Vísbending


Vísbending - 17.08.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.08.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING þar á? Fyrst er til að svara að héldist fiskur í fersku ástandi lengur en raun ber vitni væri opin leið fyrir “spek- úlanta“ að kaupa fisk þegar og þar sem verð er lágt og selja þegar og þar sem verð er hátt. Starfsemi slíkra “spek- úlanta“ stuðlar mjög að jöfnun fram- boðs og verðs á mörgum mörkuðum. En fiskur verður ekki geymdur ferskur nema syndandi í sjónum! Því hefur ekki þróast hópur “spekúlanta". Reynsla íslenskra útgerðarmanna síðustu tvo áratugi er engu að síður að nokkra stjórn má hafa á hvernig afli einstakra skipa berst á land. Vanda- málið er að koma óyggjandi skilaboð- um til skipstjóra og útgerðarmanna um hvenær heppilegt sé að landa. Nú- verandi markaðskerfi býður ekki upp á slíkt kerfi. En það er ekki þar með sagt að ómögulegt sé að koma slíkum upplýsingum milli kaupenda og selj- enda. Þar þarf að líta til svokallaðra framvirkra markaða og spyrja hvort ekki sé hægt að bjóða upp á fleiri form skuldbindinga milli kaupenda og selj- enda en nú er gert. Framvirkir markaðir lyrir fisk Framvirkir markaðir (future markets) eru markaðir fyrir loforð um afhendingu ákveðinnar vöru skv. um- sömdum gæðastaðli á ákveðnum degi og á ákveðnum stað. Þannig er algengt að kornvarningur, kartöflur og kakó svo dæmi séu nefnd séu seld á fram- virkum mörkuðum. Framleiðsluá- kvörðun er tekin löngu áður en varan er boðin á markaði. Framvirkir mark- aðir auka upplýsingaflæði til einstakra framleiðenda með ýmsum hætti. Þeg- ar ákvörðun er tekin um framleiðslu- magn draga framvirkir markaðir úr óvissu um skilaverð. Framleiðandinn getur jafnvel selt hluta framleiðslu sinnar fyrirfram (það er nefnt “hedging" á erlendum málum). í ann- an stað veitir verðið á framvirka mark- aðnum framleiðandanum upplýsingar um líklegt ástand markaðsins þegar kemur að uppskeru. Verð einstakra framleiðsluvara á framvirka markaðn- um samanborið við framleiðslukostn- að veitir einstökum framleiðanda mik- ilsverðar upplýsingar um hvort líklegt framboð viðkomandi vöru sé í góðu samhengi við líklega eftirspum. Fram- leiðandinn getur hagað framleiðsluá- kvörðun sinni í samræmi við það. En er einhver sameiginlegur flötur með markaðsviðskiptum með tiltölu- lega staðlaðan varning á borð við kakó og korn annars vegar og kaldsjávaraf- urðir á borð við þorsk og ýsu hins veg- ar? í huga mínum er ekkert stórvægi- legt sem skilur á milli. Mæling og mat á afhentri vöru er eðlilega með ólíkum hætti, en það er sennilega allur mun- urinn. Hugsum okkur að útgerðarmaður selji bréf sem skuldbindur hann til að afhenda svo og svo mörg tonn af þorski við bátshlið í gefinni höfn innlendri eða erlendri á ákveðnum degi. í bréf- inu væri væntanlega ákvæði um að x% væru í 1. flokki, y% í öðrum flokki o.s.frv. Þá gæti verið í bréfinu “sektar- ákvæði“ ef einhver hinna nefndu skil- yrða væru ekki uppfyllt. Með sölu slíks bréfs væri útgerðarmaðurinn búinn að samningsbinda það verð sem hann fær fyrir ákveðinn hluta aflans. Hann get- ur ákveðið að haga fríum og öðrum meiri háttar stoppum í samræmi við hvenær verð er í