Vísbending


Vísbending - 03.08.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.08.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING Framhald afbls. 3. Til gamans má geta þess að sam- kvæmt ársreikningi Seðlabanka ís- lands 1987 var gulleign hans í lok árs- ins 48.449 únsur. Þær eru í reikningnum metnar samkvæmt venju á verðskráningu Alþjóðagjaldeyris- varasjóðsins í árslok, og samkvæmt því er únsan metin á tæplega 1.765 kr og gulleignin alls á 85,5 millj.kr. Þessi eign yrði því margfalt hærri á mark- aðsverði. Eitt af því markverðasta sem gerðist á vettvangi alþjóðlegra peningamála á síðasta ári var stórfelld aukning vara- sjóða. Ef gull er undanskilið jukust þeir um 40% í dollurum eða í 205 millj- arða dollara, sem er miklu meira en vöxtur heimsverslunar í dollurum reiknað, sem nam 15%. Þetta er mesta aukning þeirra síðan í upphafi áttunda áratugarins. Vegna gengisfalls dollar- ans á árinu 1987 er þetta þó ofmat á raunverulegri aukningu þeirra. Sé miðað við SDR(sérstök dráttarrétt- indi) jukust varasjóðirnir um 20% á árinu 1987 í stað meðalaukningar um 1,5% á árunum 1985 og 1986. Þessi mikla aukning á árinu 1987 er aðallega skýrð með því að Vestur-Þýskaland, Japan og fleiri lönd utan Bandaríkj- anna hafi keypt mikið af dollurum til að stemma stigu við hækkun á gengi gjaldmiðla sinna gagnvart dollar. Varasjóður Bandaríkjanna lækkaði hins vegar um 2,7 milljarða dollara. Áhrif digurra varasjóða______________ En hvaða vísbendingu gefur aukn- ing varasjóða heimsins nú? Felst í þessu aukin verðbólguhætta eins og upp úr 1970 þegar peningaflóð jókst stórum á heimsmarkaði? Til að meta greiðsluhæfi ríkja er að sjálfsögðu ekki nóg að líta eingöngu á varasjóði þeirra. Einnig verður að líta á skuldir þeirra og lánstraust. Það fer og mikið eftir því hvernig aukning gjaldeyrissjóðanna skiptist á milli ríkja hver áhrifin verða. í stórum dráttum ættu lönd með sterka varasjóði að geta leyft sér að auka eftirspurn innanlands eða hækka gengi gjaldmiðils síns. Þau sem verða fyrir sjóðþurrð gætu þurft að draga saman seglin eða fella geng- ið. Þar sem aukning gjaldeyrisforðans var mest í Japan, Vestur-Þýskalandi og Taiwan, þar sem hann var ærinn fyrir og mikið er lagt upp úr stöðugu verðlagi, er ekki talin ástæða til að ótt- ast verðbólgu af þessum sökum. Hins vegar bendir aukning varasjóðanna til að jafnvægi sé ekki í heimsviðskiptun- um, en það kemur víst engum á óvart. ERLEND FRÉHBROT GRIKKLAND:_________________________ Skipulagsbreytingar og ný viðhorf Sósíalistar hafa verið við völd í Grikklandi í sjö ár samfleitt og hafa heldur betur breytt um stefnu á tíma- bilinu. Til að byrja með voru þeir hlynntir ríkisrekstri í atvinnulífinu, andvígir aðild að NATO og mótfallnir samstarfi við Evrópubandalagið. Nú er hins vegar ljóst að á öllum þessum sviðum hafa þeir breytt um afstöðu. Einkarekstur er álitinn vera nauðsyn- legur til að bæta efnahaginn og ekki er lengur minnst á úrsögn úr bandalög- unum tveimur. Raunar fellur það nú í hlut Grikkja að vera í forsæti hjá EB og ekkert sem bendir til að þeir muni tefja áætlun bandalagsins í frjálsræð- isátt, nema síður sé. í Grikklandi hefur skipulag efna- hagsmála smám saman verið að breyt- ast og þá einna helst á fjármálasviðinu. Til dæmis eru raunvextir nú jákvæðir í fyrsta sinn í mörg ár í kjölfar vaxta- frelsis á um 80% lánamarkaðarins. Þetta hefur m.a. leitt til þess að efnaðir Grikkir leita ekki í eins ríkum mæli til útlanda með fé sitt til ávöxtunar, en slíkt var mjög algengt þrátt fyrir gjald- eyrisreglur sem áttu að koma í veg fyr- ir slíkt. Enda hefur fjármagnsjöfnuður gagnvart útlöndum batnað mjög mikið og þörf á erlendum lánum hefur minnkað. Að öðru leiti ganga umbætur í efna- hagsmálum fremur hægt fyrir sig. Um seinustu áramót lauk tveggja ára að- haldsáætlun stjórnarinnar sem hefur leitt til talsverðrar minnkunar verð- bólgu. Ennþá er hún samt mikið hærri en í öðrum löndum EB, eða um 13%. Og hallinn á ríkissjóði er enn mjög mikill þótt hann hafi minnkað á sein- ustu árum, eða frá því að vera 18% af landsframleiðslu árið 1985 í 13% árið 1987. EB:__________________________________ Áætlun um aukiö frelsi í bílaviðskipt- um á lokastigi í löndum Evrópubandalagsins og raunar miklu víðar hafa löngum við- gengist alls kyns hindranir í fram- leiðslu á bílum og í viðskiptum með þá. Þetta á bæði við um framleiðslu og sölu á bílum í einu EB-landi gagnvart öðru, og svo gagnvart löndum utan EB. Nú á þetta að breytast og er það liður í áætlun EB um að árið 1992 verði löndin með sameiginlegan mark- að. í drögum að samkomulagi um þessi mál er m.a. gert ráð fyrir samræmingu á öryggiskröfum og takmörkun á svæðisbundnum ríkisstyrkjum. Auk þess sem ríkisstyrkir verða takmarkað- ir við ákveðna upphæð og mega ein- ungis renna til fjárfestingar en ekki rekstrar, þá verða þeir bundnir sam- þykki miðstjórnarinnar í Brussel. Það ríkir ekki mikill ágreiningur um ríkisstyrkina í plagginu, en það er við- búið að ákvæðin um viðskiptin við lönd utan bandalagsins og þá sérstak- lega við Japan veki einhverjar deilur. Drögin gera ráð fyrir samræmdri stefnu landanna gagnvart Japan sem miði að innflutningstakmörkunum. Þær takmarkanir eru ekki nánar skil- greindar, en það hefur samt verið yfir- lýst stefna EB að ná markaðshlutdeild í Japan sem nemi helming markaðs- hlutdeildar Japana í EB-löndunum. í fyrra seldu Japanir rúmlega milljón bíla til EB-landanna og samsvarar það 9,5% markaðshlutdeild þar. Á sama tíma seldu bandalagslöndin aðeins tæplega 100.000 bíla til Japans og sam- svarar það um 3% af markaðinum. Þar að auki eru í EB uppi hugmynd- ir um að takmarka aðgang Japana sem þeir hafa áunnið sér með því að koma á fót eigin verksmiðjum í löndum bandalagsins. Er þá talað um að þeir verða að nota svo og svo mikið af inn- lendum aðföngum til fá óheftan að- gang. Þetta eru hins vegar skilyrði sem hugsanlega geta verið í andstöðu við Gatt samkomulagið og hafa Japanir þegar hreyft andmælum á þeim vett- vangi, vegna slíkra reglna sem nú eru í gildi í t.d. Bretlandi. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta máekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.