Vísbending


Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.07.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING ýmissa fleiri atriöi, svo sem mismun- andi tegundar skattlagningar, hversu auðvelt er að kaupa og selja með skömmum fyrirvara o.s.frv. í árslok 1987 var íbúðarverð í Reykjavík það næsthæsta í tvo áratugi, en hámarki náði það seinni hluta árs 1982. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur verðið hins vegar lækk- að nokkuð(l). Nýtt eða notað__________________________ Til langs tíma litið ættu markaðsöfl- in að sjá til þess að ekki verði veruleg- ur munur milli verðs á eldra húsnæði og nýbyggingum. Til skamms tíma get- ur hins vegar myndast talsverður mun- ur þarna á. Hér kemur m.a. til að ný- smíði tekur tíma sem gerir framboðið tregbreytilegt. Sömuleiðis má stund- um lesa það í þróunina að bæjarfélög hafa verið treg til að úthluta nýjum lóðum eða bundið nýbyggingar við til- teknar tegundir eða stærð húsnæðis sem ekki samsvara eftirspurninni. Eins er það þekkt fyrirbæri að sveiflan í byggingariðnaði er svolítið öðruvísi en hagsveiflan, þ.e. hann nær toppi fyrr en nær sér seinna upp úr öldu- dalnum en hagkerfið almennt. Þetta má m.a. greina í 2. mynd. Veröálandi og hlunnindum___________ Sem sjá má af hinu breytilega fast- eignaverði eftir því hvar er á landinu er það mjög staðbundið. Þannig hækkaði t.d. verð íbúða á Akureyri mun meira á síðastliðnu ári en annars staðar á landinu. Eins er um margar tegundir eigna að ræða svo sem íbúðir, atvinnuhúsnæði, lóðir og lendur jafnt sem hlunnindi. Atvinnuhúsnæði, er enn viðkvæmara fyrir hagsveiflunni en íbúðarhúsnæði, sbr. verðþróunina 1983-1985. Breyttar aðstæður í þjóðfé- laginu geta því valdið verðbreytingum sem eru afar mismunandi fyrir hinar ýmsu tegundir eigna og eftir því hvar þær eru staðsettar. í lögum um fast- eignamat er kveðið á um að miða skuli matið við líklegt söluverð við stað- greiðslu. Nú er það hins vegar afar mismunandi hvaða eignir ganga kaup- um og sölum og því oft erfitt að afla nægilegra upplýsinga til að fá mark- tæka niðurstöðu. Þannig má reikna með að hinar nýju reglur um fullvirð- isrétt og búmark hafi mikil áhrif á gangverð bújarða alveg eins og kvóta- reglur í fiskveiðum. Þar sem verð á laxveiðiám er að nokkru leyti háð eft- irspurn útlendinga fer verðmæti veiði- réttar m. a. eftir gengi dollarans. Það gæti jafnvel líka verið háð gengi hluta- bréfa á kauphöllinni í New York (en bandarískir forstjórar fá oft hluta af kaupi sínu greiddan með hlutabréf- um)! Sé litið á jarðvarmaréttindi fer mat á þeim m.a. eftir verði annarra orkugjafa, þannig að breytingar á olíu- verði og framtíðarhorfur í þeim efnum hafa áhrif á matið. „Gengi fasteigna“____________________ Með tilliti til þess hve fasteignir eru stór hluti eignamyndunar hér á landi og vegna samkeppni þeirra við önnur sparnaðarform væri ástæða fyrir fjöl- miðla að birta reglulega upplýsingar um verð á fasteignamarkaði ekki síður en um gengi verðbréfa eða lánskjara- vísitölu. Þótt margt megi lesa út úr auglýsingum í dagblöðunum segja þær þó aldrei alla söguna. Auglýst sölu- verð segir ekkert um útborgunarhlut- fall eða kjör áhvílandi og nýrra lána, sem allt tekur breytingum. Vel grund- uð vísitala fasteignaverðs og upplýs- ingar um veltu á fasteignamarkaði gefa góða vísbendingu um eftirspurn- arstig í þjóðfélaginu rétt eins og tölur um vaxtastig og sparifjárþróun. „Gengi fasteigna" skiptir auk þess bæði einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfé- lög og lánastofnanir miklu máli. Hvorttveggja er að þær eru skattlagn- ingarandlag og oft er krafist fasteigna- veðs í lánaviðskiptum. Oft er miðað við brunabótamat í þessu sambandi sem er reist á allt öðrum forsendum. Reyndar höfum við nýleg dæmi um það að lánadrottnar hafa farið flatt á því að brunabótamat hefur ekki reynst í nokkru samræmi við markaðsverð eigna. (1) Markaðsfréttir, mars 1988, útg. af Fasteigna- mati rikisins. Mynd2 Fasteignaverð fjölbýlishúsa í Reykjavík m.v. lánskjaravísitölu og kaupmáttur atvinnutekna 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.