Vísbending


Vísbending - 10.08.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.08.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING EB:__________________________________ Merki farin að sjást um sameiginlega verndarstefnu gagnvart öðrum lönd- um.__________________________________ Nú þegar hver áfanginn á fætur öðr- um á leiðinni til sameiginlegs markað- ar verður að veruleika, þá gerist áleitnari spurningin um hver verði staða fyrirtækjanna sem standa utan Bandalagsins. Raunar vitum við að mörg þeirra hafa þegar gert ýmsar ráð- stafanir til að vera sem best búin undir þær aðstæður sem þá munu ríkja. Fyr- irtæki frá Svíþjóð, Sviss og Noregi hafa aukið fjárfestingar sínar verulega í löndum innan EB og t.d. IBM hefur í sinni þjónustu tugi sérfræðinga í Brussel til að fylgjast náið með þeim reglum sem eru í undirbúningi. Þá hafa samtök fjölþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum mynd- að þrýstihóp til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn sameiginlegri verndarstefnu EB. Evrópubandalagið er sér vel með- vitað um viðbrögð fyrirtækja í öðrum löndum og þess vegna m.a. hafa þau gert ýmsar ráðstafanir, eða eru með þær í bígerð, til að takmarka aðgang utanaðkomandi fyrirtækja og treysta stöðu sinna eigin í sessi. Tímaritið “Business Week“ hefur tekið saman lista yfir þessar ráðstafanir og verður hér drepið á þær helstu. Innflutningur japanskra bifreiða verður væntanlega takmarkaður við 9,5% hlutdeild í EB-markaðinum, sem er heldur minna en þau 11% sem Japanir hafa í ár. Bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum verður meinað um aðgang að löndum EB nema að viðkomandi lönd veiti löndum EB sams konar réttindi hjá sér. EB hefur sett pólitíska pressu á að bandarísk og japönsk tölvufyrirtæki færi rannsókn- ar- og framleiðslustarfsemi sína í rík- ara mæli til Evrópu. Lögð hefur verið áhersla á að samræmdir evrópskir staðlar verði notaðir í rafeindabúnaði, sem gera evrópsku fyrirtækin sam- keppnishæfari, auk þess sem líkur eru á að verndartollar verði lagðir á raf- eindabúnað. í>á getur farið svo, að EB komi á fót sérstakri styrktarstofnun á sviði sjónvarps- og kvikmyndafram- leiðslu, sem á að vera til mótvægis bandarískum áhrifum á þessum svið- um. Útboð verkefna í opinberri þjón- ustu kunna ennfremur að verða tak- mörkuð við fyrirtæki innan EB, ef ríkisstjórnir annarra landa beita svip- uðum takmörkunum. Og að síðustu má jafnvel búast við því að ríkisstjórn- ERLEND FRETTABROT ir einstakra aðildarlanda geti einokað símaþjónustu og tækjabúnað í síma- kerfi. Alveg frá því að ljóst var að hug- myndin um sameiginlegan markað EB-landanna myndi verða að veru- leika hafa heyrst svartsýnisraddir um að slíkt gæti torveldað heimsviðskipt- um. Evrópubandalagið myndi einung- is hugsa um sitt svæði og freistast til að byggja tollmúra umhverfis sig með einum eða öðrum hætti. Norður Am- eríka myndi síðan fara að dæmi þeirra og svo einnig Asíulöndin. En það má líka líta á málin frá annarri hlið. Áform EB gætu orðið til þess að setja þrýsting á þessi heimssvæði um að draga alhliða úr viðskiptahindrunum og skapað möguleika á því að draum- urinn um frjálsa heimsverslun verði einhvern tímann að veruleika. Ef til vill er þetta leiðin til að setja kraft í Gatt-viðræðurnar sem löngum hafa þótt fremur máttlitlar. V.Pýskaland:_________________________ Útlit fyrir að dragi úr hagvexti á næsta ári og áfram mikio atvinnu- leysi________________________________ í nýútkominni skýrslu OECD um ástand og horfur í v.þýskum efnahags- málum er búist við 2,25% hagvexti á þessu ári og aðeins 1,75% á því næsta. V.Þjóðverjum er hrósað fyrir árangur í peningamálum, en OECD býst við 1% verðbólgu í ár og 1,5% árið 1989. Hins vegar er ekki búist við miklum ár- angri í baráttunni við atvinnuleysi, sem er áætlað að verði 8% bæði árin. OECD gengur svo langt að segja efnahagslífið vera komið í vissa sjálf- heldu. Að óbreyttri efnahagsstefnu myndi smám saman draga úr fjárfest- ingum og atvinnusköpun og almenn stöðnun væri þess vegna fyrirsjáanleg. Ráð OECD við vandanum eru raunar þau sömu og v.þýska stjórnin lofaði að beita þegar hún komst til valda árið 1982. Mikilvægast væri að gera ráðstafanir til að örva framboð á vöru og þjónustu og í því sambandi væru skattalækkanir æskilegar. Jafn- framt væri nauðsynlegt að draga úr ríkisstyrkjum, sem hefðu aukist úr 6,5% af þjóðarframleiðslu árið 1982 í 6,8% árið 1986. Sérstaklega var deilt á styrki til húsnæðismála, landbúnaðar og járnbrauta, en um helmingur allra styrkjanna fer til þessara málaflokka. Bandaríkin:___________________________ Vaxandi útflutningur til allra heims- hluta_________________________________ Á fyrstu fimm mánuðum ársins minnkaði hallinn á vöruskiptajöfnuð- inum niður í 55 milljarða dollara eftir að hafa verið 66 milljarðar á sama tíma í fyrra. Á þessu eina ári hefur vöruút- flutningur aukist um 31% á meðan innflutningur jókst um 12%. Það vek- ur athygli í þessu sambandi að það eru einkum smærri fyrirtæki sem hafa tek- ið við sér í kjölfar lágs dollaragengis, og leiða að einhverju leiti þann upp- gang sem nú ríkir í bandarísku efna- hagslífi. Það vekur einnig athygli að útflutn- ingsaukningin dreifist á ýmsa heims- hluta. Mesta aukningin gagnvart ein- stöku landi er til Taiwan, eða aukning upp á rúmlega 100%. Yfirleitt er aukn- ingin mest til Austur-Asíu landanna (40%), en hún er einnig umtalsverð til iðnríkjanna, eða 26%. Nú er svo kom- ið að vöruviðskipti á milli Bandaríkj- anna og Bretlands eru nánast í jafn- vægi, en mest hallar á Bandaríkin gagnvart Japan, jafnvel þótt útflutn- ingur þangað hafi aukist um 44% og innflutningur þaðan aukist um aðeins 4%. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.