Vísbending


Vísbending - 10.08.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.08.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3.mynd. Raunvextir bestu kjara í Bandaríkjunum 1950-1987 % verðlagsþróun. Það er athyglisvert að vextirnir fara lækkandi yfir tímann séð, þótt greina megi einstaka stökk upp á við um stundarsakir. Það er upp úr 1880 sem hafin er sala á ríkisskulda- bréfum í Englandi í stórum stíl og frá þeim tíma og alveg fram yfir 1960 voru menn vanir raunvöxtum á bilinu 2-4% á slíkum bréfum. Pað merkilega er að jafnvel mikil skuldasöfnun Bretlands og Bandaríkjanna í heimsstyrjöldun- um tveimur hafði ekki teljandi áhrif á vextina til hækkunar. Þetta er gáta sem fræðimenn hafa leitað skýringa á í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað síðustu árin um að aukin umsvif ríkisins á fjármagnsmarkaði valdi hækkun vaxta2). Einnig er afar fróðlegt að skoða samhengið milli skammtímavaxta og langtímavaxta. Ég set hér fram nokkr- ar niðurstöður án frekari skýringa: 1. Leitni skammtímavaxta til lækk- unar sem greina má á seinni hluta miðalda hélt áfrarn fram yfir heims- styrjöldina síðari. Lækkun þeirra á tutttugustu öld er miklu meiri en lækk- un langtímavaxta. 2. Skammtímavextir hækkuðu verulega í lok 18.aldar og tvo fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu og milli 1946 og 1960. En þessar hækkunarhrinur hafa ekki breytt hneigð vaxtanna nið- ur á við. 3. Sveiflur í skammtímavöxtum hafa alls ekki endurspeglað efna- hag og stjórnmál þjóða jafnvel og langtímavextir. í frjálsum þjóð- félögum er auðveldara fyrir stjórnvöld að stýra skammtímavöxt- um en vöxtum af langtímakröfum. 4. Það kemur ekki á óvart að sveiflurnar í skammtímavöxtum eru miklu kröftugri en í langtímavöxtum. Á þessari öld hafa skammtímavextir yfirleitt verið lægri en á ríkis- skuldabréfum til langs tíma, en á síð- ustu öld voru skammtímavextir iðu- lega jafnháir eða hærri en slíkir vextir. Raunvextir 1950-1987______________ Þá er komið að síðasta tímabilinu. í 3. línuriti eru sýndir raunvextir í Bandaríkjunum 1950-1987. Sem sjá má er það fyrst um 1980 sem raunvext- ir fara að hækka. Það er alltaf spurn- ing hvernig á að meta jafnstutt tímabil og 1980-1987 í sögulegu samhengi. Það er þó áleitin spurning hvort hér sé um stundarfrávik að ræða eða hvort um djúpstæðar breytingar sé að ræða sem valdi því að raunvextir eigi ekki eftir að lækka í fyrra horf aftur. Hugsanlegar skýringar á hækkun raunvaxta_________________________ Nærtækasta skýringin á hækkun raunvaxtastigs í heiminum á þessum áratug er ríkishalli Bandaríkjanna og órói í gengismálum. Ef þessi skýring er rétt ættu vextirnir að lækka eftir því sem hallanum er eytt og nteira jafn- vægi kemst á í gengismálum, enda hef- ur það þegar gerst að nokkru leyti. Það er þó ósennilegt að þetta sé eina skýringin á því hve raunvextirnir hafa farið hátt. Önnur skýring er sú að sparifjáreigendur í Bandaríkjunum krefijst nú hærri vaxta til að bæta sér upp útreiðina á síðasta áratug þegar verðbólgan í kjölfar olíuskellanna gerði raunvextina neikvæða. Þriðja skýringin er sú að breytt skattlagning vaxta í Bandaríkjunum valdi hluta af hækkuninni. Fjórða skýringin er að arðsemi fyrir- tækja hafi aukist, enda hagvöxtur ver- ið tiltölulega mikill í Bandaríkjunum, og því geti fyrirtæki boðið hærri vexti. Ég tel þó vel koma til greina að hluti skýringarinnar sé sá að sam- keppni á alþjóðamarkaði hefur aukist á síðustu árum og áhætta í sambandi við fjárfestingar. Við sjáum t.d. hvern- ig bílaframleiðsla hefur flust frá Bandaríkjunum, fyrst til Evrópu, síð- an til Japans, en nú til Kóreu. Aðrar þjóðir hafa fullan hug á að minnka yfirburði Bandaríkjamanna og Japana í hátækniiðnaði. Ef þessi tilgáta er rétt er ekki við því að búast að raunvextir lækki í sama horf og áður vegna aukins áhættuálags. Þessu samfara hljóta að fara hærri arðsemiskröfur fyrirtækja. Annars yrði ekki um jafnvægisástand að ræða. 1. Um vaxtaþróun fram til 1950 er i aðalatriðum studst vid bókina A History of Interest Rates eftir Sidney Homer. Útg. Rutgers University Press, 1963. 2. Hér má visa til Robert Barro og fleiri hagfræð- inga. 2. mynd. Lægstu skammtímavextir í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. 50 ára og 10 ára meðaltöl------------ PsU A \l I I E H LLiA^ Sv ^^“■“1200-1950: Lægstu vexti ■ 1800-1960: Lægstu 10 á N=Spænsk Niðurlönd l=ltalía á 50 ára tírt a meðaltöl tabili. 1 H/ ik H=Holland E=England F=Frakkland Sv=Sviss G=Þýskaland US=Bandaríkin I Th V \E Sv 13. öld 14 Vextir 10% ■ 9% 8% ■ 7% ■ 6% 5% 4% 3% 2% 15 16 19 USl 120 öld E USg 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.