Vísbending


Vísbending - 10.08.1988, Page 1

Vísbending - 10.08.1988, Page 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 31.6 10. ÁGÚST1988 VEIÐAR OG VIÐSKIPTI Dr. PorvaldiirGylfason Á sama tíma og Evrópuþjóðir kepp- ast við að draga sem mest úr innbyrðis viðskiptahömlum af öllu tagi til hags- bóta fyrir almenning í álfunni, halda Bandaríkjamenn áfram að reisa skorður við innflutningi til Bandaríkj- anna. Minna en tíundi hluti innflutn- ings til Bandaríkjanna naut sérstakrar verndar 1975, en nú er hlutfallið kom- ið upp fyrir fimmtung og stefnir hærra. Meira en helmingur alls innflutnings til Bandaríkjanna var tollfrjáls 1950, en nú er minna en þriðjungur af inn- flutningi til landsins tollfrjáls. Hvort tveggja er til marks um fráhvarf Bandaríkjamanna frá frjálsum við- skiptum síðustu ár. Bandarískir hagfræðingar hafa næstum allir áhyggjur af þessari þró- un, en fá ekki rönd við reist. Þeir vita, að viðskiptahömlur rýra lífskjör al- mennings, hækka neyzluvöruverðlag, draga úr hagkvæmni og fjölbreytni í efnahagslífinu og raska tekjuskipt- ingu, oft með ranglátum afleiðingum. Við þetta bætist það, að bandarískir stjórnmálamenn hafa iðulega valið óskynsamlega milli ólíkra aðferða til að hamla á móti erlendum viðskiptum. Miklum verðmætum hefur verið sóað í misgripum. Dæmisaga um kvóta___________________ Bandaríkjamenn ákváðu það á sín- um tíma, að nauðsyn bæri til þess að vernda bandarískan bílaiðnað fyrir innflutningi japanskra bíla, og sömdu ásamt nokkrum öðrum þjóðum við Japani um sérstakan útflutningskvóta. Japanir skuldbundu sig þá til þess að flytja innan við 2 milljónir bíla til Bandaríkjanna á hverju ári eftir 1981. Við þetta minnkaði hlutdeild Japana í bílasölu í Bandaríkjunum úr 23% 1982 í 18% 1984. Atvinna í bandarískum bílaiðnaði jókst að sama skapi úr 699.000 störfum 1982 í 876.000 störf 1985. Bílafyrirtækin í Detroit skiluðu viðbótarhagnaði, sem nam um 360 milljörðum króna alls, eða um 410.000 krónum á hvern starfsmann hvort ár 1984 og 1985. Þau höfðu tapað fé, áður en kvótanum var komið á. Allt gekk að óskum yfirvalda. En hvaðan kom búbót bandarísku bílafyrirtækjanna? Hún var að sjálf- sögðu sótt í vasa almennings. Þetta gerðist með tvennum hætti. í fyrsta lagi varð fækkun japanskra bíla á Bandaríkjamarkaði til þess, að þeir hækkuðu í verði um 110.000 krónur að meðaltali. Þetta olli bandarískum heimilum og fyrirtækjum næstum 220 milljarða króna kostnaðarauka á ári. í öðru lagi hækkaði verð bandarískra bíla um 45.000 krónur að meðaltali í skjóli verndarkvótans. Það olli al- menningi 360 milljarða króna kostn- aðarauka á ári til viðbótar. Þessi fjár- hæð ein nemur öllum viðbótarhagnaði bílafyrirtækjanna í Detroit 1984 og 1985. Af þessu sést, hvernig kvótinn flutti fé. Kostnaður almennings vegna kvót- ans var um 580 milljarðar króna (220 +360). Þessi fjárhæð nemur tæplega 10.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Bandaríkjunum. Viðbótarhagnaður bílafyrirtækjanna af kvótanum var um 360 milljarðar króna. Sú upphæð nemur ríflega 1,6 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í bílaiðnaðinum bandaríska. Hvað varð um mismun- inn, 220 milljarða króna (580 - 360)? Japanir hirtu hann. Japönsk bílafyrir- tæki (og umboðsmenn þeirra í Banda- ríkjunum) báru þessa fjárhæð úr být- um með því að komast ókeypis í aðstöðu til að selja Bandaríkjamönn- um færri japanska bíla við hærra verði. Verðmæti kvótans__________________ Sagan er ekki öll enn. Vegna kvót- ans kostaði japanskur bíll um 130.000 krónum meira að meðaltali í Banda- ríkjunum en í Japan 1985. Flutnings- kostnaður nam um 20.000 krónum að meðaltali fyrir hvern bíl. Japanskur bílaframleiðandi hagnaðist því um 110.000 krónur aukreitis á hverjum bíl, sem hann seldi í Bandaríkjunum heldur en heima í Japan. Útflutnings- kvóti Japana var því um 110.000 króna virði fyrir hvern bíl. En Bandaríkjamenn seldu Japönum ekki þennan verðmæta kvóta, heldur afhentu þeim hann ókeypis. Banda- ríkjastjórn hefði auðveldlega getað lagt 110.000 króna toll að meðaltali á hvern japanskan bíl, svo að hver bíll hefði eftir sem áður kostað 130.000 krónum meira í Bandaríkjunum en í Japan, að gefnum 20.000 króna flutn- ingskostnaði. Bandarískir bílakaup- endur hefðu að sönnu verið jafnilla settir og ella. Með þessu móti hefði Bandaríkjastjórn þó aukið tolltekjur sínar um 220 milljarða króna, eða ná- kvæmlega sömu upphæð og kvótinn færði Japönum. Þannig hefðu Banda- ríkjamenn getað veitt bílaiðnaði sín- um sömu vernd með tolli í stað kvóta án þess að missa 220 milljarða króna í hendur Japana fyrir mistök. Sama ár- angri hefði reyndar verið hægt að ná með kvóta, ef Japönum hefði verið seldur kvótinn á uppboði í stað þess að afhenda þeim hann ókeypis. Qkeypis afhending aflakvóta Þessi saga af óförum Bandaríkja- manna í viðskiptamálum er sögð hér meðal annars vegna þess, að okkur ís- lendingum hefur orðið á sams konar skyssa við stjórn fiskveiða á undan- förnum árum. Ríkisstjórnin hefur tak- markað sókn á miðin umhverfis landið með kvótakerfinu, eins og nauðsyn- legt er til að vernda fiskstofnana, en stjórnin hefur ekki valið hagkvæm- ustu og réttlátustu leið að settu marki. Efni: • Veiðar ogviðskipti • Sögulegir vextir • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.