Vísbending


Vísbending - 24.08.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.08.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 33.6 24. ÁGÚST1988 FYRIR- TÆKIN STANDIÁ EIGIN FÓTUM í stað síendur- tekinna efhahags- aðgerða Nú blasa við þriðju efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar á einu ári, sem viðbú- ið er að breyti enn frekar starfsskilyrð- um bœði fyrirtœkja og heimila. (Þó hafa ytri aðstœður ekki breyst umfram það sem sjá máttifyrir í upphafi ársins). Tvœr hinar fyrri fólu í sér gengisfellingu og ýmsar hliðarráðstafanir og nú hafa komið fram tillögur stjórnskipaðrar nefndar um margháttaðar breytingar. t öll þrjú skiptin hafa farið fram opinská- ar umrœður stjórnarliða um grundvall- aratríði efnahagsstefnunnar eins og um stjórnarmyndunarviðrœður vœri að ræða. Má Ijóst vera að sú óvissa sem stjórnin skapar með þessum hœtti er fyrirtækjum og heimilum ekki síður til baga en þær breyttu ytri aðstæður sem eru tilefni efnahagsaðgerðanna. Það hlýtur jafnframt að vera umhugsunar- efnihvers vegna, eftir öll þessi ár, breyt- ingar á ytri aðstæðum virðast ávallt koma stjórnvöldum í opna skjöldu. Staða þjóðarbúsins Afkoma þjóðarinnar byggist að miklu leyti á aflabrögðum og fiskverði á erlendum mörkuðum eins og allir vita. (Þetta er stundum ýkt með því að segja að sjávarútvegur afli á milli 70 og 80% gjaldeyristekna þegar hið rétta er að hann aflar um 50% gjaldeyristekn- anna eftir að útflutningur þjónustu hefur verið tekinn með í reikninginn). Hvort tveggja aflabrögðin og fiskverð hafa sveiflast talsvert í gegnum tíðina og þó sérstaklega aflinn. Til dæmis er ekki lengra síðan en 1982 að heildar- aflinn minnkaði um næstum því helm- ing og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1984. Árið 1982 minnkaði heildarafla- verðmæti um 13,2% og aftur árið 1983 um7,8%. Spá Þjóðhagsstofnunar um afla og aflaverðmæti á þessu ári bendir síst til þess að sagan frá samdráttarárunum 1982-83 sé að endurtaka sig. Því jafn- vel þótt verð á sumum erlendum mörkuðum hafi farið lækkandi á síð- ustu misserum þá er spáð metheildar- afla og að aflaverðmæti aukist í heild um tæpt prósent. í endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar frá júlí er áfram gert ráð fyrir sáralitlum breytingum á helstu hagstærðum frá árinu á undan, sem var afar hagstætt að flestu leyti. Þannig á landsframleiðsla að standa því sem næst í stað og þjóðarútgjöld að aukast aðeins lítilsháttar. í þessu sambandi er vert að hafa í huga hversu skjótt útflutningsfyrir- tæki hafa brugðist við breyttum mark- aðsaðstæðum með því að leita nýrra markaða og með því að bjóða upp á fleiri valkosti. Á seinustu fjórum árum hefur mikilvægi helstu útflutnings- markaða tekið verulegum breyting- um. Nú er t.d. flutt álíka mikið til Bret- lands og er flutt út til Bandaríkjanna (tæplega 20% allra útfluttra vara til hvors lands), en árið 1983 fóru hátt í 30% til Bandaríkjanna samanborið við 12% til Bretlands. Þá hefur hlut- fallslegur útflutningur til Japans meira en tvöfaldast á meðan útflutningur til Sovétríkjanna hefur minnkað um helming. Væntanlega er gengislækk- un bandaríkjadollars gagnvart t.d. sterlingspundi og japönsku yeni meg- inskýring á þessu, en þetta sýnir jafn- framt að það er hægt að bregðast Þjóöhagsyfirlit, spá 1988 -breytingar frá fyrra ári- Einkaneysla ........................................... 0,.0 Samneysla ............................................. 2,0 Fjárfesting ............................................. -1,0 Birgöabreytingar ..................................... 0,6 Þjóðarútgjöld .......................................... 0,8 Útflutningur ............................................ 0,3 Innflutningur ........................................... 2,2 Verg landsframleiösla .............................. 0,2 Vergar þjóöartekjur ................................ -0,5 Heimild: ÞHS. þannig við versnandi ytri skilyrðum að áhrif þeirra á afkomu fyrirtækja verði ekki eins mikil og ella. Hlutur stjórnvalda Ótrygg hráefnisöflun og jafnvel enn ótryggara markaðsverð hlýtur að segja til sín í afkomu viðkomandi atvinnu- greinar. Og ef atvinnugreinin aflar þjóðarbúinu rúmlega helming allra gjaldeyristekna þá er augljóst að hag- ur hennar hefur mikil áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Samt er engu líkara en að ytri áföll í sjávarútvegi komí stjórn- völdum alltaf jafnmikið á óvart. Það er ekkert nýtt við þær aðstæður sem nú ríkja, nema ef vera skyldi að nú eru í fyrsta skipti þær eðlilegu aðstæð- ur á lánamarkaði að vextir ráðast af framboði og eftirspurn. Það var stjórnvaldsákvörðun á sínum tíma að gefa vaxtaákvörðun frjálsa og tiltölu- lega háir vextir nú þurfa varla að koma Efni: • Fyrirtækin standi á eigin fótum • Sjálfsábyrgð í atvinnulífi • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.