Vísbending


Vísbending - 24.08.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.08.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING KlNA: Stjórnvöld hækka vexti til að draga úr veröbólgu_________________________ Það er afar sjaldgæft að breytingar verði á vaxtastefnu í Kína; svo sjald- gæft að þegar vextir hækkuðu um dag- inn úr 7,92% í 9% þá var það fyrsta meiri háttar vaxtabreytingin frá því á sjötta áratugnum. Þessi 9% eiga við um öll almenn lán, en ef áhætta virðist óvenju mikil þá verða vextir eitthvað hærri. Vextir á innlánum munu líka hækka, úr 7,2% í 8,64% á eins árs sparireikningum og úr 10,44% í 12,42% á reikningum bundnum til tíu ára. Ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er óvenju mikil og stöðugt vaxandi verð- bólga. Hún var skv. opinberum heilmildum 13% á tímabilinu frá fyrri árshelmingi síðasta árs til fyrra árs- helmings þessa árs, en til samanburðar var verðbólgan 7,3% á öllu seinasta ári og aðeins 2,7% árið 1984. Og óopin- berar heimildir herma að verðbólgan sé í raun miklu hærri en þetta eða jafn- vel á bilinu 30-40%. Halli á ríkisbúskapnum er talinn vera orsök verðbólgunnar í Kína eins og svo víða, en hann hefur farið vax- andi á undanförnum tveimur árum vegna aukinna niðurgreiðslna og styrkja til fyrirtækja sem rekin eru með tapi. Það sem hefur e.t.v. mest að segja í þessu sambandi er að hallinn hefur verið fjármagnaður með pen- ingaprentun, þar sem eiginlegir fjár- magnsmarkaðir hafa tæpast verið til staðar. Nú á að reyna að bæta úr þessu með því m.a. að láta fjármálaráðu- neytið gefa út skuldabréf að upphæð 2,15 milljarða dollara á þessu ári og er það þá í fyrsta skipti sem kínversk stjórnvöld grípa til skuldabréfaútgáfu. ÍRLAND: Gætu orðið útundan í hagræðingar- herferö evrópskra fyrirtækja Svo sem kunnugt er hafa samræm- ing og yfirtökur evrópskra fyrirtækja farið mjög í vöxt að undanförnu vegna áforma EB um sameiginlegan mark- að. Einhverra hluta vegna hafa þó írsk fyrirtæki orðið útundan í þessari þró- un og er ekki laust við að þau hafi nokkrar áhyggjur af því afskiptaleysi sem þeim er þannig sýnt. Skýringar- innar á þessu er þó tæplega langt að leita. írland er á útjaðri hins væntan- lega sameiginlega markaðar og heima- ERLEND FRÉHBROT markaðurinn er aðeins örlítið brot af hinum stóra markaði EB-landanna. (Á írlandi búa um 3,5 milljónir manna en markaður EB-landanna til samans er um 320 milljónir). Þar að auki er hlutabréfamarkaðurinn fremur ófull- kominn og ekki til þess fallinn að ýta undir samruna fyrirtækja. Það er að- eins eitt dæmi til um kauptilboð á þessu ári sem orð er á gerandi, en það var tilboð bresks fyrirtækis um kaup á eina framleiðanda írsks viskís. Að ýmsu leyti virðist sem nánari viðskiptatengsl séu við Norður-Amer- íku heldur en Evrópu. Þetta birtist m.a. í því að um helmingur þeirra tæp- lega tíu milljarða írskra punda, sem erlend fyrirtæki hafa fjárfest í fast- eignum á írlandi, kemur frá Banda- ríkjunum. Og bandarísk og kanadísk fyrirtæki eiga 341 fyrirtæki á írlandi samanborið við 175 fyrirtæki í eigu Evrópubúa. Eflaust spilar þarna inn sameiginlegt tungumál og menningar- leg tengsl vegna fjölda írskra innflytj- enda í Bandaríkjunum. En þótt margir séu þeirrar skoðunar að ekki borgi sig fyrir evrópsk fyrir- tæki að koma sér upp aðstöðu á írlandi þá ætti auðvitað ekkert að vera því til fyrirstöðu að írsk fyrirtæki njóti þeirra möguleika sem sameiginlegi markað- urinn býður upp á og komi sér upp að- stöðu í Evrópu. Enn sem komið er virðast þó tiltölulega fá írsk fyrirtæki vera þess umkomin að fjárfesta í Evr- ópu. í því sambandi er einkum talað um tiltekið kjötvinnslufyrirtæki sem er fimmta stærsta fyrirtæki írlands og einnig pappírsvinnslufyrirtæki og byggingarfyrirtæki, en fyrirtæki í þess- um greinum hafa þegar náð aðstöðu í Hollandi, Ítalíu og á Spáni. HOLLAND:_____________________________ Fyrirhugað að lækka virðisauka- skattsprósentu Nú er fastlega búist við að hollensk stjórnvöld lækki virðisaukaskattspró- sentu sína úr 20%, sem mun vera sú þriðja hæsta í löndum Evrópubanda- lagsins, í 18 eða 19%. Hollendingar hafa sérstakan virðisaukaskatt á mat- væli og aðrar nauðsynjavörur eins og svo margar aðrar Evrópuþjóðir og er hann 6%. Ekki er enn vitað hvort skattur á þessar vörur verði hækkaður til mótvægis við hina fyrirhuguðu skattalækkun. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari ákvörðun. í fyrsta lagi ætla stjórnvöld sér að bæta fólki upp fyrirsjánlega hækkun tekjuskatta vegna vaxandi verðbólgu. (Verðbólga hefur verið nánast engin, en búist er við að hún verði 2% á næsta ári). í öðru lagi er sagt að stjórnvöld vilji auka kaupmátt þeirra lægst launuðu, sem hafa þurft að þola frystingu á vel- ferðarstyrkjum á undanförnum árum. Stjórnvöld munu fremur hafa kosið þessa leið heldur en að auka styrkina og sé það í meira samræmi við að- haldsáætlun þeirra. í þriðja lagi er virðisaukaskattslækkunin í samræmi við fyrirhugaða samræmingu á virðis- aukaskattsprósentum í löndum Evr- ópubandalagsins. Takmark stjórn- valda mun vera að nálgast virðis- aukaskattsprósentu V.Þjóðverja, sem er 14%. Hafa þau orðið áþreifanlega vör við að fólk leitaði út fyrir ianda- mærin og þá til Þýskalands um inn- kaup vegna skattamunarins. Yfir höfuð eru skattar tiltölulega háir í Hollandi og hefur það m.a. birst í vaxandi svörtum markaði. í nýút- kominni skýrslu um þessi mál kemur fram að um þriðjungur Hollendinga vinnur og fær greitt fyrir störf sem ekki kemur fram á skattframtali. Er nú meiningin að lækka tekjuskatt fyrir- tækja úr 42% í 35% 1. janúar 1989 og efsta skattþrep tekjuskatts einstak- linga verður lækkað niður í 60% árið 1990. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta máekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.