lágmarki. Og hann þarf ekki að senda skip og skipshöfn í viku siglingu til meginlandsins eftir þeim lottómiða sem sölur á erlendum uppboðsmörkuðum vissulega eru. En það næst meira við framvirka markaði en aukin vissa fyrir framleið- andann. í fyrsta lagi ætti að draga úr hættu á offramboði á einstökum mörkuðum samtímis umframeftir- spurn á öðrum. í öðru lagi ætti flutn- ingskostnaður að haldast í lágmarki. í þriðja lagi ætti að draga úr þörf fyrir opinber afskipti og viðskiptahömlur. Skulu þessar fullyrðingar rökstuddar nokkuð. Setjum sem svo að framboð enskra eða þýskra fiskimanna á upp- boðsmörkuðum í Hull eða Bremer- haven sé tiltölulega þekkt stærð. Setj- um jafnframt sem svo að ekki sé til að dreifa öðrum erlendum aðilum á markaðnum en þeim íslensku. Of- framboð á nefndum fiskmörkuðum skapast þá af að “of margir“ íslenskir söluaðilar fá þá hugdettu samtímis að selja ferskfisk á þessum mörkuðum. Við núverandi aðstæður tekst þessum aðilum ekki að verða sér úti um nokkr- ar upplýsingar um hugdettur hvers annars. Með framvirkum markaði mundu slíkar upplýsingar endurspegl- ast í verði á farmi afhentum á viðkom- andi markaði á þeim degi sem við ætti. Spumingin sem söluaðilinn þarf að spyrja sig er einfaldlega: Hvaða mark- aður gefur besta verð nettó? Ef botn- inn væri að detta úr einhverjum mark- aðanna mun þegar í stað draga úr framboði á viðkomandi markað. Hér þarf engar markaðsnefndir í utanríkis- ráðuneyti eða útvegsmannasamtök- um. Það var einnig fullyrt að flutnings- kostnaður kynni að minnka við það að þróa framtíðarmarkaði. Setjum sem svo að verðmunur milli markaða í Reykjavík og Hull sé meiri en nemur ódýrasta flutningsmáta milli landanna en jafnmikill og nemur aukakostnaði fullfermds togara við að landa í Hull fremur en Reykjavík. Fyrir útgerð tog- arans skiptir þá engu á hvorum mark- aðinum aflinn er seldur. Sá aðili sem ræður ódýrari flutningskosti myndi hins vegar auka eftirspurn sína í Reykjavík og framboð í Hull. Smám saman myndi þá verð í Reykjavík hækka, verð í Hull lækka þannig að ekki myndi lengur borga sig fyrir togarann að sigla með aflann. Þannig gæti virkur markaður eflt þróun flutn- ingatækni og stuðlað að örari dreif- ingu nýrrar tækni en nú er. ísland miðstöð viðskipta með fisk? Síðasta atriðið sem ég vil nefna er þetta: Þróun flutningstækni og sam- skiptatækni hefur verið afar ör á síð- ustu árum. Þessi tækni hlýtur fyrr en seinna að hafa áhrif á fiskmarkaði okkar Islendinga. Spurningin er með hvaða hætti við nýtum okkur þessa þróun og hvort við viljum hafa ein- hverja stjóm á henni. Ef vel er haldið á málum gæti miðstöð markaðsvið- skipta með fisk við Norður Atlantshaf verið á íslandi. Að lokum þetta: Ókannað er hvort hagkvæmara er að bregðast við verð- sveiflum á erlendum uppboðsmörkuð- um með framboðstakmörkunum og viðskiptahöftum eða aðgerðum til að gera markaðinn virkari. Ekki hefur heldur verið kannað hvemig viðskipt- um með óveiddan fisk er best háttað og hvort leyfa eigi slík viðskipti og með hvaða skilmálum. Líklegt er að þessi atriði verði meðal brýnustu úrlausnar- efna á sviði sjávarútvegsmála á næstu misserum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.