Vísbending


Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 1
VBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 28.6 20. JÚLÍ1988 FRAMTÍÐ FRJÁLSRA VIÐSKIPTA Dr.PorvaldurGylfason Eitt þarfasta framlag hagfræðinga til velsældar almennings um allan heim frá upphafi er án efa hugmyndin um frjáls alþjóðaviðskipti. Hugmynd- in er einföld. Adam Smith orðaði hana á þá leið 1776, að "ráðdeildarsamur fjölskyldufaðir" reyni aldrei að fram- leiða sjálfur hluti, sem hann getur keypt við lægra verði af öðrum, og sama eigi við um heilar þjóðir. Þetta eru augljós sannindi. Fólk skiptir við skósmiði, af því að viðskipt- in eru hagkvæmari en skóviðgerðir í heimahúsum. Engum dettur í hug að leggja skatt á skóvinnustofur til að vernda heimilin gegn samkeppni ódýrs vinnuafls. Forstöðukona fyrirtækis ræður ritara, af því að það er hag- kvæmt, jafnvel þótt hún geti vélritað hraðar en hann. Engum dettur í hug að hefta þau viðskipti til að vernda for- stöðukonuna gegn samkeppni ritar- ans. íslendingar kaupa ávexti af öðr- um þjóðum í stað þess að reyna að framleiða þá sjálfir við erfið skilyrði og ærnum kostnaði. Og þannig áfram endalaust. Rökogreynsla Hér er ekki um það eitt að ræða, að fræðikenningin um yfirburði frjálsra viðskipta yfir haftabúskap sé bæði skýr og skynsamleg yfirleitt, heldur ber reynslan glöggt vitni um gildi kenning- arinnar. Ein orsök heimskreppunnar var til dæmis sú, að tollar voru snar- hækkaðir í fáti, fyrst í Bandaríkjunum ("Smoot-Hawley tollurinn" 1930) og síðan í Evrópu. Viðskipti, framleiðsla, tekjur og atvinna hrundu saman. Og uppsveiflan í heimsbúskapnum eftir 1945 var ekki sízt því að þakka, að toll- um og öðrum viðskiptahömlum var aflétt í áföngum. Til dæmis lækkaði meðaltollur af innflutningi til Banda- ríkjanna smám saman úr 15% strax eftir stríð niður fyrir 5% fyrir nokkru. Svipað gerðist í Evrópu. Alþjóðavið- skipti jukust hraðar við þessi skilyrði en nokkru sinni fyrr. Mikill vöxtur út- flutnings jók tekjur og bætti lífskjör al- mennings. Ör vöxtur og aukin fjöl- breytni innflutnings jók og bætti bæði neyzlu og fjárfestingu. Um þetta eru næstum allir hagfræðingar sammála. Það tók að vísu meira en hálfa aðra öld að sannfæra meiri hluta stjórnmála- manna í Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu um yfirburði frjálsra viðskipta yfir haftabúskap, en það hafðist á end- anum. Uppsveiflan í íslenzku efna- hagslífi eftir 1960 og áfram eftir inn- göngu íslands í EFTA 1970 var angi á þessum meiði. Allar ríkisstjórnir í landinu hafa fylgt fríverzlunarstefnu alla tíð síðan. Meðaltollur af innflutn- ingi til íslands hefur lækkað úr 19% í 9% síðan 1960. Árangurinn blasir við. Frjáls verzlun hefur þó átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum og víðar undanfarin ár. Mörg hundruð haftafrumvörp hafa verið flutt á Bandaríkjaþingi. Fæst þeirra hafa að vísu náð fram að ganga, en undiraldan er þung. Tollur er lagður á meira en tvo þriðju hluta alls innflutnings til Bandaríkjanna. Meira en fimmtungur innflutnings til landsins nýtur þar að auki sérstakrar verndar af einhverju tagi. Hömlur hafa verið lagðar á inn- flutning bíla-frá Japan, stáls frá Evr- ópu og vefnaðarvöru frá þróunarlönd- um. Evrópubandalagsþjóðirnar hafa líka lagt auknar hömlur á innflutning stáls og vefnaðarvöru frá löndum utan bandalagsins síðustu ár. Japanir eru sér á báti. Þeir hafa heft innflutning og styrkt útflutning til að vernda innlendan iðnað um áratuga skeið, en hagvöxtur í Japan hefur ver- ið ör þrátt fyrir það og hefði trúlega getað verið enn meiri ella. Hvað sem því líður, hefur viðskiptastefna Japana bitnað á lífskjörum almennings í land- inu gegnum tíðina, því að japanskir neytendur hafa þurft að greiða mjög hátt verð fyrir ýmsan varning, sem er miklu ódýrari í öðrum löndum. Verndun og sóun Hverju sætir það, að óhagkvæm og úrelt ófrelsisstefna í viðskiptamálum skuli enn á ný njóta svo mikillar hylli í stórum hópi stjórnmálamanna? Tvær skýringar blasa við. í fyrsta lagi hefur hallarekstur í ríkisbúskap Bandaríkjanna leikið útflutningsiðnað landsins illa. Ríkishallinn eftir 1981 hækkaði gengi dollarans, svo að út- flutningur skrapp saman og innflutn- ingur óx óðfluga. Viðskiptahalli og meðfylgjandi skuldasöfnun Banda- ríkjamanna í útlöndum undanfarin ár hefur verið meiri hvert ár en gervöll þjóðarskuld Brasilíumanna, en þeir voru skuldugasta þjóð heims, áður en Bandaríkjamenn slógu metið. Banda- ríkjaþing brást við þessum vanda með því að reyna að hefta innflutning í stað þess að ráðast gegn rót vandans, ríkis- hallanum. í öðru lagi hefur atvinnuleysi bæði vestan hafs og í Evrópu sett strik í reikninginn. Þegar atvinnuleysi gerir vart við sig, koma iðulega fram kröfur um verndun innlends samkeppnisiðn- aðar. Innflutningshömlur eru þó mjög óhagkvæm aðferð til að halda óarð- bærum atvinnurekstri gangandi. Rannsóknir hagfræðinga sýna, að það kostaði bandaríska neytendur til dæm- is næstum 2 milljónir króna að bjarga hverju ársverki í vefnaði 1984, miklu hærri upphæð en nemur árslaunum starfsmanns í þeirri atvinnugrein. Það kostaði bandaríska neytendur enn fremur næstum 5 milljónir króna á ári að bjarga hverju ársverki í bílaiðnaði á sama tíma, 19 milljónir króna á ári að bjarga hverju ársverki við sjónvarps- Efni:_____________________ • Framtíð frjálsra viðskipta • Verðþróun á fasteigna- markaði_______________ • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.