Vísbending


Vísbending - 27.07.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.07.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 29.6 27.JÚLÍ1988 BARÁTTA FJÖGURRA ÞJÓÐA VID ÓÐAVERÐ- BÓLGU; SAMAN- BURÐUR í fjórum löndum á árunum 1985 og 1986 var með viðamiklum efnahagsað- gerðum ráðist til atlögu gegn óðaverð- bólgu. Löndin voru Argentína, Bólivia, Brasilía og ísrœl og höfðu óll þá meira en 250% verðbólgu. Nú tveim- ur til þremur árum síðar virðist sem að aðgerðirnar hafi heppnast í aðeins tveimur þessara landa, þ.e. í Bólivíu og ísrœl. Tímaritið "The Economist" gerði nýlega samanburð á reynslu þjóð- anna fjögurra og dregur af henni vissar ályktanir. Að rjúfa vítahringinn_________________ "Economist" gerir greinarmun á tvenns konar kenningum sem uppi eru um það hvernig ráða skuli niðurlögum verðbólgu. Önnur gengur út frá því að verðbólgan viðhaldist af sjálfri sér; allt sé meira og minna vísitölubundið og verðbólguvæntingar sjá til þess að vítahringurinn haldi áfram. Fólk venj- ist tilteknu verðbólgustigi og miði allar sínar gerðir við það. Spurningin um að ráða niðurlögum verðbólgu snúist þess vegna um það hvernig breyta megi væntingum fólks. Og áhrifamesta leið- in til þess er sú að beita verð- og launa- stöðvunum um tiltekinn tíma. Sam- kvæmt þessari kenningu helgast aðgerðirnar af því að þær eru tiltölu- lega sársaukalitlar og ættu ekki að voru settar í gang í júní árið 1985, en þá var verðbólga meira en 1000%. Að- gerðirnar fólu í sér verð- og launa- stöðvun auk þess sem dregið var úr ríkisútgjöldum. M var nýr gjaldmiðill tekinn í notkun (austral), sem var tengdur dollar. Ári síðar var verðbólg- , Bólivia 20000 15000 10000 5000 Veröbólga -breyting frá fyrra ári ------Efnahagsaögeröir Argentína 1984 Brasilía 85 86 87 88 1984 85 86 87 88 1984 85 86 87 Heimild: Economist. leiða til samdráttar og atvinnuleysis. Hin aðferðin til að ráða niðurlögum verðbólgu felst í því að beita aðhalds- samri peninga- og ríkisfjármálastefnu. Þá er reynt að draga úr eftirspurn eftir peningum með því að hækka vexti og jafnframt stefnt að hallalausum ríkis- búskap. Það fylgir sögunni að þessi að- ferð hafi oft í för með sér atvinnuleysi og tímabundinn samdrátt. Að sögn "Economist" fylgdu Argentína, Brasilía og ísræl fyrri aðferðinni, en Bólivía þeirri síðari. Argentína__________________________ Efnahagsaðgerðirnar í Argentínu an komin niður í 80% án þess að drægi úr hagvexti. En þetta reyndist vera skammgóður vermir. Þrátt fyrir endurnýjaða verð- og launastöðvun tók verðbólgan að vaxa á ný og er nú komin upp í 322%. Ástæðurnar fyrir því að svo fór sem Efni: • Barátta fjógurra við óðaverðbólgu • Milljón á mann • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.