Vísbending


Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.08.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING VIÐSKIPTI MEÐ ERLEND VERÐBRÉF FrostiSigurjónsson Á meðan fjárfesting í erlendum verðbréfum færist í vöxt á meðal ná- grannaríkjaríkjanna hafa íslendingar setið hjá. Undanfarið hefur umræða þó aukist um að breytinga sé þörf á gjaldeyrislögunum þannig að erlend viðskipti geti átt sér stað með líkum hætti og hjá nágrannaþjóðum okkar. Stuðningur við þetta viðhorf kemur t.d. fram í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í október 1987. í henni segir m.a.: “Einstaklingum og fyrirtækjum verður heimilað að eignast erlend verðbréf. Heimildir íslenskra fyrir- tækja til að fjárfesta í atvinnurekstri erlendis og styrkja þannig viðskipta- stöðu sína verða rýmkaðar. íslending- um verður heimilað að kaupa skulda- bréf ríkisins og annarra íslenskra aðila, sem til sölu eru á verðbréfa- mörkuðum erlendis. Þá verða opnað- ar heimildir til kaupa á öðrum trygg- um verðbréfum." Hér á eftir verður drepið á ýmis at- riði sem máli kunna að skipta í sam- bandi við kaup á erlendum verðbréf- um. Markmið fjárfestingar í útlöndum_____ Markmið með fjárfestingum erlend- is geta verið mismunandi eftir því hvort í hlut eiga einstaklingar, at- vinnufyrirtæki, lífeyrissjóðir eða Seðlabanki. Einstaklingar: Meðan hægt er að fjárfesta í vísitölubundnum skulda- bréfum hérlendis með jafn góðum kjörum og boðist hafa hingað til, er ó- líklegt að einstaklingar leiti mikið út fyrir landsteinana með sparnað sinn. Óðru máli gegnir um einstakling sem hyggur á neyslu í ákveðnu landi í fram- tíðinni. Honum væri mikilvægt að geta sparað í gjaldmiðli þess lands. Almenningur á ekki auðvelt með að verða sér úti um þá þekkingu sem þarf til að kaupa erlend verðbréf. Senni- lega myndu flestir einstaklingar því snúa sér til fjármálafyrirtækis sem byði ráðgjöf og aðstoð við kaup á er- lendum verðbréfum. Fyrirtæki: Fyrirtæki geta haft sér- stakan ávinning af því að fjárfesta í þeim löndum sem þau eiga viðskipti við. Beinar fjárfestingar í hlutafélög- um í sömu grein geta verið nauðsyn- legar til þess að standast harða sam- keppni. Fyrirtæki geta einnig þurft að nota erlenda fjárfestingu til að verjast gengisáhættu. Lífeyrissjóðir: Lífeyrissjóðir um all- an heim hafa verið að auka fjárfest- ingu sína í erlendum verðbréfum. Breskir lífeyrissjóðir eru í fararbroddi með 15% af eignum sínum erlendis en Japanir eru í öðru sæti með 8-10%. Með því að fjárfesta að hluta til í er- lendum verðbréfum geta lífeyrissjóðir dregið úr þeirri áhættu sem fylgir sveiflum í ávöxtun og jafnframt aukið ávöxtunina, t.d. með því að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika og jafnvel flytja fjár- magn milli landa til þess að notfæra sér árstíðabundnar sveiflur mismunandi markaða. Seðlabanki: I árslok 1987 voru er- Ekki er víst að ávöxtun ertendra skuldabréfa sé betri en gerist á Islandi. A línuritinu má sjá þróun 3ja mánaða LiBOR (London Interbank Offered Rate) vaxta undanfarin 6 ár fyrir þýskt mark, jap- anskt yen og bandaríkjadollar. Gera má ráð fyrir að LiBOR vextir gefi nokkra hugmynd um vaxta- kjörin á erlendum skuidabréfamarkaði en á honum eru vextir oft miðaðír við LIBOR að viðbættu álagi sem fer eftir iánstrausti lántakandans. Til þess að geta boríð saman vexti af innlendum og erlendum skuldabréfum er nauðsynlegi aó taka tillit til gengisbreytinga viðkomandi gjaidmiðta. A iínuritinu er sýnd þriggja mánaða ávöxtun færð upp til 12 mánaða ef fjárfest hefði verið jafnt í skuldabréfum i þýskum mörkum, japönskum yenum og bandaríkjadollurum með LIBOR vöxtum. Miðað er við verðtryggingu með lánskjara- vísitölu. Sjá má miklar sveiflur sem stafa að langmestu leyti af breytingum á gengi krónunnar. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.