Vísbending


Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING framleiðslu og 34 milljónir króna á ári að bjarga hverju ársverki í stáliðnaði! Nærri má geta, hvort starfsfólk í þess- um atvinnugreinum myndi ekki þiggja minna fé en þetta fyrir að flytjast í hag- kvæmari störf. Einbeittir hagsmunir__________________ Hvers vegna gera stjórnmálamenn annað eins og þetta? Ein ástæðan er áreiðanlega sú, að miklir, einbeittir og áþreifanlegir hagsmunir eru bundnir við hafta- stefnu stjórnvalda, en kostnaðurinn dylst og dreifist víða. Tollvernd flytur iðulega mikið fé til þeirra fyrirtækja, sem fá að njóta hennar, en neytendur þurfa oft ekki að greiða nema nokkur hundruð króna hver og einn - og yfir- VERÐÞRÓ- UN A FAST- EIGNA- MARKAÐI Dr. GuðnwndurMagnússon Inngangur______________________________ Tíðrætt hefur verið að undanförnu í fjölmiðlum um breytingar á gengi hlutabréfa í kauphöllum úti í hinum stóra heimi og hvaða áhrif þær hafi á neyslu, fjárfestingu, atvinnu o.s.frv. Þar sem eignir einstaklinga hér á landi eru mest í fasteignum skiptir þróun fasteignaverðs miklu meira máli fyrir þá en gengi hlutabréfa. Hvort tveggja er að tiltölulega fleiri búa hér í eigin húsnæði og fasteignir eru tiltölulega stærri hluti þjóðarauðs- ins en í nálægum löndum. Hér verður aðallega fjallað um íbúðarhúsnæði en einnig vikið að öðr- um eignum sem eru í fasteignamati, þ.e. landi og hlunnindum. Framboð og eftirspurn________________ Eins og á öðrum sviðum ræðst verð leitt miklu hærri fjárhæð alls en fyrir- tækin fá í hendur. Þess vegna sjá verk- lýðsfélög og fyrirtæki sér oft hag í því að verja tíma, fé og krafti í að berjasl fyrir innflutningshöftum, án þess að almenningur sjái sér hag í því að streit- ast á móti, jafnvel þótt skaði almenn- ings sé allajafna mun meiri en ávinn- ingur hinna. Þess vegna geta menn aldrei verið vissir um framtíð frjálsra viðskipta. Sama á við um verðbólgu. Stjórn- völd heykjast hvað eftir annað á við- námi gegn verðbólgu vegna þess, að hagsmunir hvers og eins, sem streitist á móti aðhaldi í efnahagsmálum, eru miklu einbeittari og öflugri en hags- munir hvers einstaklings meðal fjöld- ans, sem ber skaðann. Sérhagsmunir yfirgnæfa hagsmuni almennings. Og verðlag heldur áfram að hækka. íbúðarhúsnæðis af framboði og eftir- spurn á hverjum tíma. Áhrifaþættirnir eru fjölmargir og mér er ekki kunnugt um tölfræðilegar athuganir á þeim hér á landi. í nýlegri skýrslu Þjóðhags- stofnunar sem nefnist “Húsbyggingar og mannvirkjagerð 1945-1986“ er að finna yfirlit yfir helstu atriði, er máli skipta fyrir verðmyndun á íbúðarhús- næði, svo og ýmsan tölulegan fróðleik. Eins og fram kemur í skýrslunni ræðst eftirspurn samfélagsins aðallega af þjóðartekjum, lánamöguleikum, kostnaði lánsfjár, fólksfjölgun og fólksflutningum en einnig af búhátta- breytingum og fleiru. Ef við setjum okkur í fótspor einstaklinga verða áhrifaþættirnir enn fleiri, því að þarfir einstaklinga eru mismunandi á hverj- um tíma og fasteignir keppa við aðrar tegundir sparnaðar. Sem vænta má er yfirleitt náið sam- band milli þjóðartekna (útflutnings- tekna) og íbúðarframkvæmda annars vegar og tekna og verðþróunar hins vegar, sbr. 1. og 2. línurit. Sambandið milli nýbygginga og tekna riðlast þó upp úr 1980. Ekki er ósennilegt að þetta eigi rót sína að rekja til verðtryggingar lána, hærri raunvaxta og nýrra sparnaðarleiða. Einnig virðast nýbyggingar ráðast meira af lánamöguleikum hin síðari ár en þjóðartekjum, sbr. húsnæðislána- kerfið. Sparifjáreigendur geta nú auðveld- lega verðtryggt fé sitt í fleiri tegundum eigna en húsnæði. Eftir sem áður er það hins vegar reikningsdæmi hvort gefur af sér meiri arð í bráð og lengd, fasteignir eða verðbréf, sbr. hækkanir á fasteignamarkaðnum undanfarin misseri. 3.mynd sýnir þróun íbúðarverðs í Reykjavík á föstu verðlagi frá fjórða ársfjórðungi 1986. Til jafnlengdar á árinu 1987 hækkuðu þessar eignir um nálægt 45% á nafnverði. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísitala um liðlega 20% og raunverð íbúða um 17- 20% sem nam hærri ávöxtun en í fasteigna- tryggðum skuldabréfum. Séu hins veg- ar reiknaðir raunvextir af fjárfestingu í íbúðarhúsnæði yfir lengra tímabil, t.d. frá 1980 eða 1983 verða þeir töluvert lægri en af verðbréfum með 14-16% raunvöxtum. Það er því eins og með hlutabréfin í kauphöllinni, að miklu varðar að kaupa og selja á réttum tíma ef arðsemin ein skiptir máli. Hins veg- ar er íbúðarhúsnæði í augum einstak- linga oftar neysluvara en sparnaðar- andlag, enda ólíkt þægilegra að búa í húsi en liggja á hlutabréfum! Til þess að fá óyggjandi samanburð á þessum mismunandi tegundum fast- eigna þyrfti vitaskuld að taka tillit til 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.