Vísbending


Vísbending - 17.08.1988, Side 1

Vísbending - 17.08.1988, Side 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 32.6 17. ÁGÚST1988 BRESTIR í INNVIÐUM Dr. PomláurGylfason Verðbólgan í landinu æðir áfram óbeizluð. Ríkisvaldið fær ekki rönd við reist þrátt fyrir góðan ásetning. ít- rekaðar tilraunir til að ná verðbólg- unni niður á svipað stig og í nálægum löndum hafa farið út um þúfur á liðn- um árum. Neyðarástand blasir við í at- vinnurekstri á nokkurra mánaða fresti, jafnvel þótt íslendingar séu nú ein ríkasta þjóð heims. Abyrgð og athafnir____________________ Á yfirborðinu virðist verðbólgu- vandinn stafa fyrst og fremst af því, að ríkisvaldinu hefur ekki tekizt að gæta hófs í peningamálum og ríkisfjármál- um um langt skeið. Það hefur verið reynt að beizla kauplag og banna vísi- tölubindingu launa með lögum. Það hefur verið reynt að festa gengi krón- unnar. Það hefur verið reynt að verð- tryggja sparifé og draga úr ásókn í lánsfé með því að leyfa vöxtum að leita jafnvægis milli framboðs og eftir- spurnar á peningamarkaði. Ekkert af þessu hefur dugað til að eyða verð- bólgunni, enda var ekki við því að bú- ast, úr því að ríkisvaldinu hefur ekki tekizt að halda útgjöldum þjóðarinnar innan hóflegra marka. Það hefur ekki tekizt að draga verulega úr útlána- þenslu bankakerfisins. Það hefur ekki heldur tekizt að reka ríkisbúskapinn með myndarlegum afgangi; það hefur jafnvel ekki verið reynt. Það er ekki hægt að ná varanlegum árangri í bar- áttunni við verðbólguna nema með öflugu aðhaldsátaki á öllum vígstöðv- um í einu. Agaleysi ríkisvaldsins í efnahags- málum er þó naumast einu um að kenna. Sumar rætur vandans liggja dýpra. Lög og reglur samfélagsins hafa ekki kallað fyrirtæki til fullrar ábyrgð- ar á eigin athöfnum. Einkafyrirtæki hafa teflt á tæpasta vað í fjárfestingu og rekstri og varpað ábyrgðinni beint eða óbeint yfir á ríkisvaldið, sem hefur veitt vandanum út í verðlagið með peningaprentun eða gengisfellingu í stað þess að draga fyrirtækin sjálf til ábyrgðar. Ríkisfyrirtæki hafa farið fram úr fjárlögum í stórum stíl án þess að þurfa að sæta ábyrgð. Verklýðsfé- lög og vinnuveitendur hafa samið um kaupgreiðslur langt umfram greiðslu- getu fyrirtækjanna í þeirri von og vissu, að ríkisvaldið hlífi þeim við af- leiðingunum. Þessir brestir í innviðum atvinnulífsins í landinu hafa staðið í vegi fyrir hyggilegri hagstjórn. Það er álitamál, hvort það er yfirhöfuð hægt að ná varanlegum árangri í viðureign- inni við verðbólguna með ströngu að- haldi í efnahagsmálum, nema einstak- lingar og fyrirtæki séu kölluð til ábyrgðar í auknum mæli. Frambúðar- lausn verðbólguvandans er þvf ef til vill ekki alveg eins einföld og hún kann að virðast, ef menn einblína á ríkisfjár- mál og peningamál án þess að skyggn- ast undir yfirborðið. Qarðbær fjárfesting Langvarandi verðbólga hefur skekkt undirstöður atvinnulífsins í landinu með því að beina fjárfestingu að óarðbærum framkvæmdum og með því að halda hlífiskildi yfir óhagkvæm- um rekstri. Ríkisvaldið hefur iðulega varpað fjárhagsvanda fyrirtækja yfir á almenning með því að prenta peninga eða fella gengi krónunnar í stað þess að knýja fyrirtækin til nauðsynlegrar hagræðingar og endurnýjunar. Und- anlátssemi ríkisvaldsins við ýmis fyrir- tæki, ekki sízt við fyrirtæki, sem stjórnmálahagsmunir eru bundnir við, hefur hneigzt til að firra mörg þeirra nauðsynlegum sjálfsaga í fjárfestingu og rekstri. ítök ríkisvaldsins í við- skiptabönkunum hafa ýtt undir þessa tilhneigingu, því að stjórnmálahags- munir hafa iðulega yfirgnæft hag- kvæmnissjónarmið við ákvörðun út- lána. Stjórnendur margra fyrirtækja virðast gera ráð fyrir því, að ríkið komi til bjargar, hvenær sem erfiðleikar steðja að. Ábyrgðinni á talsverðum hluta atvinnurekstrar í landinu hefur með þessu móti verið varpað yfir á rík- ið í reynd. Fyrirtæki, sem telja sig bera fulla ábyrgð á eigin afkomu, hefðu til dæmis varla kosið að baka sér svo mik- inn fjármagnskostnað að undanförnu sem raun ber vitni með því að taka rekstrarlán í stórum stíl við svimandi háum raunvöxtum í stað þess að draga úr rekstrarkostnaði. Við þessar aðstæður hefur nauðsyn- leg nýsköpun ekki getað átt sér stað með eðlilegum hætti í atvinnulífinu, einkum í landbúnaði og sjávarútvegi. Landbúnaður þarf ennþá á gríðarlegri fjárhagsaðstoð ríkisins að halda, bæði beint og óbeint. Bein framlög ríkisins til búnaðarmála áttu samkvæmt fjár- lögum fyrir þetta ár að nema um 85.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu eða um 120.000 krónum á mánuði á hvert heimili til sveita, og þá eru ýmsar aukafjárveitingar og önnur óbein hlunnindi ekki talin með. Mörg út- vegsfyrirtæki ramba nú á barmi gjald- þrots þrátt fyrir undangengið góðæri og gríðarlegan afla, jafnvel þótt út- vegsfyrirtækjum hafi síðustu ár verið afhentur ókeypis aflakvóti, sem er metinn til mikils fjár. Söluverðmæti aflakvóta 1984-86 er talið hafa verið á bilinu 770.000 til 1.150.000 krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í sjávarútvegi. Þvílík hlunnindi frá rík- inu hneigjast til að draga úr sjálfs- ábyrgðartilfinningu í einkarekstri. Það þyrfti ekki að vera mjög erfitt fyrir traust og vel rekin fyrirtæki að finna leiðir til aðhalds og spamaðar í rekstri, þegar harðnar á dalnum, en það getur hins vegar verið mjög erfitt fyrir veik- Efni:_____________________________ • Brestir í innviðum • Ctflutningshöft eða öflug______ markaðsstarfsemi? Valkostir í verslun með íslenskan ferskfisk • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.