgu. Almennt búast þeir við áframhaldandi góðum hagvexti og jafnframt spá þeir flestir að atvinnu- leysi eigi enn eftir að minnka. Aðeins þrír af þessum 38 spá samdrætti á næstu 12 mánuðum. Hagvöxturinn á fyrri hluta ársins, sem nú er áætlaður 3,3% á ársgrund- velli, kom flestum hagfræðingum mjög á óvart, en þeir voru viðbúnir slökum hagvexti í kjölfar verðhrunsins á hlutabréfamörkuðum í október. Fyr- ir sex mánuðum síðan spáðu sömu menn t.d. aðeins 1,5% hagvexti. Óvissa um það hver verður kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust virðist hafa lítil áhrif á spár hagfræðinganna og raunar eiga flestir þeirra von á því ERLEND FRETTABROT að það verði Dukakis sem verði kjör- inn. V.ÞÝSKALAND:________________________ Vöruskiptajöfnuðurinn ennþá veru- lega hagstæður______________________ Svo sem kunnugt er hefur það löng- um angrað ýmsa hversu aðhaldssamir V.Þjóðverjar hafa verið í gegnum tíð- ina, sem m.a. hefur komið fram í mikl- um afgangi á viðskiptum við útlönd. Hafa V.Þjóðverjar og raunar Japanir líka verið óspart hvattir til að auka eft- irspurn heima fyrir, en aftur Banda- ríkjamenn verið hvattir til að beita meira aðhaldi hjá sér. Að öðru jöfnu hefði hækkun marks gagnvart dollar, svo sem gerðist á síðasta ári, átt að stuðla að meiri innflutningi og minni útflutningi. Samt var metafgangur á vöruskiptajöfnuði í desember s.l. Á fyrstu mánuðum ársins dró síðan lítillega úr afganginum, en nú sýna hins vegar nýjustu tölur að afgangur á vöruviðskiptum hefur aukist í apríl- mánuði úr 8,6 milljörðum marka í 9,5 milljarða. Og ef litið er á viðskipta- jöfnuðinn, sem tekur þjónustuvið- skiptin líka inn í myndina, þá hefur hann vaxið í apríl úr 4,7 milljörðum marka í 8,6 milljarða. Hafði innflutn- ingur þá dregist saman um ein 18% og raunar minnkaði útflutningur einnig, en miklu minna. Ástæðuna fyrir vaxandi afgangi á viðskiptunum við útlönd rekja ýmsir til þess að markið hefur lækkað gagn- vart öðrum helstu myntum á fyrstu sex mánuðum ársins. Það lækkaði um 3,3% gagnvart viðskiptavog, 13,2% gagnvart dollar, 4,5% gagnvart bresku pundi og um 0,2% gagnvart öðrum myntum í EMS. Þróun seinustu vikna, þar sem gengi þýska marksins hefur lækkað enn frekar gagnvart dollar, hefur síðan vakið ugg í brjósti þeirra sem hafa áhyggjur af jafnvægisleysinu í alþjóðaviðskiptum. T.d. hefur seðla- bankastjóri þeirra Þjóðverja látið hafa eftir sér að lækkun marksins gæti orð- ið til þess að kynda undir verðbóigu auk þess sem það torveldaði aðlögun í átt til viðskiptajafnvægis. EB:_________________________________ Ýmsar merkar ákvarðanir teknar í júní, en ágreiningur hefur skerpst í síðasta mánuði voru afgreiddir merkilegir áfangar á leiðinni til hins sameiginlega markaðar EB. Þá var m.a. samþykkt að afnema allar hindr- anir sem eftir kunna að vera á fjár- magnsviðskiptum um mitt ár 1990. Fá- tækari lönd Bandalagsins (Grikkland, írland, Spánn og Portúgal) fá þó lengri frest, eða til ársins 1992. Þá var einnig afnumið kvótakerfi á stálframleiðslu og ríkir nú fullkomlega frjáls sam- keppni í framleiðslu stáls í Evrópu. Er þess vegna fastlega búist við lægra verði á stáli þegar fram í sækir. Síðan var komist að samkomulagi um að prófgráður myndu gilda jafnt í öllum aðildarlöndum EB, sem þýðir að fólk þarf ekki að taka sérstakt próf í því landi sem það kýs að starfa, svo framar- lega sem það hefur sambærilegt próf í einhverju öðru landi. Síðast en ekki síst var í síðasta mán- uði komist að samkomulagi um að að- ildarlöndin settu á fót könnunarnefnd sem kanna ætti grundvöll fyrir sameig- inlegu peningakerfi. í drögum að sam- komulaginu var vikið að hugmyndinni að evrópskum seðlabanka, en Thatcher stóð í vegi fyrir því að á það væri minnst. Það hafa einkum verið Frakkar sem hafa barist fyrir þessari hugmynd og Þjóðverjar tekið undir hana, en Bretar standa fast gegn henni. Hefur ýmsum sýnst sem svo að í þessu máli krystallist ágreiningur á milli Frakka og Breta. Frakkar hafi til- hneigingu til að vilja “evrópskar" regl- ur í stað þeirra sem afnumdar eru hjá einstökum ríkjum, en Bretar vilji aftur á móti forðast miðstýringu innan bandalagsins. Nú eru t.d. uppi hug- myndir um að fara í ríkara mæli inn á félagsleg svið, þar sem komið væri til móts við kröfur verkalýðsfélaga um betri vinnuaðbúnað og starfsmanna- stjórnun, en líklegt er að Bretar standi fast gegn slíkum hugmyndum. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.