Vísbending


Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 34.6 31. ÁGÚST1988 VERÐ- HJÖÐNUN GLEYMDIST í VAXTA- LÖGUM -brýn þörf á lagabreytingu Dr. GuðmunáurMagnússon__________ í hinum nýju vaxtalögum sem sett voru árið 1987 í kjölfar "vaxtafrelsis- ins" svonefnda og hæstaréttardóms varðandi hæstu lögleyfðu vexti er að finna ýmis ágæt nýmæli. Hins vegar tókst ekki betur til en svo að það gleymdist að reikna með verðhjöðn- un. Sennilega eru menn orðnir svo ó- vanir öðru en verðbólgu að lækkun verðlags gleymist. En þar sem nú er farið að tala um niðurfærsluleið í al- vöru, góðu heilli, er bráðnauðsynlegt að breyta vaxtalögunum, eins og ég mun reyna að útskýra hér á eftir. Ákvæði laganna um almenna vexti í lögunum sem eru frá 18. mars 1987 er Il.kafli um almenna vexti. í 5. grein er fjallað um vexti af fjárkröfum, þeg- ar fjárhæð þeirra er ótiltekin og þar segir: "Pegar samið er um vexti af pen- ingakröfu, en ekki er tiltekin fjárhæð þeirra, skulu vextir vera jafnháir vegnu meðaltali ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum á þeim tíma, sem til skuldar er stofnað". Á sama hátt er í 7.gr. kveðið á um vexti af kröfum um skaðabætur. Þar segir: "Kröfur um skaðabætur skulu bera vexti frá og með þeim degi, er hið bóta- skylda atvik átti sér stað, og skulu þeir nema vegnu meðaltali ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum á þeim tíma, er atvikið átti sér stað. Sé skaða- bótakrafa miðuð við verðlag síðar en hið bótaskylda atvik átti sér stað, ber krafan þó vexti frá þeim tíma". Eflaust hefur hugsunin verið sú að fara varlega í sakirnar og hafa vexti af skaðabótakröfum lægri en hæstu vexti á markaðnum á hverjum tíma. Þannig eru hæstu lögleyfðu nafnvextir núna á óverðtryggðum skuldabréfum um 41% sem er það sama og af almennum útlánum banka og sparisjóða skv. til- kynningu Seðlabankans 1. ágúst sL. í 6.gr. laganna er ákvæði um vexti þegar samið er um breytilega vexti: "Sé samið um breytilega vexti í sam- ræmi við hæstu lögleyfðu vexti eða hæstu vexti á markaðnum á hverjum tíma, skal miða við hæstu gildandi vexti af hliðstæðum lánum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum, eins og þeir eru á hverjum tíma". Samkvæmt tilkynningu Seðlabank- ans 1. ágúst voru meðalvextir verð- tryggðralána9,5%. Ahrifverðhjöðnunar Segjum nú að verðbólga lækki úr 27%, eins og hún var áætluð nýlega yfir eitt ár, í 5% sem er nálægt verð- bólgunni í nágrannalöndunum. Hvað gerist samkvæmt lögunum varðandi skaðabótakröfur vegna atvika sem ný- lega hafa átt sér stað og fjárkröfur sem stofnað hefur verið til án þess að vextir hafi verið tilgreindir? Gerum jafn- framt ráð fyrir að vegið meðaltal útlánsvaxta lækki um 41% í 8% við niðurfærslu verðlagsins. Samkvæmt lögunum yrðu raunvextir nú 36% af eldri kröfum! Unnt er nefna dæmi þar sem lögin mæla fyrir um enn hærri raunvexti sem gilt gætu langt aftur í tímann, því að skaðabótamál geta ver- ið óútkljáð í fleiri ár ef ekki áratugi. Þetta þýðir að sá sem á að greiða skaðabætur vegna atviks sem átt hefur sér stað nýlega gæti þurft að greiða yfir 20% raunvexti þar til dómur fellur í málinu. Þessi niðurstaða ætti í sjálfu sér ekki að koma mönnum svo mjög á óvart, því nákvæmlega þetta gerðist um skeið árið 1983. Pegar verðbólgan lækkaði skyndilega í 7-8% báru bréf sem þá voru algeng í fasteignaviðskipt- um með 20% nafnvöxtum allt í einu háa raunvexti en höfðu áður borið nei- kvæða raunvexti um 20-30%. Pversögn varðandi hæstu vexti En ekki nóg með að vextir geta orð- ið himinháir samkvæmt lögunum. Sé tekið tillit til verðhjöðnunar verður al- gjör mótsögn milli 5.og 6. greinar lag- anna. Þannig gætu hæstu lögleyfðu vextir við 5% verðbólgu verið 15% á sama tíma og þeir væru 20-30% skv. 5. og 7.gr., þar sem þeir vextir taka til vaxta frá fyrri tíma, þ.e. þegar til fjár- kröfu var stofnað. Sú þverstæða myndast að hæstu Iögleyfðu vextir samkvæmt einni grein laganna verða lægri en vextir samkvæmt annarri grein þeirra! Nauðsyn lagabreytingar Ég vona að mér hafi tekist að sann- færa lesandann um að brýna nauðsyn ber til að breyta vaxtalögunum á þann veg að þau geri ráð fyrir bæði verð- bólgu og verðhjöðnun. Annars geta stórslys hlotist af með málferlum og réttaróvissu. Efni: • Verðhjöðnunin gleymdist í vaxtalógunum • Viðskipti með erlend verðbréf • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.